Veðráttan - 01.12.1953, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1953
MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI
Desember
Tíöarfariö var óvenju milt, en umhleypingasamt. Snjór var lítill, en jörð mjög
blaut. Á stöku stað sáust útsprungin blóm. Samgöngur voru greiðar. Gæftir voru
tregar, en afli lengst af sæmilegur.
Dagana 1.—4. var kalt í veðri. Þ. 3. var 4° kaldara en í meðalári, og var það
kaldasti dagur mánaðarins. Hina dagana var hiti 1°—2° undir meðallagi. Snjókoma
eða slydda var um allt land þ. 1. og 2., en þ. 3. og 4. voru aðeins él á stöku stað.
Þ. 1. nálgaðist djúp lægð suðurströndina, og hvessti þá af austri og norðaustri
(Vm. E 12). Hina dagana var vindur hægari.
Djúp lægð fór norður Grænlandshaf þ. 5.—6., og sunnan og suðvestan hvass-
viðri bar hlýtt loft inn yfir landið (Þ. 5. Vm. S 10 og SW 11, Smst. vh. 10; þ. 6.
Rh. SW 10, Gltv. W 10, Krv. WSW 10, Gr. W 10, Sd. SW 10 og WSW 12, Þrv.
SSW 11, Dt. SW 12, Skrk. SW 10, Vm. SW 11 og SSW 10). Hiti var 4°—6° yfir
meðallagi. Á Norðausturlandi var að mestu þurrt, en í' öðrum landshlutum var
rigning eða slydda. Síðan hélzt hlýindatíð að heita má óslitið til áramóta. Að-
eins þ. 24. var kaldara en í meðalári, hiti 1° undir meðallagi. Þann dag var lægða-
svæði austan við land, en hæðarhryggur yfir landinu. Þ. 23. var lægðasvæði yfir
landinu, en alla aðra daga voru lægðir á hreyfingu norður eftir Grænlandshafi og
vindur yfirleitt milli suðausturs og suðvesturs.
Dagana 9., 13. og 17. var hiti 7° yfir meðallagi, og voru það tiltölulega hlýj-
ustu dagar mánaðarins. Aðra daga, frá 7. til 19., var 3°—6° hlýrra en í meðalári.
Frá 20. til mánaðarloka var lengst af heldur kaldara en fyrr í mánuðinum. Þ. 29.
og 31. var þó hiti 5°—6° yfir meðallagi, en aðra daga, að þ. 24. undanskildum,
var 1°—3° hlýrra en í meðalári. Á Norðausturlandi var úrkomulítið, en í öðrum
landshlutum voru stöðugar úrkomur. Þ. 24. var þó víðast þurrt og sums staðar
bjart veður. Mest var úrkomumagnið dagana 7.—17., og þá daga voru hvassviðri
tíð. Þ. 16. og 17. var hvassviðri um allt land, en þá fór mjög djúp lægð norður
Grænlandshaf. (Þ. 7. Sd. WSW 12; þ. 8. Vm. S 10; þ. 11. Dt. SSE 11; þ. 12. Vm.
S 10 og SSE 11; þ. 13. Vm. S 10; þ. 15. Vm. E 12; þ. 16. Rvk. SSE 10, Sth.
SSE 11, Lmbv. vh. 10, Skrl. vh. 10, Sd. SW 11, Þrv. S 10, Hof SSW 10, Mðrd.
S 11, Dt. S og SW 12, Skrk. SSW 10 og S 11, Vm. SSE 13 og S 11, Vst. vh. 11;
þ. 17. Sd. S 10, Dt. SW og S 10, Skrk. S 11, Vm. S 11, Vst. vh. 11). Þ. 18,—28.
var vindur yfirleitt heldur hægari, en suma dagana var þó stormur á nokkrum
stöðvum. (Þ. 19. Gltv. ESE 10, Vst. vh. 11; þ. 21. Vm. E 12; þ. 22. Vm. SSW 13;
þ. 25. Vm. SE 11, Kvk. SSE 10; þ. 26. og 27. Vm. W 10), en þ. 29. fór djúp lægð
norður Grænlandshaf og olli sunnan og vestan hvassviðri um allt land þ. 29.—30.,
en þ. 31. lægði veðrið. (Þ. 29. Rvk. S og SSW 10, Arn. WSW 10, Hsd. WSW 11,
Sth. SW 10, Fl. WSW 10, Rh. W 10, Kvgd. W 10, Sðr. vh. 11, Hbv. SW 10, Krv.
WSW 12, Sg. SSW 10, Gr. W 10, Sd. SW 11, Rfh. WSW 10, Ls. WSW 10, Vm.
SW, WSW og W 11, Smst. vh. 10, Kvk. WSW 11, Vst. vh. 10; þ. 30. Rvk. WSW
og W 12, Hsd. W 11 og WNW 12, Sth. W 10, Fl. W 11 og WSW 10, Rh. W/10,
Lmbv. vh. 10, Hlh. W 10, Sg. WSW 10, Rfh. W 11, Ghg. W 10, Dt. NW 10, Skrk.
SW 10, Ls. W 10, Vm. W 13, Smst. vh. 10, Rkn. WSW 10, Kvk. W og WNW 10,
Vst. vh. 11; þ. 31. Vm. SW 10).
Loftvœgiö var 4.2 mb undir meðallagi, frá 1.2 mb á Djúpavogi að 8.6 mb í
Bolungarvík. Lægst stóð loftvog í Vestmannaeyjum þ. 1. kl. 13—16, 965.0 mb, en
hæst á Djúpavogi þ. 28. kl. 12, 1017.7 mb.
Hitinn var 3.7° yfir meðallagi, og er þetta hlýjasti desembermánuður síðan
(45)