Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1964, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1964, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAJY 1964 MÁNAUARYFIItLIT SAMIII Á VEDIJRSTOFBJÍNI Janúar Tíöarfar var ágætt í sveitum landsins, en víða heldur stirt til sjávarins. Lengst af var snjólaust í byggð og allir vegir færir, sem að sumri. Grænum lit sló á tún sunnanlands, og jafnvel norður á Húsavík var hreyfing á gróðri. Fyrstu 11 daga mánaðarins voru hlýir vindar milli suðurs og vesturs ríkjandi. Þ. 10. var 8° hlýrra en í meðalári, og varð aldrei hlýrra miðað við meðaliag í mánuðinum, en þ. 17. var hiti einnig 8° yfir meðallagi. Dagana 5. og 7. var 7° hlýrra en venja er til, en aðra daga frá 1.—11. var hiti 3°—4° yfir meðallagi. Sunnan og vestan til á landinu var mjög úrkomusamt. Á Norður- og Norðausturlandi gerði stöku sinnum él, en þar var annars að mestu þurrt. Djúp lægð nálgaðist suðvestan úr hafi þ. 1., en varð kyrrstæð og eyddist suðvestan við landið næstu daga. Austan og suðaustan stormur var um meginhluta landsins þ. 1. Daginn eftir lygndi, vindátt varð suðlæg og þrumuveður gerði um sunnanvert landið. Næstu tvo daga var vindur yfir- leitt hægur. Kröpp lægð yfir Suður-Grænlandi olii hvassri suðlægri átt þ. 5. Stórrigning var í öræfum, og mældust 104.8 mm að morgni þ. 6. á Kviskerjum. Þann dag lygndi, en daginn eftir olli ný lægð, sem kom suðvestan úr hafi, sunnan og suðvestan stormi, og á Suður- og Vesturlandi gerði mikið þrumu- veður. Næstu tvo daga var ekki eins hvasst, en þá daga var lægðin að þokast norður Grænlandshaf. Dagana 10. og 11. var enn á ný stormur um mikinn hluta landsins. Áttin var fyrst suðlæg, en siðan snerist hún til vesturs. Kröpp iægð kom úr suðvestri og hreyfðist hratt norðaustur milli Is- lands og Grænlands. Dagana 12.—15. var hæð yíir landinu. Við suðurströndina var lengst af austlæg átt og skýjað, en annars var hægviðri og víða bjart. Yfirleitt var úrkomulaust nema sunnanlands síðasta daginn, en þá tók að gæta áhrlfa lægðar suðvestur í hafi. Norðanlands og austan var kalt þessa daga, hiti um 2°—5° undir meðallagi. Á Suðvestur- og Vesturiandi var einnig heldur kaldara en venja er til þ. 12., en hina dagana var hiti þar yfirleitt 2°—4° yfir meðallagi. Á Suðausturlandi var 2° kaldara en I meðalári þ. 15., en annars var hiti þar frá meðallagi að 3° yfir því. Suðlæg átt bar hlýtt loft norður yfir landið þ. 16., og fram til 19. var hiti 7°—8° yfir meðallagi. Lægð var suður af Grænlandi þ. 16.—17., en hæð var að þokast frá Norðursjó inn yfir meginlandið. Þ. 18.—19. nálgaðist lægð sunnan úr hafi og fór norður á bóginn vestan við land. Hún olli hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands fyrri daginn, en sunnan hvassviðri um meginhluta landsins þ. 19. Mikil úrkoma var þessa f jóra daga írá Austf jörðum um Suðurland til Vestf jarða, en á Norður- og Norðausturlandi var úrkomulitið. Þ. 20. var iægðin milli Isiands og Grænlands. Vindur var suðvestlægur, slydduél sunnanlands og vestan og víða þrumur. Veður var kaldara en áður, en hiti var þó 3°—4° yfir meðallagi dagana 20.— 22. Þ. 21. snerist til suðaustanáttar á ný af völdum lægðar, sem nálgaðist suðvestan úr hafi og fór norðaustur yfir Vestfirði daginn eftir. Hún olli fyrst sunnan hvassviðri með mikilli úrkomu nema á Norðausturiandi, en síðan gekk vindur til vesturs, og úrkoman minnkaði, og að kvöldi þ. 22. var skollin á norðanátt með frosti og snjókomu norðanlands. Dagana 23. og 24. var hæð sunnan við land, en Iægð milli Islands og Noregs. Norðan hvassviðri var aðfaranótt þ. 23. á Norður- og Austurlandi, en síðan varð vindur vestlægari og viðast lygndi. Vestanlands og sunnan snjóaði fyrri daginn, en síðari daginn var þurrt að mestu. Hiti var 1°—3° yfir meðallagi. Þ. 25. og 26. var vindur milli austurs og suðurs og mikil úrkoma um allt land, að mestu slydda eða snjókoma, en þó einnig rigning, einkum sunnanlands. Hæðir voru yfir Norðaustur-Grænlandi og frá sunnanverðum Bretlandseyjum inn yfir meginland Evrópu, en lægðasvæði var við Suður-Grænland. Hiti var 1°—2° yfir meðallagi, en allbreytilegur eftir landshlutum. í Reykjavík var 5°—6° hlýrra en í meðalári, en á Raufarhöfn var hiti frá meðallagi að 3° undir því. Þ. 27. fór grunn lægð austur á bóginn sunnan við land, vindur var víðast hægur og úrkoma yfir- leitt minni en dagana á undan. Daginn eftir fór önnur grunn lægð norður með vesturströndinni, og síðan inn yfir Norðurland. Vindur var fyrst suðlægur, en snerist síðan til vesturs, og víða var tals- verð snjókoma eða slydda. Hiti var 3° yfir meðallagi báða dagana. Lægðadrag lá vestur yfir landið þ. 29. og voru allskörp veðraskil milli Suður- og Norðurlands. Norðanlands var norðaustanátt með talsverðu frosti, en sunnanlands var vestlæg átt og frostlaust. Á Galtarvita var 4° kaldara en í meðalári, en á Suðurlandi var hitinn 2° yfir meðallagi. Víðast hvar var snjókoma eða slydda. Daginn eftir var lægðadragið komið austur fyrir landið og norðanátt með frosti um allt land. Norðan til á landinu snjóaði, en sunnanlands var þurrt. Hiti var 5° undir meðal- lagi, og varð þetta kaldasti dagur mánaðarins. Þ. 31. var 4° kaldara en í meðalári, en þann dag fór heldur hlýnandi sunnanlands. Djúp lægð var þá á hreyfingu austur sunnan við landið og olii austan hvassviðri við suðurströndina. Smá lægð kom inn yfir landið úr vestri undir kvöld. Víða var talsverð snjókoma. Loftvægi var 5.2 mb yfir meðallagi á öllu landinu, frá 2.7 mb á Galtarvita og Hombjargsvita að 7.5 mb á Hólum I Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri. Hæst stóð loftvog 1043.9 mb á Hólum þ. 12. kl. 23, en lægst 968.9 mb i Vestmannaeyjum þ. 31. kl. 14. Hiti var 3.1° yfir meðallagi. Mildast var að tiltölu suðvestanlands, þar var hiti allvíða 3Vi°—4 hærri en í meðallagi, en svalast sums staðar úti við sjó á Norðaustur- og Austurlandi, 1.3°—1.8° hlýrra en venja er til. Þetta er ásamt janúar 1946 og 1950 hlýjasti janúarmánuður, sem komið hefur á öld- inni að undanteknum janúar 1947, en þá var hiti 4° hærri en meðallag 1931—1960. Úrkoma var 30% umfram meðallag á öllu landinu. Á Suður- og Vesturlandi og vestan til á Norður- landi var úrkoma viðast hvar meiri en venjulega og mest að tiltölu sunnanlands og suðvestan, allt að 90% umfram meðallag. Hins vegar var þurrt um norðaustan- og austanvert landið. Þar var úrkoma (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.