Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.01.1951, Page 4

Veðráttan - 01.01.1951, Page 4
J anúar Veðráttan 1951 Sólskin. Duration of sunshine. Meðalhiti C°. Mean temperature. Klukkau Time 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 Meðaltal Mean Reykjavík -1.8 -1.4 -1.4 1 -1.5 -1.5 -1.1 -0.9 -1.2 -1.5 -1.6 -1.7 -1.6 -1.4 Bolungarvík -2.8 -2.9 -2.7 -2.7 -2.7 -2.6 -2.6 -2.5 -2.7 -2.8 -2.6 -2.6 -2.7 Akureyri -3.6 -3.6 -4.3 [ -4.0 -3.7 -3.0 -3.2 -3.3 -3.6 -3.2 -3.0 -3.2 -3.5 Þoka var fátíð. Aðeins í Reykjavík, á Lambavatni og á Grímsstöðum voru fleiri þokudagar en venja cr til. Þ. 17. var þoka á 7 stöðvum og átta aðra daga var þoka á 1-3 stöðvum. Vindar milli norðurs og suðausturs voru tíðari en venja er til, en sunnan- suð- vestan- og vestanátt var tiltölulega fátíð. Logn var heldur oftar en í meðalári, en veð- urhæð í rösku mcðallagi. Stormdagar voru færri en í meðallagi á flestum stöðvum, sem meðaltal hafa. Þó voru fleiri stormdagar, en venja er til í Vestmannaeyjum, Gunn- hildargerði, Reykjavík og á Lambavatni. Um storm var getið 23 daga. Þ. 11., 16., 20., og 23.-24. var stormur á 4-5 stöðvum, en aðra daga var aðeins getið um storm á 1-3 stöðvum. Snjðlag var 79% á öllu landinu. Á þeim stöðvum sem meðaltöl liafa, var snjó- lag til jafnaðar urn það bil x/6 meira en í meðalári. Norðan lands var alls staðar snjó- þyngra en venja er til. Hagar voru 59% á öllu landinu. Hagar voru yfirleitt lélegri en í meðalárferði. Norðan lands var víða haglaust með öllu, en fáeinar stöðvar austan lands og sunnan töldu haga betri en í meðalári. Sólskinið í Reykjavík mældist 19.7 stundum lengur en meðaltal 20 ára, sólskin mældist þar 13 daga, mest á dag 4.0 klst. þ. 22. Engar sólskinsmælingar voru gerðar á Akureyri. Snjóflðð og skaðar af völdum veðurs. Þ. 13. féll snjóflóð í Ljósavatnsskarði og braut staura í háspennulínu. Um sama leyti féllu snjóflóð víða í Eyjafirði. Þ. 18. féll snjóflóð á beitarliús frá Hjarðarhaga á Jökuldal og drap 37 ær. Þ. 20. strandaði brezkur togari við Skaftárósa, en losnaði af eigin rainmleik. Þ. 24. sprakk krapastífla í Ytri- Rangá, og fór allur Þykkvihær undir vatn. Nokkrar skemmdir urðu í Miðkoti, og vegir voru torfærir um liríð vegna jakaliranna. Aðfaranótt þ. 29. lenti fjöldi fólks í hrakningum á Hellisheiði og í nágrenni Reykjavíkur. Þ. 31. fórst flugvélin Glitfaxi út af Vatnsleysuströnd og með henni 20 manns, farþegar og áhöfn. Jarðskjálftar. Þær breytingar verða nú gerðar á kaflanum um jarðskjálfta í mán- aðarheftum Veðráttunnar, að aðeins verður getið þeirra jarðliræringa, sem fundizt hafa á íslandi. Fyrirhugað er, að í ársyfirlitum Veðráttunnar verði nánar gerð grein fyrir jarðskjálftamælingum á íslandi. Engir jarðskjálftar fundust á íslandi í janúar 1951. (4) Gutenberg.

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.