Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1955, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI September Tíöarfariö var yfirleitt hagstætt. Þó var úrkomusamt fyrri hluta mánaðarins á Suður- og Vesturlandi, en þar gerði þurrk um miðjan mánuðinn og hirtust þá víða hey að fullu. Heyfengur varð mjög rýr á óþurrkasvæðinu öllu, en norðan lands og austan var heyfengur með ágætum. Uppskera úr görðum var allmisjöfn, en þó yfirleitt léleg. Gæftir voru stirðar fyrri hluta mánaðarins. Afli báta var æði misjafn, en togarar öfluðu vel síðari hluta mánaðarins. Fyrstu tvo daga mánaðarins var vestan- og suðvestanátt og lægðasvæði norðvestan við landið, en dagana 3.—7. fór hver lægðin á fætur annarri norðaustur yfir vestanvert landið. Var þá oft tvíátta, norðlæg átt á Vestfjörðum, en suðvestan- og sunnanátt annars staðar. Alla þessa daga var nokkur rigning um sunnan- og vestanvert landið. Dagana 3., 5. og 6. rigndi lítils háttar á Norðausturlandi og Austfjörðum, en aðra daga var þurrt í þessum landshlutum. Þ. 5. var hitinn 2° lægri en i meðalári, og var það kaldasti dagur mánaðarins miðað við meðallag. Aðra daga fram til þ. 7. var hiti frá 1° undir meðallagi að 1° yfir því. Vindur var milli austurs og suðvesturs dagana 8.—12. og oft hvass við suðurströnd- ina (Vm. þ. 8. E 10, ESE 10; þ. 9. ESE 10). Alla þessa daga var nokkur rigning um allt land. Einna minnst var hún norðaustan lands. Hitinn var frá 1° undir meðallagi að 2° yfir því. Þ. 9. og 11. fóru lægðir norðaustur yfir landið. Dagana 13.—23. var vindur milli norðurs og austurs. Fyrir norðvestan og norðan land var háþrýstisvæði, en suður og suðaustur í hafi voru víðáttumiklar lægðir. Var oft hvassviðri við suðurströndina og á Vestfjörðum (þ. 15., 16. og 18. Vm. E 10; þ. 19. Vm. E 11; þ. 20. Vm. ENE 12; þ. 21. Rh. NE 10, Lmbv. vh. 10, Æð. NE 10, Vm. E 13). Þ. 13. og 14. var þurrkur sunnan lands, og fram til þ. 17. var yfirleitt þurrt við Faxa- flóa og Breiðafjörð, en annars staðar var rigning eða súld dag hvern. Þ. 23. nálgaðist lægð suðurströndina. Hiti var 3° hærri en í meðalári, og var það hlýjasti dagur mán- aðarins að tiltölu, en þ. 13.—22. var hiti frá 1° undir meðallagi að 2° yfir því. Dagana 24.—26. fór lægð austur með suðurströndinni og síðan norðaustur fyrir land. Vindur varð norðlægur eða norðvestlægur með lítils háttar rigningu eða slyddu norðan lands og á Vestfjörðum. Hiti var frá meðallagi að 1° yfir því. Þ. 27. snerist enn á ný til suðvestan- og sunnanáttar vegna lægðar, sem fór norður Grænlandshaf (þ. 28. Krv. WSW 10, Sd. WSW 10, Mðrd. SW 10, S 10, Vst. SE 10; þ. 30. Skrk. vh. 10). Lægðin fór síðan norðaustur yfir landið, og var komin norðanátt um allt land að morgni þ. 30. Þrjá fyrstu dagana (27.—29.) var rigning sunnan lands og vestan, en þ. 30. var víðast þurrt á Suðurlandi, en lítils háttar úrkoma nyrðra. Hitinn var 2° yfir meðallagi þ. 27. og 28., en frá meðallagi að 1° undir því tvo síðustu daga mánaðarins. LoftvœgiÖ var 9.2 mb undir meðallagi, frá 8.7 mb á Galtarvita að 9.7 mb í Vest- mannaeyjum. Hæst stóð loftvog á Hornbjargsvita þ. 14. kl. 10, 1024.0 mb, en lægst í Stykkishólmi þ. 4 kl. 11, 971.2 mb. Hitinn var 0.6° yfir meðallagi á öllu landinu. Á Norðausturlandi og Austfjörðum var yfirleitt 1°—2° hlýrra en venja er til, en í öðrum landshlutum var vik hitans frá meðallagi innan við 1°. Víðast var heldur hlýrra en í meðalári. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.2° undir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu í sjó við Fagradal, 1.5° yfir meðallagi, en kaldast við Raufarhöfn, 1.3° undir meðallagi. Sjávarhiti við Gróttu mældist 8.3° og við Grindavík 9.7°. Xfrkoman á öllu landinu var um meðallag. Um vestanvert landið mældist víða heldur meiri úrkoma en i meðalári. Við Faxaflóa var þó yfirleitt heldur minni úrkoma (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.