Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1950, Síða 1

Veðráttan - 01.01.1950, Síða 1
VEÐRÁTTAN 1950 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI _________________________________________________________j Janúar Tíðarfarið var fremur hagstætt landbúnaði, en gæftir voru mjög stopular. Mán- uðurinn var óvenju mildur, en mjög storma- og votviðrasamur. Samgöngur voru lengst af greiðar, enda var yfirleitt snjólétt. Afli var með minnsta móti. Þ. 1.—8. var austlæg átt ríkjandi. Hæð var norður og norðvestur af landinu og lægðir sunnan við land. Hvassviðri voru tíð og aftakaveður við suðvesturströndina þ. 7. og 8. (Þ. 3. Vm. E 12; þ. 4. Vík NE 10, Vm. E 11; þ. 5. Sg. E 10, Hól. E 10, Vík E 10, Ls. ESE 11, Vm. E 12; þ. 6. Vík NE 10, Vm. veðurhæð 12 og E 11; þ. 7. Vík E 10, Vm. E 14; þ. 8. Hmd. E 10, Hól. ENE 10 og NNE 10, Vík E 10, Vm. E 15 og ESE 12, Smst. E 10, Hæll ENE 10). Lengst af var tiltölulega milt. Þ. 7. var hitinn á öllu landinu þó 1° undir meðallagi, aðra daga var hann 2°—4° yfir meðallagi. Mikil úrkoma var um sunnanvert landið, og flesta dagana var einnig nokkur úrkoma norðan lands. Þ. 9.-22. var rnilt veður, en mjög úrkomusamt. Aðeins þ. 15.—-16. var nokkurn veginn þurrt um sunnanvert landið, og þ. 16.-—17. var yfirleitt þurrt norðan lands. Þ. 16. var hæðarhryggur yfir landinu. Þ. 9.—15. voru lægðir sunnanvert við landið, en þ. 17.-—22. fóru þær norðaustur Grænlandshaf. Áttin var lengst af austlæg eða suðlæg. Ekki var eins stormasamt og I byrjun mánaðarins, þó var livassviðri um allt land þ. 22. og við suðvesturströndina þ. 17. (Þ. 11. Vm. E 11; þ. 12. Vm. SW 11 og SE 10; þ. 17. And. SE 10, Hmd. SW 10, Vm. veðurhæð 10; þ. 20. Vm. S 10; þ. 22. Rvk. WSW 11 og SSW 10, Hmd. SSW 12, Lmhv. SW 10, Sðr. W 10, Krv. W 11, Hlh. WSW 10, Blds. SE 10, Skrl. SW 10, Sd. veðurhæð 10, Vm. SSE 11 og SW 12.) Hit- inn á öllu landinu var 2°—8° yfir meðallagi. Þ. 17. og 19. var hann 8° yfir meðallagi, og voru þessir dagar hlýjustu dagar mánaðarins. Þ. 23.—24. barst kalt loft frá Grænlandi inn yfir landið. Fvrri daginn var hiti um meðallag, en hinn síðari 1° undir því, og var sá dagur ásamt þ. 7. kaldasti dagur mánaðarins. Úrkoma var víðast hvar á landinu báða dagana og allhvöss vestlæg eða suðlæg átt. (Þ. 23. Vst. veðurhæð 10.) Þ. 25.—31. var hitinn 3°—7° yfir meðallagi. Lægðir voru lengst af sunnan og suðvestan við land. Vindur var lengst af suðlægur eða austlægur og mjög stormasamt. (Þ. 25. And. SW 10, Hmd. S 10, Sðr. SE 10 og SSE 10, Bol. SSW 11, Krv. SW 10, Vm. SSE 10, og SE 11; þ. 26. Rvk. SE 10, And. SE 10, Hsd. S 11, Dt. S 10 og SSE 10, Vm. SSE 11 og SE 12; þ. 27. Dt. SSE 10; þ. 28. Hmd. SE 10, Skrl. NE 10, Vin. SSE 12, S 11 og ESE 11; þ. 29. Dt. S 10; þ. 30. Rvk. SE 10, Vm. SSE 11 og S 11, Vst. veðurhæð 11; þ. 31. Hmd. og Sðr. veðurhæð 10, Vm. veðurhæð 11). Stöðug úr- koma var um sunnanvert landið. Loftvœgið var 2.3 mb yfir meðallagi á öllu landinu, frá 0.2 mb undir meðallagi á Reykjanesi að 5.9 mb yfir því á Dalatanga. Hæst stóð loftvog á Dalatanga þ. 16. kl. 20, 1024.7 mb, en lægst í Bolungarvík þ. 22. kl. 08, 966.7 mb. Hitinn var 3.7° yfir meðallagi á öllu landinu. Mildast var að tiltölu í innsveitum og með ströndum fram á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Á þessum slóðum var liitinn víðast 4°—5° yfir meðallagi. Heldur svalara var út við sjó um austan- og vestanvert landið. Þar var víðast rösklega 3° hlýrra en í meðalári. Kaldast var að tiltölu um mið- bik suðurstrandarinnar. Sjávarhitinn var 1.3° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu í sjó við Fagradal og Kjörvog, 1.7° yfir meðallagi, en kaldast við Grímsey og Vestmannaeyjar, 0.8° hlýrra en í meðalári. Urkoma var meiri en í meðalári á flestum þeim stöðvum, sem úrkomumeðaltöl hafa. Til jafnaðar var úrkoman á öllu landinu 2/6 umfram meðallag. Tiltölulega þurrt (1)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.