Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1979, Blaðsíða 2

Veðráttan - 01.06.1979, Blaðsíða 2
Júní VEÐRÁTTAN 1979 Loftvægi var 3.3 mb undir meðallagi á öllu landinu, fró 1.6 mb í Vestmannaeyjum að 4.1 mb á Hornbjargsvita, Rauf£irhöfn og Dalatanga. Hæst stóð loftvog, 1030.1 mb, á Höfn í Hornafirði, þ. 3. kl. 09, en lægst, 988.5 mb, á Grimsstöðum þ. 22. kl. 21. Hiti var 0.9° lægri en í meðallagi. Á Suðvesturlandi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum og an- nesjum Norðanlands, var hiti l%°-2%° undir meðallagi, en annars yfirleitt um %°-l%° undir meðallagi, nema í innsveitum Austurlands og í Skaftafellssýslum, þar sem hiti var um meðallag. Úrkoma var 146%. Mest að tiltölu var úrkoman, rúmlega tvöfalt meðalúrkomumagn, í Árnes- og Rangárvallasýslum og é Vestfjörðum frá Kvigindisdal að Galtarvita. Minnst að tiltölu var úrkoman, um meðallag, á Austfjörðum og þaðan með suðausturströnd- inni að Mýrdalsjökli. Úrkomudagafjöldi var mun meiri en í meðallagi á öllu landinu, 1-4 dögum fleiri en á Suður- og Austurlandi frá Vík i Mýrdal austur að Vopnafirði, en annars staðar 5-10 dögum fleiri. Þoka var nokkuð sjaldgæfari en venja er til á þeim stöðum, sem hafa meðalþokudaga reiknaða. Um þoku var getið 28 daga. Þ. 5. og 8. var þoku getið á 25 og 21 stöð. Þoku var getið á 10-18 stöðvum þ. 4., 6., 9., 11., 12., 18., 20. og 22., á 5-9 stöðvum 13 daga og á 1-4 stöðvum 5 daga. Vindar. Sunnanátt var langtíðust í mánuðinum og einnig var vestanátt mun tiðari en venja er. Hægviðri, norðaustan- og austanáttir voru aftur ó móti mun fátíðari en venja er til í þessum mánuði. Snjólag var 8% á öllu landinu. Jörð var yfirleitt talin auð I byggð, nema á Norður- og Norðausturlandi, þar sem snjólag var heldur meira en venja er í þessum mánuði. Snjódýpt var mæld á 5 stöðvum, þar sem jörð var talin hvít. Mesta meðalsnjódýpt, 12 cm, mældist á Sandhaugum. Mesta snjódýpt, 15 cm, var mæld á Sandhaugum þ. 1. Þar var jörð talin alhvít 2 fyrstu daga mánaðarins. Meðalsnjódýpt var 3 cm á Reyðará, 2 cm á Hveravöllum og 1 cm á Nautabúi og Hólum í Hjaltadal. Framhald á bls. 48. Stormar. VEDURHÆO 9 VINDSTIQ VEDURHÆD 10 VINDSTIQ EDA MEIRA EDA MEIRA 2 o Wind force 5 10 « ® 2 Q fa « * VEDURHÆD 9 VINDSTIQ VEDURHÆD 10 VINOSTIQ EDAMEIRA EÐA MEIRA S | Wind force ^ 10 <? § — Q h « * 2. 2 15. 1 3. 3 Vm. ESE 10. 17. 1 4. 1 18. 1 9. 1 27. 1 Vm. ESE 10. •; Number of atations with wind force >0. , (42)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.