Veðráttan - 01.03.1951, Blaðsíða 4
Marz
Veðráttan
1951
Sólskin. Duration of sunshine.
Klukkan Time 345 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Snmtala Total
Reykjavík Stundir Ilourt — — w 3.2 10.1 16.0 19.4 19.0 19.6 18.5 17.1 14.4 13.5 10.3 2.1 W — — 163.2
% — — r> 15 33 52 63 61 63 60 55 46 44 33 10 w — — 45.2
Meðalhiti C°. Mean temperature.
Klukkan Time 2 4 6 • 10 12 14 16 18 20 22 24 Meðaltal Mean
Reykjavik -3.8 -4.1 -4.1 -3.8 -2.8 -1.8 -1.4 -1.6 -2.2 -3.1 -3.5 -3.7 -3.0
Bolungarvík -3.5 -3.8 -4.3 -4.1 -3.8 -3.0 -3.1 -3.3 -3.8 -4.0 -3.9 -3.6 -3.7
Akureyri -5.6 -5.5 -5.6 -5.4 -4.7 -3.7 -3.3 -3.7 -4.8 -5.4 -5.6 -5.9 -4.9
sem athugað var á bœði árin. í innsveitum og við suðvesturströndina var 3°—4° kaldara
en í meðalári, en með ströndum fram var hitinn yfirleitt 2°—2%° undir meðallagi.
Sjávarhitinn var 0.5° undir meðallagi, frá 0.3° yfir meðallagi við Fagradal að 1.5°
undir því við Reykjavík. Kaldast var í sjó að tiltölu við vesturströndina.
Úrkoma var mjög lítil sunnan lands, innan við helming þess sem venja er til.
Norðan lands mældist víðast meiri úrkoma en í meðalári. Mest mældist úrkoman að
tiltölu á Akureyri, tæplega þreföld meðalúrkoma, en minnst í Vík, tæplega % af meðal-
úrkomu. tJrkomudagar voru mun færri en venja er til sunnan lands. Fæstir að tiltölu
voru þeir í Reykjavík og Vík, 10 færri en í mcðalári. Um allt norðanvert landið voru
úrkomudagar fleiri en venja er til. Flestir voru þeir að tiltölu á Dalatanga, 13 umfram
meðallag. Urkoman í Stóra-Botni mældist 24.9 mm, á Hrauni á Skaga 51.5 mm og á
Seyðisfirði 429.0 mm.
Þoka var mjög fátíð. Um þoku var getið 5 daga, en aðeins á einni stöð hvern dag.
Vindar milli norðvesturs og norðausturs voru tíðari en venja er til og var norð-
austanátt tiltölulega lang tíðust. Vindar milli suðausturs og suðvesturs voru tiltölulega
fátíðir. Logn var lieldur sjaldnar en í meðalári og veðurhæð um það bil y2 stigi hærri
en venja er til. Um storm var getið 22 daga. Þ. 5. var stormur á 15 stöðvuin, þ. 1., 2.,
4. og 6. á 5—7 stöðvum, þ. 11. á 4 stöðvum, og þ. 13. á 7 stöðvum. Dagana 21.—23. var
stormur á 2—4 stöðvum, en aðra daga var aðeins talinn stormur á einni stöð hvern dag.
Snjólag var 91% á öllu landinu. Snjóþyngsli voru með afbrigðum mikil um allt
norðanvert landið, en alls staðar var snjór meiri en í meðalári. Til jafnaðar var snjólag
talið 36% umfram meðallag á þeim stöðvum, sem meðaltal hafa.
Hagar voru 24%. Þeir voru taldir lélegir nema á stöku stað um vestanvert landið.
Hagar voru mun lélegri en í meðalári á öllum stöðvum, sem meðaltal hafa.
Sólskinið í Reykjavík mældist 61.9 klst. lengur en meðaltal 20 ára. Sólskin mældist
þar 26 daga, mest á dag 11 y2 klst., þ. 31.
Skaðar og hrakningar af völdum veðurs. Þ. 5. tók mann út af v/b Sævari við
Yestmannaeyjar og drukknaði hann, einnig drukknaði maður af togaranum Hallveigu
Fróðadóttur í sama veðri. V/b Ásbjörg frá Höfðakaupstað strandaði við Eyjarey.
Áhöfninni var bjargað eftir langt volk. Y/b Ægi rak á land við Hellissand og gerónýttist
hann. Grundarfjarðarbátar urðu fyrir áföllum. V/b Runólfur brotnaði ofan þilja og
meiddist skipstjórinn illa. Þök tók með öllu af tveimur húsum á Húsavík og þök
tveggja annarra skemmdust. Þ. 7. strandaði v/b Steinunn gamla við Grindavík, en náð-
ist út aftur. Þ. 12. tók tvo menn út af Einari Þveræingi og drukknuðu báðir. Þ. 11.
var piltur frá Sandgerði hætt kominn, er hann rak til hafs á árabáti. Þ. 19. strand-
aði v/b Ægir (AK 183) við Eyrarbakka, áhöfninni var bjargað, en báturinn eyði-
lagðist. Þ. 15. hlóðst svo mikil ísing á símalínur í Hornafirði, að staurar brotnuðu unn-
vörpum og símalínur kubbuðust í sundur. Miklar símabilanir urðu einnig á Ströndum
og Héraði. Þ. 20. var færeyskri skútu bjargað nauðuglega við Vestmannaeyjar.
(12)
Gutenberg.