Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1955, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Marz Tíöarfar var talið sæmilegt, þó að víða væri haglítið. Gæftir voru mjög misjafnar, en afli góður og sums staðar ágætur. Togaraafli glæddist, er líða tók á mánuðinn. Fyrstu þrjá daga mánaðarins var yfirleitt suðvestan- og vestanátt ríkjandi hér á landi með slyddu eða snjókomu. (Þ. 1. Sd. WSW 12, Ghg. vh. 10, Vm. WSW 10, SW 10; þ. 2. Sd. SW 10, Fgdl. SW 10, Skrk. SSW 12, Vm. N 10; þ. 3. Vm. WNW 10). Yfir landinu og fyrir vestan það var lægðasvæði, sem hreyfðist smám saman norðaustur á bóginn. Mikið háþrýstisvæði var sunnanvert við landið dagana 4.—8. Þá daga var hlýtt og hæglátt veður. Nokkur úrkoma var um vestanvert landið alla þessa daga, og rigndi allmikið um sunnanverða Vestfirði þ. 4. Hitinn þ. 1.—3. og 8. var frá meðal- lagi að 1° yfir því, en þ. 4. og 6.—7. var 3°—5° hlýrra en venja er til. Þ. 5. var hit- inn hæstur í mánuðinum að tiltölu, 7° yfir meðallagi. Dagarnir frá 9.—14. einkenndust af vindum milli suðurs og vesturs og rigningu eða slyddu sunnan lands og vestan. Einkum rigndi þ. 9. og þ. 13. á Vestfjörðum. Þessa daga fór hver lægðin á fætur annari norður Grænlandshaf, og var hvasst með köflum (þ. 10. Krv. WSW 10, Sðkr. SW 10, Sd. SW 11, Vm. SSW 10; þ. 11. Gr. W 10, Sd. WSW 10; þ. 12. Skrk. SW 11, Vm. W 10; þ. 13. Hmd. S 10; þ. 14. Krv. W 10, Sd. SW 11, Skrk. S 11). Þessa daga var hitinn 2°—6° hærri en i meðalári. Þ. 15.-20. var vindátt yfirleitt norðlæg og kalt í veðri (þ. 20. Hval. N 10, Vm. NNE 10, N 10). Hitinn var 9° lægri en i meðalári þ. 20., og var það kaldasti dagur mánað- arins, en aðra daga þessa tímabils var hitinn 1°—4° undir meðallagi. Yfir Grænlandi var háþrýstisvæði, en lægð norðaustur í hafi. Dagana 21.—26. hreyfðist lægð vestur á bóginn djúpt suður i hafi. Olli hún austan- og norðaustanátt um allt land (þ. 21. Hbv. NE 10, Krv. NE 10; þ. 22. Hbv. E 10, ENE 10, Vm. E 12; þ. 23. Hbv. NE 10, Vm. E 11; þ. 24., 25. og 26. Vm. E 11). Hitinn þessa daga (21.—26.) var frá meðallagi að 3° undir því. Allt tímabilið frá 15.—26. var nokkur úrkoma dag hvern um norðanvert landið, en hverfandi lítil sunnan lands. Dagana 27. og 28. færðist hæð suður yfir landið. Var hægviðri og þurrt þá daga. Þ. 27. v«ir hitinn 1° undir meðallagi, en daginn eftir var 1° hlýrra en venja er til. Há- þrýstisvæðið, sem áður er nefnt, færðist suðaustur fyrir land, og hlýtt loft barst inn yfir landið með suðvestlægri átt (þ. 30. Skrk. S 10, SW 10). Var 6° hlýrra en i meðal- ári síðustu þrjá daga mánaðarins. Yfirleitt var skýjað veður þessa daga, en úrkoma litil. Loftvægi var 12.8 mb yfir meðallagi, frá 11.8 mb á Galtarvita að 14.5 mb á Reykja- nesi. Hæst stóð loftvog á Sauðárkróki þ. 16. kl. 19, 1037.5 mb, en lægst í Grimsey þ. 1. kl. 1, 967.8 mb. Hitinn var 0.8° yfir meðallagi á öllu landinu. Á Norðausturlandi var hiti um meðal- lag eða lítið eitt undir þvi. Á Suðvesturlandi og um miðbik Norðurlands var yfirleitt rösklega 1° hlýrra en venja er til, en annars staðar á landinu var hiti % °—1° yfir meðallagi. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.3° undir meðallagi, frá 0.2° yfir meðallagi við Kjörvog að 1.1° undir þvi við Teigarhorn. Sjávarhiti við Gróttu við Seltjarnarnes mældist 2.0° og við Grindavík 5.7°. Úrkoman á öllu landinu var 30% neðan við meðallag. Um austanvert landið mældist úrkoman innan við helming þess, sem venja er til. Á Vestf jörðum var úrkoman nálægt 50% umfram meðallag, og á stöku stað um suðvestanvert landið náði hún meðallagi. Mest var úrkoman að tiltölu á Suðureyri, 1% af meðalúrkomu, en minnst á Teigar- horni, % af meðalúrkomu. Úrkomudagar voru heldur fleiri en í meðalári á Vestur- landi, en yfirleitt færri en venja er til annars staðar á landinu. Úrkoman í Stóra- Botni mældist 46.1 mm, á Eyrarbakka 89.7 mm og í Grindavík 46.8 mm. Þoka var yfirleitt fátíðari en í meðalári, nema helzt á Suðurlandi. Þ. 5. var þoka á 11 stöðvum, þ. 10. og 31. á 6—8 stöðvum, og 16 daga var þoka talin á 1—4 stöðvum. Vindar milli suðvesturs og norðvesturs voru tíðari en venja er til, en norðaustan- átt var tiltölulega fátíð. Logn var sjaldnar en venja er til og veðurhæð í rösku meðal- lagi. Stormdagar voru ýmist heldur færri en I meðalári, eða um meðallag. Þó voru (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.