Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1973, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.1973, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAN 1973 MÁNADARVFIRLIT samik A vfourstofijnai Febrúar TÍSarfariö var mjög óhagstætt, kalt lengst af, umhleypingasamt og stormasamt. Hagar spilltust, og færð varð slæm i fiestum landshiutum. Þ. 1. fór lægð norðaustur fyrir vestan land og var norður af þvi síðari hluta dags. Vindur var suð- lægur og suðvestlægur með rigningu i flestum landshlutum, en snerist fljótlega til vesturs með éljum, og hvessti. Næsta dag dró úr veðurhæðinni og eftir hádegi gerði suðaustlæga og austlæga átt með rigningu vegna lægðar fyrir suðvestan land. Lægðin var skammt vestur af landinu þ. 3., og vindur varð suðlægur með skúrum. Þ. 4. fór hún austur yfir landið og var austur af Þvi um kvöldið. Veður var mjög breytilegt þennan dag og víða úrkoma. Aðfaranótt þ. 5. var komin norðanátt um allt land, nema við suðurströndina. Þar var hægviðri eða vestlæg átt. Þessa f jóra daga var hiti 2°—4° fyrir ofan með- allag. Hlýjast að tiltölu I mánuðinum var þ. 3. Þ. 5. var hiti í tæpu meðallagi, en næstu 10 daga var kalt í veðri, hiti frá 1° undir meðallagi (þ. 6. og 11.) að 7° undir því (þ. 12. og 13.). Þ. 5. var grunn lægð fyrir suðvestan land, og vindur varð austlægur. Úrkomusvæði fór yfir landið, og vindur snerist til suðvesturs sunnanlands. Næsta dag fór lægðin austur yfir iandið og siðari hluta þess dags var ein- dregin norðlæg eða norðaustlæg átt með snjókomu norðanlands og austan. Þ. 7. var lægð fyrir suð- vestan Iand. Vindur varð austanstæður sunnanlands og vestan, en norðanlands var lengst af hægviðri. Víða var éljaveður. Lægðin þokaðist austur fyrir sunnan land þ. 8., og vindur varð fyrst norðaust- lægur með snjókomu norðanlands og austan þ. 9. Brátt snerist þó vindur til suðausturs vegna nýrr- ar lægðar fyrir vestan land. Lægð þessi fór austur eða suðaustur yfir landið, vindátt varð breytileg, og við suðvesturströndina gerði vestnorðvestan rok. Víða snjóaði. Þ. 10. var lægðin komin austur fyrir land, en önnur lægð norður af því olli hægri vestlægri átt um mestan hluta landsins. Eftir há- degi tók að gæta áhrifa lægðar við Hvarf. Hreyfðist hún norðaustur og olli VEixandi austan- og suð- austanátt. Úrkomusvæði fór norðaustur yfir landið um nóttina, og vindur snerist til suðvesturs. Víða var stormur þ. 11., en þá fór djúp lægð suðaustur með vesturströndinni. Varð tvíátta, suðvestanátt sunnaniands, en austnorðaustan rok nyrðra og á Vestfjörðum. Þ. 12. var lægðin komin austur fyrir land og vindur norðlægur um allt land, víða stormur eða rok og mikil snjókoma um norðan- og austanvert landið. Þetta veður stóð til þ. 14., en þá fór að draga úr veðurhæðinni. Þ. 15. var fremur hæg norðaustlæg og austlæg átt, enda nálgaðist ný lægð úr suðvestri. Um kvöldið var komin suð- austlæg átt um allt land, og úrkomusvæði fór norðaustur yfir það um nóttina og næsta dag. Lægðin þokaðist norður fyrir vestan land þ. 16., og vindur varð suðvestlægur og vestiægur með skúraveðri eða éljum. Hiti var 1° yfir meðallagi þ. 16., en 2%° fyrir ofan það þ. 17. Lægðin var lengst af vestur eða norðvestur af landinu þ. 17., og varð suðvestlægur og vestlægur stormur eða rok með skúrum eða élj- um. Siðari hluta dags þ. 18. var lægðin nálægt Jan Mayen. Þá var farið að lægja, en vestanáttin hélst þar til fyrri hluta dags þ. 19., en var þá dálítið norðanstæðari. Siðar þann dag snerist vindur til austurs og suðausturs, en þá nálgaðist ný lægð suðvestan að. Úrkomusvæði lá norðaustur yfir landið þ. 20., en næstu nótt fór lægðin norðaustur yfir Vestfirði. Vindátt varð vestlæg með éljaveðri um allt land um morguninn þ. 21. Hélst sú átt fram yfir hádegi þ. 22., en síöari hluta dagsins þokaðist lægð- ardrag suðaustur yfir landið, og vindur gekk til norðurs og var orðinn norðlægur um allt land að morgni þ. 23. Norðanáttin hélst til þ. 24., og snjóaði norðanlands, en á Suður- og Austurlandi var oft- ast þurrt og jafnvel bjart veður. Síðdegis þ. 24. snerist vindur til austurs, en þá var lægð suðvestur I hafi, og fór hún austur fyrir sunnan land næstu daga. Vindur varð hvass með snjókomu sunnanlands næstu nótt, en í öðrum landshlutum var hann fremur hægur, og var þar viða þurrt og bjart veður. Þ. 26. var fremur hæg norðaustlæg átt um allt land, og snjóaði dálítið norðanlands. Um kvöldið sner- ist vindur til austurs og suðausturs, en þá nálgaðist ný lægð suðvestan að, og úrkomusvæði fór norður yfir landið. Lægðin fór austur meðfram suðurströndinni þ. 27. og var komin austur fyrir land um miðnætti. Vindur var þá á norðan og norðaustan norðanlands, en vestlægur syðra, og var víða snjó- koma. Þ. 28. var ný lægð á Grænlandshafi, og vindur snerist til suðurs og suðausturs og varð stormur um vestanvert landið, en austanlands var hæg suðlæg átt í mánaðarlokin. Hiti var 4° undir meðal- lagi þ. 18., en næstu 3 daga frá 2%° undir meðallagi að tæplega meðalhita. Þ. 22.—25. var mjög kalt, hiti 6°—9%° fyrir neðan meðallag, og var kaldast að tiltölu í mánuðinum þ. 24. Þ. 26. fór að hlýna. Hiti var 4° undir meðallagi þann dag, í tæpu meðallagi þ. 27., en 1° fyrir ofan það þ. 28. Loftvœgi var 7.8 mb fyrir neðan meðallag, frá 7.2 mb í Stykkishólmi og á Galtarvita að 8.9 mb á Dalatanga. Hæst stóð loftvog 1029.8 mb á Galtarvita þ. 24. kl. 12, en lægst 950.6 mb í Vestmanna- eyjum á miðnætti aðfaranótt þ. 12. Hiti var 2.4° undir meðallagi. Kaldast að tiltölu var á norðanverðu landinu. Þar var hiti viðast 3°—314° fyrir neðan meðallag. Mildara var sunnanlands, hiti víðast um 1%°—2° lægri en í meðalári. tfrkoma var 49% fram yfir meðallag á landinu í heild. Við Breiðafjörð, á sunnanverðum Vest- fjörðum og á Héraði var hún lítið eitt innan við meðallag, en um ailt Suður- og Norðurland var mikil úrkoma og mest að tiltölu eða þreföld til fjórföld meöalúrkoma á nokkrum stöðvum á austanverðu Norðurlandi. Úrkomudagar voru einnig tiltölulega flestir þar, eða allt að 13—14 fleiri en í meðalári. Einnig i öðrum landshlutum voru margir úrkomudagar, aðeins á stöku stað suðaustanlands voru þeir nálægt meðallagi. Þoka var víðast fremur sjaldgæf miðað við meðallag, en þó voru Þokudagar nokkru fleiri en venjulega á tveimur stöðvum sunnanlands. Um þoku er getið 22 daga í mánuðinum. Þ. 1. var þoka á 7 stöðvum, þ. 3.—5. á 4—5 stöðvum, en 18 daga var þoka á 1—2 stöðvum hvern dag. Þrumur heyrðust þ. 1. á Rjúpnahæð, Hjarðarfelli og Gufuskálum. Þ. 2. sáust rosaljós að Más- keldu. Þ. 3. og 4. heyrðust þrumur á Gufuskálum. Ennfremur voru þrumur þ. 3. á Hóium í Horna- firði, Fagurhólsmýri og Skógum og þ. 4. á Kvískerjum, í Vestmannaeyjum og á Bergþórshvoli. Þ. 5. og 6. heyröust þrumur á Skógum og Lækjarbakka og þ. 6. í Brekku. Þ. 11. heyrðust þrumur á Lækj- arbakka og þ. 17. á Gufuskálum, Lækjarbakka og Vatnsfellsbúðum. Þ. 21. voru þrumur á Hólmi. Vindar milli vesturs og norðurs voru talsvert tíðari en í meðalári, en norðaustan-, suðaustan-, sunnan- og suðvestanátt sjaldgæfari en venjulega. Logn var sjaldan. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.