Veðráttan - 02.12.1966, Blaðsíða 1
V i: 1» It i\ T T A X 1966
AnSYFim.IT SAMin Á VEÐCnSTOFIINIVI
Tíðarfarsyfirlit
TíÖarfar var yfirleitt óhagstætt nema helzt mánuðina júní til október sunnan- og vest-
antil á landinu.
Loftvægi var 1.9 mb yfir meðallagi áranna 1931—1960. Hæst stóð loftvog 1041.0 mb á
Kirkjubæjarklaustri 1. nóvember kl. 2, en lægst 956.2 mb í Stykkishólmi 5. janúar kl. 20.
Hiti var 1.1° undir meðallagi áranna 1931—1960. Kaldast var í innsveitum á Norður- og
Austurlandi, hiti 1%°—2° undir meðallagi, en mildast suðaustanlands og við vesturströnd-
ina tæplega 1° kaldara en í meðalári. Árssveifla hitans var mest 16°—18° í innsveitum á
Norðaustur- og Austurlandi. Suðvestanlands var hún víðast 12°-—14°, en með ströndum
fram á Vestfjörðum austur og suður til Suðausturlands 10°—12°. Febrúar var kaldasti mán-
uður ársins.
Sjávarhiti var 0.4° undir meðallagi samkvæmt mælingum 6 stöðva. Kaldast var við Teig-
arhorn 0.9° undir meðallagi, en hlýjast við Kjörvog þar sem sjávarhiti var í réttu meðallagi.
Úrkoma var 90% af meðalúrkomu áranna 1931—1960 á landinu öllu. Hún náði hvergi
meðallagi nema á Norðausturlandi og á nokkrum stöðvum suðvestanlands, minnst var hún
70% af meðalúrkomu við innanverðan Breiðafjörð og í Kalmanstungu, en langmest um 50%
umfram meðallag á Raufarhöfn. Ársúrkoma var mest á Kvískerjum 3154 mm, en minnst
329 mm á Mýri í Bárðardal. Mesta sólarhringsúrkoma mældist 174.5 mm á Kvískerjum 25.
ágúst, og þar mældust 144.8 mm 22. nóvember og 121.0 mm 4. september. 1 Stóra-Botni
mældust 110.4 mm 25. ágúst og 105.5 mm mældust á Vagnstöðum sama dag. 1 73 skipti
mældist úrkoma á einum sólarhring milli 50 og 98 mm.
Sólskin mældist 1541 klst. í Reykjavík, og er það 293 klst. umfram meðallag áranna
1931—1960. Á Reykhólum mældust 1284 klst. og á Akureyri 916 klst., sem er 46 klst. minna
en í meðalárferði. Á Höskuldarnesi mældust 880 klst., Hallormsstað 915, Hólum í Horna-
firði 1219 og á Hveravöllum 1270 klst.
Veturinn (desember 1965—marz 1966) var óhagstæður nema vestanlands fram um miðj-
an janúar. Hiti var 1.9° undir meðallagi og norðanlands er þetta kaldasti vetur frá 1918. 1
innsveitum á Norður- og Austurlandi var 3°—4° kaldara en i meðalári, en sunnanlands og
vestan, þar sem mildast var að tiltölu, var yfirleitt 1°—2° kaldara en venja er til. Hiti var
11°—12° undir meðallagi í 4 daga, 28 daga 5°—10° undir því og 49 daga var 1°—4° kaldara en
í meðalári. 1 35 daga var hitinn frá meðallagi að 4° yfir því og 5 daga var 5°—7° hlýrra en í
meðalári. Úrkoma var 67% af meðalúrkomu. Hún var meiri en í meðalári með ströndum
fram norðaustanlands, en annars staðar innan við meðallag. Vestanlands var úrkoma sums
staðar innan við helming af meðalúrkomu, en á Raufarhöfn, þar sem úrkoma var mest að til-
tölu, mældist tvöföld meðalúrkoma.
Vorið (apríl—maí) var fremur hagstætt framan af en kalt, er á leið. Hiti var 0.6° undir
meðallagi. Kaldast var að tiltölu frá Vestfjörðum að Skjálfanda, 1°—2° kaldara en í meðal-
árferði, en annars staðar á landinu var hiti yfirleitt frá meðaliagi að Ví>° undir þvi. Hiti var
5°—7° undir meðallagi í 6 daga og í 22 daga var hann 1°—4° undir því, en í 33 daga var
hitinn frá meðallagi að 3° yfir því. Úrkoma var 16% umfram meðallag á landinu öllu. Hún
var innan við meðallag frá Borgarfjarðarsýslu að Isafjarðardjúpi, á þremur stöðvum norð-
austanlands og á Víðistöðum. Minnst var hún helmingur af meðalúrkomu á Hellissandi.
Annars var úrkoma meiri en í meðalári, mest tæplega tvöföld meðalúrkoma á Hornbjargs-
vita og í Vestmannaeyjum.
Sumarið (júní—september) var óhagstætt norðanlands og austan nema júnímánuður,
en lengst af fremur hagstætt sunnan- og vestanlands. Hiti var 0.3° undir meðallagi. Kaldast
var á Grímsstöðum 1.3° undir meðallagi. Á sex stöðvum var hitinn 0.6°—0.7° undir meðal-
lagi, en víðast var hann frá meðallagi að %° undir því. Við sunnanverðan Faxaflóa og syðst
á Vestfjörðum var þó 0.1°—0.4° hlýrra en í meðalári. 1 59 daga var hitinn 1°—4° undir
meðallagi og 63 daga var hann frá meðallagi að 5° yfir því. Úikoma var í rösku meðallagi á
landinu öllu. Hún var meiri en í meðalári á Suðvestur- og Vesturlandi norður yfir Breiða-
fjörð, mest 60% umfram meðallag á Sámsstöðum. 1 öðrum landshlutum var úrkoman víðast
undir meðallagi, minnst tæpur helmingur af meðalúrkomu á Hornbjargsvita. Sólskin mæld-
ist 30 klst. lengur en í meðalári í Reykjavík, en á Akureyri vantaði 21 klst. á að meðallagi
væri náð. Heyfengur var lítill, en nýting yfirleitt góð. Kartöfluuppskera var mjög rýr.
Haustið (október—nóvember) var óhagstætt nema fyrri mánuðurinn sunnanlands og
vestan. Hiti var 1.9° undir meðallagi. Með ströndum fram á Austur-, Suður- og Vesturlandi
var 1°—2° kaldara en í meðalári, en annars staðar var hitinn 2°—2%° undir meðallagi. 1 14
daga var 5°—9° kaldara en í meðalári og 30 daga var hitinn 1°—4° undir meðallagi, en í 17
daga var hann frá meðallagi að 5° yfir því. Úrkoma var 77% af meðalúrkomu. Hún var mest
að tiltölu 35% umfram meðaliag á Raufarhöfn, og í rösku meðallagi á 3 öðrum stöðvum,
annars minni en í meðalári og minnst 43% af meðalúrkomu á Hallormsstað.
(97)