Veðráttan - 02.12.1966, Blaðsíða 36
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1966
Loftskeytastöðin á Rjúpnahæð útvarpaði veðurfregnum kl. 3 30 samkvæmt íslenzkum
miðtíma allt árið, en veðurfréttatímar útvarpsins breyttust eftir dagskrá þess og voru
sem hér greinir:
1. janúar til 2. apríl (ísl. miðtími: Kl. 3 30, 7 00, 8 30, 910,12 25,16 00, 18 20, 19 30, 22 00, 24 00.
3. apríl til 22. okt. (ísl. sumart.): Kl. 430, 7 00, 8 30,1010,12 25,16 30,19 20,19 30, 22 00, 0100.
23. okt. til 31. des. (ísl. miðtími): Kl. 3 30, 7 00, 830, 910, 12 25, 16 00, 18 20, 19 00, 2125, 24 00.
1 fréttatíma kl. 1820 (1920) var eingöngu útvarpað veðurathugunum á einstökum
stöðvum. Kl. 910 (1010) og 2400 (0100) var bæði útvarpað veðurspám og veðurathug-
unum, en á öðrum tímum var eingöngu útvarpað spám.
Mánaðartöflur Veðráttunnar.
Nokkuð var aukið við mánaðartöflur Veðráttunnar, samtímis því að tekið var að ljós-
mynda töflur gerðar í tölvu og prenta þær beint, í stað þess að tölvutöflurnar voru áður
aðeins notaðar sem handrit. Bætt var í aðaltöflu Veðráttunnar nýjum dálkum fyrir sam-
anburð við meðalúrkomu, rakastig, f jölda daga með veðurhæð 8 vindstig eða meira og úr-
komu 1 mm eða meira. I töflu um sólarhringsúrkomu var fjölgað um 10 stöðvar, í töflu
um daglegar hitamælingar um 2 stöðvar og í töflu um daglegt sólskin um 1 stöð. 1 töflum
fyrir athuganir á úrkomustöðvum var bætt inn dálki fyrir viðmiðun við meðalúrkomu og
fjölda daga með úrkomu 1.0 mm eða meira og 10.0 mm eða meira.
Ein ný stöð, Þóroddsstaðir, bættist í aðaltöfluna á árinu og eru hitastuðlar hennar
sem hér greinir:
C = tm — (t 8 + t 20) % (t/ioo C°).
Jan. Febr. Marz Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des.
05 15 45 25 -10 -20 -15 15 40 35 10 00
Stöðin á Hofi í Vopnafirði var flutt að Þorbrandsstöðum í sömu sveit og sömu hita-
stuðlar látnir gilda áfram. Þrjár nýjar úrkomustöðvar bættust við á árinu: Grenivík,
Fornihvammur og Þverholt.
Ýmislegt.
Fundur norrænna veðurfræðinga var haldinn í Reykjavík dagana 7.—10. júní. Félag
íslenzkra veðurfræðinga stóð fyrir fundinum, en hann sóttu 32 veðurfræðingar frá Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, 16 íslenzkir veðurfræðingar og auk þeirra tveir aðrir
íslenzkir náttúruvisindamenn. 26 erindi voru flutt á ráðstefnunni, þar af 4 íslenzk. Kostn-
aður við fundinn sjálfan var borinn uppi af þátttakendum, en fundarmenn nutu á ýmsan
hátt risnu Veðurstofunnar, Samgöngumálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar.
Veðurstofustjóri og fyrrverandi veðurstofustjóri frú Teresía Guðmundsson, sóttu há-
tíðahöld er Norsk Meteorologisk Institutt bauð til 1. og 2. desember í tilefni af aldar-
afmæli sinu.
Leiðréttingar. Corrections.
Ágúst, bls. 64: Dagsetning á mestri úrkomu i Stóra-Botni á að vera 25, en ekki 26.
Viðauki.
Janúar, bls. 8: Snjóflóð. Við málsgreinina bætist: Um svipað ieyti féll snjóflóð við Þrasastaði i
Stíflu og eyðilagði símalínu.
(132)