Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1949, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1949, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1949 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI September. Tíðarfarid var fremur óhagstætt á Suður-, Vestur- og Suðausturlandi. tírkomu- samt var og þurrkdagar fáir. Á Norður- og Norðausturlandi var tíð yfirleitt liagstæð til lands og sjávar, og hey hirtust vel. Á Norðausturlandi voru lengst af þurrkar frá 10.—25. september. Afli var rýr á Vestfjörðum en sæmilegur víðast annars staðar á landinu. Uppskera garðávaxta var fremur léleg. Þ. 1.—7. voru lægðir fyrir suiman land, og barst fremur hlýtt loft yfir landið og norður fyrir það. Vindur var nokkuð breytilegur, en austan og norðan átt tíðust. Hiti var frá 0°—4° yfir ineðallagi á þeim stöðvum, sem dagsmeðaltöl hafa. í Bolungar- vík var þó lítið eitt kaldara en venja er til. Þokur voru tíðar um norðan- og austan- vert landið. Þ. 1. og 2. var víða hvasst vestan lands og sums staðar stormur. Þ. 1. gerði úrhellisrigningu á Austurlandi, en úrkoma var mikil um allt land. Þ. 8.—10.: Þ. 8. var norðan átt ríkjandi og tiltölulega kaldasti dagur mánaðar- ins, iiiti 1°—3° undir meðallagi. Þ. 9. var enn kalt, en þ. 10. var hiti um meðallag. Þ. 9. og 10. var breytileg átt og bjartviðri víða um land. Þ. 11.—15. var lilýtt veður um allt land, liiti oftast 2°—3° yfir meðallagi. Hlýj- asti dagur mánaðarins var þ. 12. (Ak. 9° yfir meðallagi). Fyrstu dagana var suðlæg átt ríkjandi, en síðar var breytileg átt og hægviðri. Þ. 11. og 12. fóru alldjúpar lægðir norðaustur Grænlandshaf, og var víða storinur á Yesturlandi þ. 11. (Hbv. SSW 11), cn þ. 12. var hvassviðri eða stormur um allt norðan- og vestanvert landið (Flt. veður- hæð 10, Bol. SW 10, Hbv. SSW 11). Þ. 16.—26. fóru lægðir norðaustur Grænlandshaf. Þ. 16.—17. barst fremur kalt loft frá Grænlandi sunnan og suðvestan að landinu. Hiti var 0°—2° undir meðal- lagi sunnan lands og vestan. Á Norður- og Austurlandi var hiti hins vegar 0°—2° yfir meðallagi. Þ. 18.—26. var lengst af suðlæg átt og hlýtt um allt land. Frá 19.—24. var liiti að meðaltali 4°—5° yfir meðallagi. Vindur var oftast hægur. Þ. 22. var þó stormur á tveim stöðvum (Hbv. SW 10), og þ. 26. var sums staðar allhvasst. Þ. 27.—30. fóru lægðir til norðausturs yfir landið eða í námunda við það. Tvo fyrstu dagana var liiti um ineðallag og hvasst á stöku stað. Þ. 29.—30. var lengst af kalt loft yfir landinu. Hiti var að meðaltali 1 °—2 ° lægri en í meðalári. Úrkoma var mikil um allt land, og snjór i'éll víða um norðan- og austanvert landið. Hvassviðri eða stormur var á fáeinum stöðvum. Loftvœgið var 2.1 mb yfir meðallagi, frá 0.8 mb á Grímsstöðum að 3.5 mb í Vest- mannaeyjum. Hæst stóð loftvog á Raufarhöfn 1027.9 mb þ. 14. kl. 08, en lægst á Hólum 981.9 mb þ. 7. kl. 19. Hitinn var 1.7° yfir meðallagi á öllu landinu. Hlýjast var að tiltölu um norð- uustanvert landið, en þar var hitinn víðast 2°—2y2° yfir meðallagi. Á nokkrum stöðv- um á þessum slóðum var vik liitans frá ineðallagi meira en 2%°. Annars staðar á landinu var hitinn yfirleitt 1°—1/4° yfir meðallagi. Sjávarhitinn var 0.5° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu við Fagradal, 2.9° yfir meðallagi. Við Vestfirði var frekar kalt í sjó, um y2° undir meðallagi við Suðureyri og Kjörvog. Annars staðar var sjávarhiti 0.3°—0.8° yfir meðallagi. Úrkoman var meiri en í meðalári um sunnan- og vestanvert landið. Á þeim stöðv- um, sem úrkomuineðaltöl liafa á þessum slóðum, mældist úrkoinan til jafuaðar 40% umfram meðallag. Á Norður- og Austurlandi mældist úrkoman hins vegar 35% minni en venja er til. Að tiltölu mældist mest úrkoma í Kvígindisdal eða rösklega þreföld meðalúrkoma, en minnst á Teigarliomi, rösklega % af meðalúrkomu. Um sunnan- og vestanvert landið voru úrkomudagar nokkru fleiri en venja er til, en norðan lands og austan var fjöldi þeirra víðast lítið eitt undir meðallagi. Flestir voru úrkomudag- (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.