Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1958, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.08.1958, Blaðsíða 1
VEBRATTAN 1958 MÁNADARYFIIILIT SAMIll A VEDIJRSTOFIIJílVI TíÖarfar var hagstætt til heyskapar sunnan lands og um meginhluta Vesturlands, en há spratt þar illa vegna þurrka. Um norðanvert landið var óþurrkatíð. Þrálát bræla var á síldarmiðum og veiði lítil. Sums staðar var sæmilegur handfæraafli, og humarveiði við Suðvesturland var góð. Fyrstu fimm daga mánaðarins var kalt í veðri. Þ. 3. var hiti 3° undir meðallagi, og varð það kaldasti dagur mánaðarins miðað við meðallag. Hina dagana var 2° kaldara en venja er til. Vindur var norðlægur og úrkoma um allt norðanvert landið. Allvíða snjóaði í fjöll. Þ. 3.—5. var allmikil úrkoma á Vestfjörðum, og nokkuð rigndi þá um meginhluta Vesturlands. Sunnan lands var að mestu þurrt, þó gerði þar sums staðar snarpar skúrir í innsveitum. Hæð var yfir Grænlandi, en lægð djúpt suðaustur í hafi. Vindur var hægur og yfirleitt norðlægur eða norðaustlægur. Dagana 6.—9. var víðast þurrt veður, nema á Norðausturlandi tvo fyrri dagana, og dálitlar skúrir voru einnig um suðaustanvert landið. Vindur var norðlægur þ. 6., en síðan var yfirleitt hæg, breytileg átt. Hæð var norðanvert við landið. Hiti var 1° undir meðal- lagi þessa fjóra daga. Vindur snerist til austurs með úrkomu um allt land þ. 10., og hélzt rigningarveður næstu tvo daga. Á Austurlandi sunnanverðu var þó yfirleitt ekki teljandi úrkoma, en um miðbik Suðurlands rigndi allmikið. Hiti var í meðallagi þessa þrjá daga. Lægð kom sunn- an úr hafi og þokaðist norður með austurströndinni. Dagana 13.—20. var lengst af hæg norðaustlæg átt. Um suðvestanvert landið og norður yfir Breiðafjörð var að mestu þurrt, en um allt norðanvert landið var úrkomusamt, og á Suðausturlandi var oft skúraveður. Hiti var 1°—2° undir meðallagi til jafnaðar á öllu landinu. Norðan lands var 1°—4° kaldara en I meðalári, en sunnan lands var hitinn lengst af frá meðallagi að 1° yfir því. Hæð var yfir Grænlandi og hafinu milli Islands og Grænlands, en lægðir austur og suður í hafi. Lægð nálgaðist suðausturströndina þ. 21. og 22. Vindur varð allhvass af norðri og norðaustri, og stórrigning var víða norðan lands. Þ. 23. og 24. dró mjög úr úrkomunni, en þokusúld var við norðurströndina. Um sunnanvert landið rigndi einnig þessa fjóra daga, en úrkoman var mun minni. Norðan lands var 2°—3° kaldara en í meðalári þ. 21. og 22., en um landið sunnanvert var hiti frá 1° undir meðallagi að 3° yfir því. Siðari tvo dagana var hiti um meðallag á öllu landinu. Hæð var yfir Grænlandi. Síðustu viku mánaðarins fór veður hlýnandi. Dagana 25.—29. var hiti frá meðallagi að 1° yfir því, en tvo síðustu daga mánaðarins var 2° hlýrra en í meðalári, og urðu það hlýjustu dagar mánaðarins miðað við meðallag. Þ. 25. og 2G. var vindur yfirleitt hægur. þokusúld á Norður- og Austurlandi, en að mestu þurrt og víða bjart sunnan lands og vestan. Næstu daga komu tvær lægðir inn yfir landið úr suðri og ollu talsverðri rigningu víða um land. Þ. 27. rigndi sums staðar mjög mikið á Austurlandi og um norðanverða Vestfirði. Einnig rigndi mikið austan lands þ. 30., en þ. 31. birti upp austan og norð- austan til á landinu. Loftvægi var 1.0 mb undir meðallagi, frá 1.4 mb yfir meðallagi á Galtarvita að 2.6 mb undir því í Vestmannaeyjum. Hæst stóð loftvog á Hornbjargsvita þ. 1. kl. 23, 1022.2 mb, en lægst á Reykjanesvita, 986.9 mb þ. 28. kl. 19. (57)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.