Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1962, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1962, Blaðsíða 1
VEBHATTAN 1962 MÁIVADARYFIKLIT SAMIÐ Á VEDIIRSTOFIJIVIVI Maí Tíöarfariö var þurrviðrasamt og þótti írekar óhagstætt. Sauðburður gekk sæmilega, en víða var fé þó haft irmi um burðinn. I mánaðarlok var víðast hvar klaki í jörð, og gróðri hafði lítið farið fram. Víða voru vegir ófærir vegna aurbleytu og umferð bönnuð eða tak- mörkuð fram eftir mánuði á ýmsum vegum af þeim sökum. Fyrstu tvo daga mánaðarins var hægviðri og þurrt víðast hvar. Hitastig var 4°—5° hærra en í meðalári. Yfir Islandi var háþrýstisvæði, en að morgni þ. 3. hafði myndazt smá- lægð yfir Grænlandshafi, og þokaðist hún austur yfir landið seinna um daginn. Var suð- vestanátt og súld eða rigning víða um suðvestan- og vestanvert landið, en sneri til hvassrar norðanáttar um kvöldið. Kólnaði þá og tók að snjóa á Norður- og Norðausturlandi og norðanverðum Vestfjörðum, en stytti upp eftir hádegi þ. 4. Næstu daga, fram til þ. 9., var háþrýstisvæði yfir Grænlandi og hafinu milli Grænlands og Noregs og vindar milli norðurs og austurs. Þ, 5. 0g 6. var þurrt um mestallt landið, en þ. 7.—9. var hvasst af austri við suðurströndina vegna lægðar suður i hafi, og rigndi töluvert á Suðurlandi og Austfjörðum þ. 7. og 8. Mest var úrkomumagnið þ. 7. i Skaftafellssýslum austur í Hornafjörð. Hitastigið þ. 3. og 7.—9. var 1°—2° hærra en venja er til, en frá meðallagi að 2° undir því þ. 4.—6. Var hinn 4. kaldasti dagur mánaðarins. Þ. 10. og 11. fór hæðarhryggur yfir landið, en næstu þrjá daga á eftir voru smálægðir norðvestur og norður af landinu. Tvo fyrstu dagana var bjart og þurrt veður nema á Suður- landi. Þar rigndi nokkuð að kvöldi þ. 10. og daginn eftir. En síðan snerist til suðvestan- og vestanáttar með skúrum um vestanvert landið allt austur í Öræfi og norður i Eyjafjörð. Hiti var svipaður og áður eða 1°—2° hærra en í meðalári. Um miðjan mánuð, þ. 15., fór smálægð austur yfir Island; snerist vindur þá smám saman til norðurs og kólnaði. Daginn eftir hvessti af norðaustri og tók að snjóa, fyrst á Vestfjörð- um, en síðan þokaðist úrkomusvæðið austur yfir Norðurland og austur á Austfirði. Hélzt norðaustanátt fram til þ. 20. með hríðarhraglanda við og við. Fyrir vestan Skotland var kröpp lægð, sem grynnkaði smám saman og þokaðist norður á bóginn. Hitastig þessa 6 síðasttöldu daga var 1°—2° undir meðallagi. Eftir því sem iægðin fyrir aústan land grynnkaði, þokaðist háþrýstisvæðið yfir Græn- landi austar. Lægði þá og létti til nema á Suðurlandi og við Faxaflóa, þar sem voru síðdegis- skúrir næstu daga. Þ. 24. fór hæðarhryggur austur yfir landið og var léttskýjað viðast hvar þann dag. Hitastigið þ. 21.—24. var frá meðallagi að 1° yfir því. Aðfaranótt þ. 25. snerist til suðvestanáttar með rigningu vestan lands. Einkum var úr- komumagnið mikið utan til á Snæfellsnesi sunnanverðu og vestast í Barðastrandarsýslu þ. 25. Yfir Grænlandshafi var lægð á hreyfingu norðaustur, en vestan við Skotland var kyrr- stætt háþrýstisvæði. Hélzt þetta veðurlag í tvo daga, og var sá 26. hlýjasti dagur mánaðar- ins að tiltölu eða 5° hlýrri en í meðalári. Hinn 25. var 4° hærra hitastig en venjulega. Þ. 27. snerist til norðan- og austanáttar og kólnaði; var hitinn þann dag 2° yfir meðal- lagi, en frá meðallagi að 2° undir því síðustu 4 daga mánaðarins. Þ. 28.—30. var yfirleitt þurrt um allt land, nema sunnan Vatnajökuls var nokkur rigning þ. 28., og norðaustan lands voru slydduél og skúrir þ. 29. og fram eftir degi þ. 30. Þessa 3 daga réði lægð yfir Norður- Skandinavíu veðri hér á landi, en á síðasta degi mánaðarins hafði hæðin sunnan við landið náð yfirtökum. Var suðvestanátt og þykkt loft og rígning vestan og sunnan lands þann dag. Loftvægi var 3.6 mb hærra en í meðalári. Hæst var það að tiltölu á Eyrarbakka 4.9 mb hærra en venja er, en lægst á Dalatanga, 2.4 mb hærra en meðaltal segir til um. Hæst stóð loftvog á Kirkjubæjarklaustri þ. 11. kl. 20, 1032.7 mb, en lægst á sama stað þ. 15. kl. 23 til þ. 16. kl. 1, 998.9 mb. Hiti var 0.7° umfram meðallag. 1 útsveitum norðan lands og á Austfjörðum var meðal- hitinn um og rétt yfir 1° yfir meðallag, en kaldast, miðað við meðaltal, var á Suðvestur- landi og við Faxaflóa. Þar var frá 0.2° undir meðalhita að 0.4° yfir honum viðast hvar. Úrkoman á öllu landinu var % af meðalúrkomu. Við Breiðaf jörð, á Norðurlandi, Aust- fjörðum og Suðausturlandi var um og undir helmingsúrkoma, en í uppsveitum Árness- og Rangárvallasýslna, á sunnanverðu Snæfellsnesi og Vestf jörðum og Norðausturlandi var hún í rúmu meðallagi. Minnst var úrkoman að tiltölu á Teigarhorni, en þar mældist aðeins % af <33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.