Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.01.1957, Side 2

Veðráttan - 01.01.1957, Side 2
JANÚAR VEÐRÁTTAN 1957 Bjart sólekin (klst.)- Duration o/ bright sunshlne (hours). Þoka var víðast fátíðari en venja er til. Þ. 1. var þoka á 12 stöðvum og þ. 13. á 7 stöðvum. Fimm daga taldist þoka á 1—3 stöðvum. Vindar milli suðausturs og vesturs voru tíðari en í meðalári og suðvestanátt tíðust að tiltölu. Vindar milli norðurs og austurs voru tiltölulega fátiðir. Logn var sjaldnar en venja er til og veðurhœð hálfu stigi meirl en í meðalári. Stormdagar voru taldir fleiri en i meðal- ári á öllum stöðvum, sem meðaltöl hafa, nema Gríms- stöðum. Þar var aldrei getið um storm. Þrumur voru óvenju tíðar. Greint var frá þrumum i skýrslum athugunarmanna, sem hér segir: Þ. 3. Vík; þ. 4. Vik, Lf., Vst.; þ. 5. Lmbv., Kbkl., Vm.; þ. 6. Kbkl.; þ. 7. Kbkl., Jaðar; þ. 19. Hól.; þ. 20. Vík; þ. 22. Kbkl.; þ. 23. Tgh., Kbkl., Vík, Smst., Jaðar; þ. 24. Rvk., Hól., Eyrb., Kvk.; þ. 25. Hól.; Þ. 30. Hlst., Tgh. Snjólag var til jafnaðar 56% á öllu landinu. Snjór var talinn meiri en i meðalári á þeim stöðvum, sem meðaltöl hafa, frá Vík að Lambavatni. 1 öðrum lands- hlutum voru minni snjóalög en venja er til. Hagar voru 78%. Sunnan lands og vestan voru þeir yfirleitt lélegri en í meðalári, en betri en venja er til á Norður- og Austurlandi. SkaÖar. Þ. 2. fórst bv. Goðanes við Færeyjar. Skip- stjórinn drukknaði, en öðrum var bjargað. Þ. 6. lentu tvær flugvélar í hrakningum vegna veðurs. Þ. 8. drukkn- aði skipverji af vb. Maí frá Vestmannaeyjum. Miklir skaðar urðu í ofviðrinu þ. 14. Mest varð tjónið á Vest- fjörðum og Norðurlandi. Útihús fuku á Vífilsmýrum í önundarfirði, maður meiddist, og vörubifreið fauk út af vegi í grennd við bæinn. Á nokkrum öðrum bæjum í Önundarfirði urðu heyskaðar og skemmdir á húsum. Á Geirseyri, Flateyri og Þingeyri varð einnig tjón á mann- virkjum. Vb. Freyju rak á land í Súgandafirði, og bátar á höfninni á Isafirði skemmdust. Þak tók af fjárhúsi og hlöðu þar í grenndinni. 1 Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýsl- um urðu einnig miklir skaðar. 1 Grímsey gróf brim und- an olíugeymi 60 m frá sjó og færði geyminn úr stað. Á Ólafsfirði skemmdust olíuleiðslur, og 200 þús. lítrar af olíu runnu í sjóinn. 1 Ljósavatnsskarði og Fnjóskadal skemmdust útihús, og hey fuku. Hafnargarðurinn í Hris- ey skemmdist. Nokkurt tjón varð á Siglufirði og i Flat- ey. Þ. 16. varð umferðarslys af völdum hálku á Blönduósi, og sama dag var maður nærri orðinn úti I Oddskarði. Þ. 17. urðu aftur margvíslegir skaðar af sjógangi og veðurofsa á Vestur- og Norðurlandi. Brimið braut steinsteypta varnargarða á Flateyri, og sjór flæddi inn í kjallara húsa. Fiskvinnsluhús fauk, stórskemmdir urðu á skreiðarhjöllum og fiski- mjöl eyðilagðist í geymslum i þorpinu. Útihús fuku í Skápadal í Patreksfirði, og nokkrar skemmdir urðu á öðrum bæjum þar. Þinghúsið í Gufudal í Barðastrandarsýslu fauk af grunni og brotnaði i spón. Vegur sópaðist burt á alllöngum kafla á Rauðasandi, og víðar á Vestfjörðum braut brimið vegi. Á Suðureyri varð mikið tjón á hafnarmannvirkjum og húsum, og í Bolungarvik urðu nokkrar skemmdir. Á Isafirði fór hafnarbakki og bryggjur i kaf, og skemmdir urðu á bátum. Bryggja brotnaði á Arngerðareyri. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum á Straumnesfjalli og i Aðalvík. Á Reykjanesi og Gilsbakka á Strönd- um fuku hlöður. Bátur tókst á loft úr vetrarstæði á Kjörvogi, fauk til, og skemmdist nokkuð. Þak gistihúss í Haganesvík fauk og einnig þak af samkomuhúsi í Berufirði. Stórt fjárhús fauk i heilu lagi á Lundi i Holtshreppi. Víða fuku hey og þakjárn af húsum, og síma- og raflínur slitnuðu. Vb. Fjölnir strandaði við Rifshöfn og skemmdist lítið eitt, og vb. Báran frá Vopnafirði slitnaði upp og eyðilagðist. Brim braut sjóvarnargarð á Álfta- nesi, nokkrir bæir urðu umflotnir sjó, og grjót barst á tún. Þ. 22. sló eldingu niður í simstöð á Seljalandi undir Eyjafjöllum, og urðu þar nokkrar skemmdir. Þrumuveðrið olli nokkrum skemmdum á símatækjum víðar í Rangárþingi. Þ. 24. sló eldingu niður í Þorlákshöfn og spennustöð eyðilagðist. Þ. 25. skemmdist dráttarbraut Keflavíkur af eld- ingu. Þ. 27. tók mann út af vb. Þórði Ólafssyni, og drukknaði hann. Þ. 28. varð stúlka úti á Keflavíkurflugvelli. Á Vatnsnesi meiddist kona er bifreið, sem hún ók, rann á hálku. Flugturnarnir á Reykjavikurflugvelli og Keflavíkurflugvelli skemmdust báðir. Þakjárn fauk af húsum á Siglufirði og í Hornafirði. I Hornafirði brotnuðu einnig margir síma- staurar. Frá 21. til mánaðarloka slitnuðu oft síma- og rafmagnslínur sunnan lands og vestan vegna snjóþunga. Margir staurar brotnuðu í Þingvallasveit þ. 23. Reykja- Akur- Hallorms- Dags. vík eyri staOur i. 2.3 2. 3. 4. 5. 6. 1. s. o.i 9. 1.1 10. 11. 12. 13. 14. 0.3 15. , , 16. 17. 18. , , 19. , , 20. 0.2 , , 21. 0.4 0.3 22. ,, 23. ,, 24. ,, 25. , , 26. 27. 3.1 28. 29. 30. 31. 1.2 >' Alls \ Sum J 5.3 3.7 M Vik frá meðallagi Deviation from normal. Klst. -13.2 -2.7 — % -71 —42 — Sól kemur ekki upp á HallormsstaS fyrr en 28. Janúar. (2)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.