Veðráttan - 01.08.1962, Blaðsíða 1
VEBRATTAN 1962
MÁXAllAHVl lItl.lT SAMIW Á VEIHJUSTOFUIVIVI
Tíöarfar. HeyskapartíÖ var misjöfn. Á Norðausturlandi og Austfjörðum var víðast
seinsprottið, og heyskapur gekk illa, en á Vesturlandi, Vestfjörðum og sums staðar á
Suðurlandi var aftur á móti mjög sæmilega sprottið og heyfengur meiri og betri.
Fyrstu 13 daga mánaðarins var vindátt milli norðurs og austurs og kalt í veðri. Kald-
asti dagur mánaðarins að tiltölu var sá 12., en þá var 3° lægri hiti en í meðalári (miðað
við meðaltalið 1901—1930), og aðra daga fram til þ. 13. var hiti frá meðallagi að 2°
undir því. Fyrsta dag mánaðarins var lægðasvæði yfir sunnanverðu landinu, og þokaðist
það suður á bóginn næstu tvo daga. Var norðaustlæg átt þessa daga og skúrir um mestan
hiuta landsins, en þó var víða þurrt á Vesturlandi. Þ. 4. var lægðin skammt suðaustur
af Vestmannaeyjum, fór hún dýpkandi og þokaðist austur á bóginn næstu 4 daga. Var
hæg norðaustlæg átt fyrstu 3 dagana, en að kvöldi þ. 6. hvessti á Norðausturlandi, og
næsta dag var norðan og norðaustan stinningskaldi um allt land. Þ. 4. var að mestu
þurrt á Vesturlandi, og síðan birti einnig til sunnan lands, en þó voru þar siðdegisskúrir.
Norðaustan lands og á annesjum norðan lands var rigningarhraglandi dag hvern, og
aðfaranótt þ. 7. gránaði í fjöll á Norðausturlandi. Daginn eftir fór hæðarhryggur austur
á bóginn fyrir norðan land. Norðaustan lands var rigning þennan dag, en síðdegisskúrir
á Suðvesturlandi. Næstu 4 daga, þ. 9.—12., fór lægð austur á bóginn sunnan við Island
i áttina að vesturströnd Noregs. Var austanátt tvo fyrstu dagana, en snerist síðan meira
til norðausturs og síðan norðurs. Norðan lands og austan var skýjað dag hvern, en
bjartara vestan lands og sunnan. Þ. 9.—11. voru víða síðdegisskúrir, en þ. 12. var norðan-
kaldi með rigningarhraglanda norðan lands og austan, en bjartviðri á Suðurlandi. Dag-
inn eftir fór hæðarhryggur austur yfir landið, og var þá hæg breytileg átt. Á Norður-
og Austurlandi iétti til, en á Suðvesturlandi voru skúrir síðari hluta dagsins.
Þ. 14.—16. nálgaðist lægð suðvestan úr hafi og fór síðan austur með suðurströndinni.
Brá þá til suðaustan- og síðan austanáttar, sem yfirleitt var hæg nema við suðurströnd-
ina. Var austanrok við Vestmannaeyjar þ. 15. Sunnan og vestan lands norður i Breiða-
fjörð var rigning tvo fyrsttöldu dagana, en þ. 16. birti til. Á Norðurlandi var skýjað þ. 14.,
en birti til daginn eftir. Tvo næstu daga var smáhæð yfir landinu, og var hægviðri þá
daga. Sunnan og vestan lands var skýjað, en þurrt, en léttskýjað austan lands. Á mið-
unum fyrir norðan var þoka og einnig fram til dala á austanverðu Norðurlandi á nótt-
unni og fram eftir degi. Hlýjustu dagar mánaðarins að tiltölu voru 14.—15., en þá var
2° hlýrra en venja er. Þ. 16.—18. var hitinn aftur á móti um eða aðeins yfir meðallagi.
Næstu 9 daga, þ. 19.—27., var austlæg átt ráðandi að mestu. Fyrir sunnan og suð-
vestan Island voru lægðir, og þokuðust þær smám saman austur á bóginn. Á austan-
verðu Norðurlandi, Austur- og Suðausturlandi var rigning dag hvern, og í öðrum lands-
hlutum voru skúraleiðingar tiðar. Þó var yfirleitt þurrt þ. 19. og 26. á Vesturlandi. Hita-
stig þessa daga var frá meðallagi að 1° yfir því.
Þ. 28. var lægð suðvestur í hafi, og fór hún austur yfir suðurströndina daginn eftir.
Vindur var suðaustanstæður, skúrir sunnan lands, en þurrt að mestu í öðrum landshlut-
um. Daginn eftir birti til á Suðurlandi vegna skammvinnrar norðanáttar. Tvo síðustu
daga mánaðarins var suðaustan- og austanátt, rok undan Eyjafjöllum, en hægari í öðr-
um landshlutum. Þ. 30. var yfirleitt þurrt, en skýjað, en síðasta daginn rigndi um allt
land. Fyrir suðvestan og síðan sunnan land var alldjúp lægð á hreyfingu austur, en
(57)