Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1951, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.1951, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1951 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Febrúar Tíðarfarið var óhagstætt, snjóþyngsli mikil nema um miðbik Yesturlands og samgöngur oft mjög erfiðar. Gæftir voru sæmilegar sunnan lands, en yfirleitt lélegar annars staðar. Afli var tregur. Fyrstu f jóra daga mánaðarins var hiti nálægt meðallagi, þó var 3 ° kaldara en í meðal- ári þ. 3., en annars var hiti frá meðallagi að 1° undir því. Þ. 1. fór djúp lægð norður með austurströndinni, en síðan var víðáttumikið lægðasvæði sunnan við landið. Vind- átt var breytileg og sums staðar livasst (þ. 1. Rh. NE 10, Dt. WNW 10; þ. 2. Sd. SW 12, Dt. WNW 10). TJrkoma var alla dagana, snjór eða slydda. Þ. 5.—6. gerði asahláku um allt land með mikilli úrkomu um austanvert landið. Síðan var fremur hlýtt í veðri fram til þ. 12. Hiti var 1°—3° yfir meðallagi, nema dagana 6. og 11., en þá var liiti 6° yfir meðallagi. og voru það tiltölulega hlýjustu dagar mánaðarins. Þ. 5.—7. var lægðasvæði sunnan við land og allkröpp lægð við suðurströndina þ. 6. Hvöss austan eða norðaustan átt var um allt land þ. 6. og að- faranótt þ. 7. (þ. 6. Vm. E 10; þ. 7. Tgh. N 11). Þ. 8. og 9. þolcaðist lægðasvæðið austur á bóginn, en hæðarhryggur var vestan við land. Vindur snerist til norðurs og varð allhvasst þ. 9. (Vm. NNW 10). Norðan lands var snjókoma, en yfirleitt þurrt veður syðra. Þ. 10.—12. var víðast hæg og breytileg átt, en nokkur úrkoma, einkuin um sunnanvert landið. Um miðjan mánuðinn þ. 13.—15. var lieldur kaldara. Hiti var frá meðallagi að 2° undir því. Þ. 13.—14. hélzt áfram hægviðri og víðast var úrkomulítið, en þ. 15. nálgaðist lægð úr suðvestri. Vindur snerist til suðausturs og varð livass við suður- ströndina (Vm. E 10). Þ. 16.—19. var lægðasvæði sunnanvert við land, vindur aust- lægur og stundum allhvass (þ. 16. Vm. E 12 og þ. 18. Vm. E 10). Hiti var frá ineðal- lagi að 3° yfir því. Nokkur snjókoma var þessa daga. Aðfaranótt þ. 20. gerði norðan hvassviðri með mikillisnjókomuum allt land, og liélzt harðindakafli til þ. 26. (Þ. 20. Blds. N 10, Hól. N 10 og Vm. NNE 12; þ. 21. Vm. NNE 11). Þ. 20.—21. var hæð yfir Grænlandi, en lægð austan við land. Heldur dró úr veðrinu þ. 21., en þ. 22. olli lægð, sem myndaðist við suðurströndina austan og norðan hvassviðri með snjókomu um land allt (Vm. E 13). Þ. 23. var vindátt enn milli norðurs og austurs (Vm. E 11) og víða snjókoma, en þ. 24.-26. var yfirleitt hæg breytileg átt og víða þurrt veður. Kaldasti dagur mánaðarins var þ. 24., hiti 6° undir meðallagi, hina dagana var hiti frá meðallagi að 3° undir því. Þ. 27.—28. gerði aftur hláku og var 3°—4° hlýrra en í meðalári. Þ. 27. fór lægð austur með norðurströndinni, og þ. 28. fór önnur lægð norður Grænlandshaf. Vindur var milli suðurs og vesturs og mikil rigning nema á Norðausturlandi. Loftvœgið var 2.4 inb undir meðallagi á öllu landinu, frá 0.9 mb í Bolungarvík að 3.6 mh á Hólum. Hæst stóð loftvog í Bolungarvík, 1028.8 mb þ. 9. kl. 21—23, en lægst 956.3 mh á Dalatanga þ. 1. kl. 15. IJitinn á öllu landinu var 0.5° yfir meðallagi. Á Suðvesturlaudi var yfirleitt held- ur kaldara cn í meðalári. Á Norðurlandi var hiti víða um það bil 1° yfir ineðallagi, en í Möðrudal var þó 0.8° kaldara en venja er til. Annars staðar á landinu var yfir- leitt heldur hlýrra en í meðalári. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.3° yfir meðallagi. Kaldast var að tiltölu við Stykkishólm, 0.7° undir ineðallagi, en hlýjast við Fagradal, 1.1° yfir meðallagi. Urkoman á öllu landinu mældist rösklega % af meðalúrkomu. Úrkoma mældist minni en í meðallagi á öllum stöðvum, sem meðaltöl hafa, nema í Vík og á Eyrarbakka. Mest mældist úrkoman á Eyrarbakka 1/5 umfram ineðallag, en minnst í Stykkishólmi */3 af meðalúrkomu. Úrkoinudagar voru yfirleitt færri en í meðalári uin vestanvert (5)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað: Febrúar (01.02.1951)
https://timarit.is/issue/230214

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Febrúar (01.02.1951)

Aðgerðir: