Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1963, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1963, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1963 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ A VEÐURSTOFUSÍNI Janúar Mánuðurinn var m.jög hagstæður bæði til sjávar og sveita. Fyrri hlutann voru all- miklar frosthörkur á Norður- og Norðausturlandi, úrkoma lítil og þraut víða vatn í vatnsbólum af þeim sökum. Vegir voru flestir færir allan mánuðinn sem um hásumar væri, og má nefna sem dæmi, að um miðjan mánuð var farið á bíl hringinn í kringum landið á 4 dögum. Fyrstu 13 daga ársins voru stillur og frost um allt land. Yfir Grænlandi var mikið háþrýstisvæði, og náði það flesta þessa daga yfir landið og austur fyrir það. Hiti var 2°—5° undir meðallagi nema þ. 4. og 5., þegar var 7°—8° kaldara en venja er til. Var sá 5. kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. Einkum voru frosthörkur miklar á Norður- og Norðausturlandi. Var meðalhiti þ. 5. þar allt að 12° lægri en í meðalári. Dagana 3. og 6.—10. var lítils háttar éljagangur, einkum norðan lands, en aðra daga var þurrt og víða léttskýjað. Dagana 14.—19. var vindátt milli suðurs og suðvesturs. Lægðir voru á Grænlands- hafi á hægri hreyfingu norðaustur á bóginn. Töluvert hlýnaði i veðri, og var hitinn frá meðallagi að 2° yfir því þ. 14. og 15., en 5°—6° hærri en í meðalári þ. 16.—19. Sunnan- og vestanlands allt norður í Skagafjörð var rigning eða él dag hvern, en skýjað og þurrt á Norðausturlandi og Austfjörðum. Vindur snerist til suðurs og suðausturs þ. 20. og hélzt svo fram til þ. 22. Var allhvasst við suðvesturströndina tvo fyrri dagana, en vindur hægari í öðrum landshlutum. Norð- austanlands var léttskýjað og þurrt, en skúrir eða él annars staðar á landinu. Hiti var 3°—4° yfir meðallagi. Þ. 23. nálgaðist djúp lægð að suðvestan, og fór hún yfir landið um kvöldið og aðfara- nótt þ. 24. Var suðaustan og sunnan stinningskaldi með rigningu sunnan- og vestanlands þ. 23., en snerist síðan í vestan og suðvestan hvassviðri og snjókomu. Á Austfjörðum og Héraði var þó léttskýjað. Hélzt þetta veðurlag fram til þ. 25. Hiti var 3° hærri en í meðalári þ. 23., en tvo næstu daga var hiti um eða aðeins yfir meðallagi. Þ. 26. barst hlýtt loft inn yfir landið. Yfir Bretlandseyjum var háþrýstisvæði og vindur milli suðurs og suðvesturs þ. 26.—27. Hiti var 7° hærri en venja er þessa tvo daga, og voru það hlýjustu dagar mánaðarins. Alldjúp lægð var á hreyfingu norðaustur Græn- landshaf þessa daga, og þ. 28. snerist áttin meira til vesturs. Kólnaði þá nokkuð og var hitinn aðeins 4° hærri en venja er til þ. 28. Alla þessa daga rigndi nokkuð um allt sunnan- og vestanvert landið. Norðaustan- og austanlands var þurrt veður að mestu og skýjað. Lægðin þokaðist smám saman norður fyrir landið og eyddist, og þrjá síðustu daga mánaðarins var háþrýstisvæði yfir landinu og hafinu umhverfis. Veður var kyrrt og þurrt, og víða var léttskýjað. Þ. 31. var 2° hlýrra en í meðalári, en þ. 29. og 30. var 2° kaldara en venja er til. Loftvægi var 25.8 mb yfir meðallagi, frá 23.1 mb á Hornbjargsvita að 28.2 mb i Vest- mannaeyjum. Er þetta hæsta meðalloftvægi, sem mælzt hefur á Islandi í janúar eftir 1924, en þá hófst útgáfa Veðráttunnar. Hæst stóð loftvog í Reykjavík þ. 30. kl. 17, 1049.3 mb, en lægst á Galtarvita þ. 24. kl. 20, 990.1 mb. Hiti var 0.3° undir meðallagi. Kaldast að tiltölu var á Hólsfjöllum og Suður-Þing- eyjarsýslu eða 2°—3%° undir meðallagi, en hlýjast um norðanverða Vestfirði. Þar var 1°—1%° hlýrra en venja er til. (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.