Veðráttan - 01.01.1963, Blaðsíða 2
Janúar
VEÐRÁTTAN
1963
Úrkoma var aðeins helmingur
þess, sem venja er. 1 Barðastrandar-
og Isafjarðarsýslum var hún í rúmu
meðallagi, en í Múlasýslum var hún
innan við 10% af meðalúrkomu og
allt niður í 1% þess, sem venja er.
Úrkomudagar voru að jafnaði 4 færri
en í meðalári.
Þoka var fátíðari en í meðalári
á 16 af þeim 19 stöðvum, sem meðal-
tal hafa. Um þoku var getið 11 daga.
Þ. 11. og 23. var getið um þoku á 4—5
stöðvum, þ. 12. og 15. á 3 stöðvum og
7 daga á 1—2 stöðvum.
Vindur. Vestan- og sunnanvindar
voru allmiklu tíðari en í meðalári, en
norðaustlægir vindar mun fátíðari en
venja er. Logn var fátíðara en venju-
lega og veðurhæð tæpu vindstigi
minni en í meðalári.
Þrumur heyrðust þ. 21. á Hólmi
við Reykjavik og á Keflavíkurflug-
velli, þ. 22. á Arnarstapa og þ. 24. í
Reykjavík.
Snjólag var 49%. Var það minna
en venja er á flestum þeim stöðvum,
sem meðaltal er til fyrir.
Snjódýpt var mæld á 45 stöðvum
þá daga, sem jörð var talin alhvít.
Á Kvískerjum var hún talin 14 cm, en
þar var alhvítt I 11 daga, í Æðey,
Papey, Fagurhólsmýri, Kirkjubæjarklaustri, Mýrum, Vík, Stóra-Botni og Sandhaugum
var hún milli 5 og 10 cm, og á 36 stöðvum innan við 5 cm. Mest mældist snjódýptin á
Kvískerjum þ. 9., 18 cm.
Hagar voru 75%. Voru þeir yfirleitt betri en í meðalári nema á Vestfjörðum.
Skaöar og hrakningar. Fjögur banaslys urðu í mánuðinum á vegum úti vegna hálku
eða hvassviðris. Þ. 6. fór bíll út af veginum á Fagradal og lézt einn farþeganna skömmu
síðar og annar slasaðist alvarlega. Þ. 14. rann bíll út af veginum i Hvalfirði. Bifreiðar-
stjórinn var einn í bifreiðinni og lézt hann nokkrum dögum síðar. Þ. 24. rann lítil bif-
reið til á Vesturlandsvegi í Mosfellssveit og lenti framan á stórri vöruflutningabifreið,
sem kom á móti. Lézt bifreiðarstjórinn samstundis. Sama dag varð 13 ára telpa fyrir
bifreið á Kópavogshálsi og lézt strax af meiðslum sínum. Hvasst var og mun hún hafa
fokið út á götuna. Margir smærri bifreiðaárekstrar urðu vegna hálku, en ekki urðu
hættuleg slys á mönnum.
Hafís. Dagana 5. og 6. voru nokkrir ísjakar 3—6 sjómílur norðaustur af Horn-
bjargsvita.
Bjart sólskin (klst.).
Duration of bright sunshine (hours).
14 53
n B 3 P Reykjavíl O jq M ►» s Akureyri Höskuld- ames Hallorms staður H _ H-1 * «s 5 £ *o o w w os
1. ,, ,, ,, ,,
2. ,, ,, 1.0 ,, 3.2
3. 1.7 ,, ,, 0.2 2.3
4. 1.9 1.9 2.7 ,,
5. , , , , 2.1 0.2
6. 3.3 , , tf 3.3 3.6
7. 1.2 ,, ,, , , 4.0
8. 0.5 , , ,, , , (4.0)
9. 3.6 1.4 , , ,, 4.0
10. 4.1 1.3 f , ,, 4.2
11. 4.2 0.9 2.0 ,, 4.6
12. 4.3 1.1 ,, 3.9 4.7
13. , , 1.1 0.7 3.0 0.9
14. , , 0.4 4.5 0.8
15. ft , , 3.4 1.6
16. , , f , ,, , , , ,
17. , , 0.3 ,, ,, , ,
18. ,, ,, ,, ,, ,,
19. , , , , , , ,,
20. , , ,, 2.2 1.6 0.1
21. , , 1.7 1.0 ,, ,,
22. 2.5 , , , , ,, 0.9
23. ,, , , ,, ,, ,,
24. 0.5 ,, ,, 4.0 , ,
25. , , ,, , , , , ,,
26. , , ,, 0.8 3.9 ,,
27. , , 0.1 1.2 , , (4.1)
28. 1.3 0.4 ,, , , ,, —
29. 4.0 6.1 ,, ,, 0.2 4.5 4.1
30. 5.9 ,, 3.9 4.8 1.6 5.1 6.3
31. " " 3.5 3.0 1.0 6.3 1.6
Alls Sum / 37.1 10.1 12.6 19.0 2.8 48.5 55.1
Vik f rá meðallagi.
Deviation Jrom normal.
Klst. 16.4 — 6.3 — — — —
% 79 — 100 — — — —
(2)