Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1949, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Maí Tíðarfarið var mjög óhagstætt. Snjóþyngsli voru með fádæmum norðan lands og í innsveitum syðra. Haglítið var og gróður nær enginn. Víða horfði til vandræða vegna heyleysis. Samgöngur voru lengst af mjög erfiðar, og var jafnvel gripið til þess að varpa heyjum niður úr flugvélum. Gæftir voru fremur tregar og afli misjafn. Þ. 1.—2. barst milt loft inn yfir landið með lægð, sem fór norður Grænlandshaf. Hitinn var víðast um meðallag. Hvassviðri og mikil úrkoma var víða á Suður- og Vesturlandi (þ. 1. Vm. ESE 11). Vindátt var breytileg, en þó aðallega suðlæg. Þ. 3.—7. var norðlæg átt ríkjandi og kalt um allt land, hiti 2°—6° undir meðal- lagi. Mikil snjókoma var norðan lands. Vindur var allhvass nema þ. 7. (þ. 4. Pap. NNW 10). Lægðir voru norðaustan við landið. Þ. 8.—12. var mildasti kafli mánaðarins. Þ. 8. var hitinn í meðallagi, en hina dagana 1°—4° yfir meðallagi um allt land. Vindátt var mjög breytileg og vindur sjaldan hvass. Grunnar lægðir voru á hreyfingu til norðausturs vestanvert við landið eða yfir því. Rigningasamt var víðast hvar á landinu. Þ. 13.—19. var hitinn 2°—4° undir meðallagi á öllu landinu. Aðfaranótt þ. 13. fór lægð norður með austurströndinni, og barst þá kalt loft norðaustan úr hafi inn yfir landið. Smá lægð fór til austurs sunnan við land þ. 14. og 15., vindur var þá yfirleitt austlægur. Síðan var hæg breytileg átt og hæð yfir landinu. Þ. 13. snjóaði á Norður- og Austurlandi, cn annars var úrkomulaust að mestu. Þ. 20.—22. var hiti um meðallag, lægð var á hreyfingu til austurs sunnan við liuiil, vindátt var austlæg eða norðaustlæg og vindur ekki sérlega hvass. Nokkur úr- koma var ú Norðausturlandi, en annars staðar var þurrt veður. Þ. 23.—31. mátti heita vetrarríki um allt land. Hiti var lengst af 5°—6° undir mcðallagi nema á Suður- og Suðausturlandi, en þar var hiti yfirleitt 1°—3° undir meðallagi. Mildast var tvo síðustu dagana. Linnulaus hríðarveður voru á Norðurlandi, og suma dagana var einnig nokkur snjókoma sunnan lands. Vindur var norðlægur eða norðaustlægur og oft hvass, en fór þó óvíða yfir 9 vindstig (þ. 27. Arn. N 11; þ. 28. Rvk. N 10; þ. 29. Vm. N 10). Hæð var yfir Grænlandi, en lægðir austanvert við landið. Loflvœgið var 2.8 mb yfir meðallagi, frá 1.2 mb á Hólum að 4.9 mb í Bolungarvík. Hæst stóð loftvog í Grímsey 1031.1 mb þ. 16. kl. 14, en lægst á Hólum 987.6 mb þ. 12. kl. 23. Hitinn var 2.4° undir meðallagi. Kaldast var í innsveitum á Norðurlandi, hiti 3°—4° undir meðallagi, en mildast við austur- og suðurströndina, hiti 1°—2° undir meðallagi. Við norður- og vesturströndina var hitinn 2°—3° undir meðallagi. Yfir- leitt fór kólnandi, eftir því sem inuar dró í landið. Kaldast var þ. 5. og 6., en þá daga var hitinn 4°—7° undir meðallagi á þeim stöðvum, sem dagsmeðaltöl hafa. Hlýjast var að tiltölu þ. 9., hiti 2°—8° yfir meðallagi. Sjávarhilinn við strendur landsins var 1.5° undir meðallagi, frá 0.6° við Vest- mannaeyjar að 2.8° við Stykkishólm. Urkoman var mjög misjöfn eftir landshlutum. Norðan lands mældist til jafnaðar tæplega tvöföld meðalúrkoma, en sunnan lands nam úrkoman helmingi af meðal- úrkomu. Miðað við meðallag mældist mest úrkoma á Húsavík eða rösklega fjórföld meðalúrkoma, en minnst á Teigarhorni, tæplega J/7 af meðalúrkomu. Úrkomudagar voru 2—11 umfram meðallag á Vcstfjörðum og Norðurlandi, nema á Blönduósi, en þar vour úrkomudagar 3 færri en venja er til. Annars staðar á landinu voru úrkomu- dagar 2—11 færri en í meðallagi. Fæstir voru þeir að tiltölu í Vík eða 11 færri en venja er til, en flestir á Akureyri 11 umfram meðallag. Úrkoma á Hrauni á Skaga mældist 64.3 mm og á Seyðisfirði 87.5 mm. (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.