Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1957, Blaðsíða 19

Veðráttan - 02.12.1957, Blaðsíða 19
1957 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Veðurstöð tók aftur til starfa á Seyðisfirði í júlímánuði. Athugað er þrisvar á dag kl. 8,14 og 21 og mánaðarskýrsla send Veðurstofunni. Athugunarmaður er Sigtryggur Björns- son. Áður var athugað á Seyðisfirði árin 1920—1953. Úrkomumælingar hófust á tveimur nýjum stöðvum á árinu, á Brú á Jökuldal í júlí, at- hugunarmaður Halldór Sigvaldason, bóndi, og í Vegatungu í Biskupstungum í nóvember, athugunarmaður Sigurjón Kristinsson, bóndi. Ný veðurskeytastöð tók til starfa á Hellu á Rangárvöllum í desember, og verða þar fyrst um sinn gerðar tvær ath. á dag kl. 8 og 17. Athugunarmaður er Rudolf Stolzenwald. Eftirlitsferöir: Þessar stöðvar voru heimsóttar á árinu: Akureyri, Brú, Egilsstaðir, Eyrarbakki, Grímsstaðir, Gunnhildargerði, Hallormsstaður, Hamraendar, Heiðmörk, Hella, Hlaðhamar, Horn í Hornafirði, Hólar í Hornafirði, Hæll, Jaðar, Loftsalir, Möðrudalur, Raufarhöfn, Reykjahlíð, Reykjanesviti, Sauðárkrókur, Sámsstaðir, Seyðisfjörður, Vega- tunga, Vestmannaeyjar, Þingvellir og Þórustaðir. Ný mælasliýli voru reist á fjórum stöðvum: Á Hlaðhamri í júní, Seyðisfirði i júlí, Þórustöðum í október og Hellu í desember. ÚrkomumæTar meö hlíf voru settir upp á eftirtöldum stöðvum: Hlaðhamri i júni, Brú og Seyðisfirði í júlí, Gunnhildargerði og Vegatungu í nóvember og Hellu í desember. Athugunartímar: Bætt var við athugun kl. 5 á Hornbjargsvita 1. september. Aðrar breytingar urðu ekki á athugunartímum. Athuganir á skipum: Eftirtalin skip sendu Veðurstofunni skeyti. M.s. Arnarfell, Detti- foss, Dísarfell, Goðafoss, Gullfoss, Hvassafell, Tröllafoss og Tungufoss, b.v. Júni og v.s. Ægir. Breytingar á VeSráttunni. Ekki varð komizt hjá því að stækka Veðráttuna á þessu ári, vegna fjölgunar veður- stöðva á undanförnum árum, og var tækifærið þá notað til þess að birta einnig töflur um hita og úrkomu á hverjum degi, til þess að Veðráttan gæti orðið fullkomnari heimild en áður um veðurlag hvers dags. Ýmsar breytingar urðu einnig á uppsetningu efnis i ritinu af þessu tilefni. Tölur um sjávarhita og snjódýpt hafa verið teknar úr aðalmánaðartöflunum. Sjávar- hitinn er birtur í sértöflu í hverju mánaðarblaði og einnig nokkrar tölur um snjódýpt, en heildartaflan um snjódýpt hvers vetrar verður framvegis birt í ársyfirliti. 1 ársyfirliti verða einnig birtar tölur um meðalhita og meðalraka á athugunartimum nokkurra stöðva. MeÖalhiti. Þrjár stöðvar bættust í aðaltöfluna á árinu. Á Eyrarbakka er meðalhiti reiknaður samkvæmt formúlu I, á Seyðisfirði er notuð formúla Ia og á Horni í Horna- firði formúla II. I janúar og febrúar var meðalhiti á Hallormsstað reiknaður samkvæmt formúlu Ia, og frá september er tekið meðaltal 8 athugana á Hornbjargsvita með því að draga línurit og reikna milligildi kl. 2, 14 og 20. Að öðru leyti er útreikningur hita óbreyttur frá því sem tilgreint er í ársyíirliti 1956. HitastuÖuHlinn C2 O/iuo C°) fyrir Seyðisfjörð: Jan. Febr. Marz April Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. 05 20 35 20 15 10 10 20 30 30 10 00 Tækniaðstoð. Samkvæmt tillögu dr. Angströms (smbr. ársyfirlit 1956, bls. 63) dvaldist sérfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna á Veðurstofunni í 3% mánuð, til þess að leiðbeina um starf- semi í veðurfarsdeild. Var það Ernest Hovmöller, deildarstjóri veðurfarsdeildar sænsku veðurstofunnar. Hann bar fram nokkrar tillögur um breytingar á skýrslugerðum veður- farsdeildar og ítrekaði tillögur dr. Ángströms um fjölgun starfsmanna. Nauðsyn þess að breyta til um formúlur, sem notaðar eru til að finna mánaðarmeðal- hita, hafði lengi verið ljós, en Veðurstofan hafði ekki komið því við, vegna skorts á starfs- liði, að láta reikna út nýjar formúlur. Hovmöller gerði víðtæka rannsókn á því hvaða for- múlur mundu henta bezt á Islandi, og lagði til að notaðar yrðu þær formúlur, sem gerð var grein fyrir í ársyfirlitum 1955 og ’56. Hinar nýju formúlur voru teknar i notkun i töflum Veðráttunnar frá ársbyrjun 1956 að telja, en unnið var að útgáfu þess árgangs með- an Hovmöller var á Veðurstofunni. Hann lagði einnig til, að tölur um meðalhita áranna 1901—’30 yrðu endurskoðaðar, en ekki hefur reynzt kleift að vinna það verk að sinni. Hovmöller reiknaði ennfremur úrkomumeðaltal fyrir árin 1931—’55 og lagði til að það meðaltal yrði notað þar til meðaltal áranna 1931—’60 hefði verið reiknað. Meðaltal þetta var birt í ársyfirliti Veðráttunnar 1954. Hann vann einnig mikið að rannsókn á einstökum þáttum í veðurfari Islands, en veðurfarsdeild hefur til þessa lítt getað sinnt öðrum verk- efnum en útgáfu Veðráttunnar og afgreiðslu á fyrirspurnum um veður, sem sífellt ber- ast frá ýmsum aðilum. (115)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.