Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1979, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.06.1979, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAN 1979 MÁNABARYFIBLIT SAMIO Á VEÐURSTOFUNNI Júní TíðarfariS var sæmilega hagstætt framan af mánuðinum, en síðan kólnaði og var viðast hvar fremur kalt fram í lok mánaðarins. Votviðrasamt var í öllum landshlutum, en einna hagstæðust var tíðin á Austur- og Suðausturlandi. Þ. 1.-4. var mjög öflug hæð yfir Skandinavíu og víðáttumikil, kyrrstæð lægð suður í hafi. Yfir landið streymdi hlýtt og rakt loft með sunnankalda og stinningskalda. Hitinn hækkaði frá % ° undir meðallagi þ. 1. að 4° yfir meðallag þ. 3., sem var hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Þ. 4. var hitinn 3° yfir meðallagi. Þ. 5. grynntist lægðin suður í hafi og þokaðist austur og hæðarhryggur fór síðan hægt austur yfir Atlantshafið. Á landinu var hægviðri og nokkur úrkoma víðast hvar. Þ. 8. myndaðist lægð við austurströnd Grænlands á skilum lægðar, sem farið hafði yfir Grænlandsjökul í átt að Jan Mayen. Hvessti þá nokkuð að sunnan og suðvestan á vestanverðu landinu þ. 8. og 9. Þ. 11. grynntist lægðin og þokaðist hægt austur yfir landið með töluverðri úrkomu í Árnes- og Rangárvallasýslum. Þ. 12. nálgðasti lægð landið að suðvestan, en hún fór síðan suðaustur með suðurströndinni og olli það mikilli veðrabreytingu á landinu. Hiti var yfir meðallagi, þ. 5.-7., 1%° þ. 8., 2%° þ. 9., 1° þ. 10., 1%° þ. 11. og %° þ. 12. Þ. 13.-14. kólnaði mjög snögglega og töluverð norðan- og norðaustanátt rauk upp á milli hæðar, sem myndast hafði yfir Grænlandi, og lægðar austur af landinu. Hiti var undir meðallagi, 3% ° þ. 13. og 4° þ. 14., sem var ásamt þ. 23. kaldasti dagur mán- aðarins að tiltölu. Þ. 15. nálgaðist grunn lægð landið að suðvestan með suðvestanátt og skúrum, og þokaðist hún siðan yfir landið. Hitinn var undir meðallagi, 1%°, þ. 15. og 1° þ. 16. Þ. 17. varð lægð kyrrstæð á Grænlandshafi, en hitaskil fóru yfir landið þ. 18. og kuldaskil þ. 19. Orkomu varð vart um allt land, en mest var hún á Suðurlandi árdegis þ. 18. Hitinn var 2° undir meðallagi þ. 17. og % ° yfir meðallagi þ. 18. og 19. Þ. 20. sameinaðist lægðin á Grænlandshafi annarri smálægð, sem myndast hafði suður af landinu, og þokuðust þær norðaustur yfir landið. Hitinn vtir 1% ° undir meðallagi þann dag og úrkoma talsverð um allt land. Þ. 21. mynduðu lægð á Grænlandshafi, lægð við Færeyjar og lægð austur af land- inu eina alldjúpa og viðáttumikla lægð yfir austanverðU landinu með talsverðri úrkomu. Síðan þokaðist lægðin austur á bóginn og olli norðaustanátt um allt land þ. 22. og kólnaði nokkuð. Orkomu varð vart viðast hvar og hitinn var undir meðallagi, 1 %° þ. 21., 3% ° þ. 22. og 4° þ. 23. Þ. 24.-26. var hægviðri og fremur kalt um allt land. Orkomulaust að mestu var þ. 25. og 26. Hitinn var undir meðllagi, 3° þ. 24.-25. og 1° þ. 26.-27. Þ. 27. nálgaðist nokkuð djúp lægð landið að suðvestan og fór yfir landið sama dag. Hvessti talsvert af suðaustan og varð allmikil úrkoma um allt land síðdegis þ. 27., en siðan snérist vindátt í vestur og norðvestur þ. 28. Hitinn var undir meðallagi, 3% ° þ. 28. og 2%° þ. 29. Þ. 30. lægði og fór síðan að hlýna með suðlægri vindátt og hitinn komst %° yfir meðallag. (41)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.