Veðráttan - 01.10.1979, Blaðsíða 1
VGBRÁTTAN 1979
MÁNAÐARYFIRLIT SAMIR Á VEÐURSTOFUN’NI
Október
TíSarfar var gott í mánuðinum. Seinni hluta mánaðarins viðraði all vel til heyskapar
á Norður- og Austurlandi og bjargaði það talsverðu eftir einmuna ótið sumarsins, en
samt sem áður varð að fækka búpeningi nokkuð vegna heyleysis.
Þ. 1.-5. var víðáttumikið lágþrýstisvæði suður í hafi, en hæðarhryggur lá yfir Suður-
Skandinavíu og þaðan í norðvestur. Vindur á landinu var suðaust- og austlægur. Mikil
úrkoma var á Suðurlandi þ. 1. og 2. og einnig vsir talsverð úrkoma í öðrum landshlutum.
Hiti var yfir meðajlagi, 4% ° þ. 1., 2°-3° þ. 2., 3. og 4. og % ° þ. 5.
Þ. 6.-13. hafði lágþrýstisvæðið dregist saman og myndað eina alldjúpa kyrrstæða lægð
fyrir vestan Irland. Yfir Grænlandi myndaðist háþrýstisvæði. Á landinu var lengst af
hæg norðan- og norðaustanátt, nema þ. 10. og 11. þá hvessti að austnorðaustan. Létt-
skýjað var á Suður- og Vesturlandi, en skýjað í öðrum landshlutum og dálitil úrkoma
flesta daga. Hiti var í meðallagi þ. 6. en annars undir því, %°-2%° þ. 7.-12. og 3V4 ° þ. 13.
Þ. 14.-15. grynntist lægðin við Irland og þokaðist suðaustur. Hægviðri var á landinu
og talsverð úrkoma sunnanlands þ. 14. Hiti var undir meðallagi, 4° þ. 14. og 3%° þ. 15.
Þ. 16.-31. lá Island, eins og oft áður, í braut lægða, sem ganga frá suðvestri til norð-
austurs á milli hæða yfir Norður-Grænlandi og Skandinavíu. Þ. 16. hélt fyrsta lægðin
norðaustur yfir landið og olli úrkomu um allt land. Hitinn var 1% ° undir meðallagi þ.
16., en % ° yfir þ. 17. Síðdegis þ. 18. nálgaðist djúp lægð landið úr suðvestri og þokaðist
síðan hægt austur með suðurströndinni og olli töluverðri úrkomu um allt land þ. 19.,
en síðan dró í norðanátt og var þurrt að mestu, nema á Austfjörðum, þ. 20. Hitinn var
undir meðallagi, %°-l%° þ. 18-19. og 5° þ. 20., sem var kaldasti dagur mánaðarins að
tiltölu. Þ. 20. nálgaðist ný lægð landið, og fóru hitaskil yfir landið aðfaranótt þ. 21., og
kuldaskil síðd. þ. 22. Hlýnaði mjög og var hitinn yfir meðallagi, 4° þ. 21. og 6° þ. 22., sem
var hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Talsverð úrkoma var á Suður- og Vesturlandi.
Þ. 23. nálgaðist á ný alldjúp lægð landið að suðvestan, en sú varð kyrrstæð á Græn-
landshafi og grynntist. Skil hennar fóru yfir landið þ. 24., með úrkomu í flestum lands-
hlutum nema á Norður- og Norðausturlandi. Þ. 25. myndaðist smálægð við suðaustur-
ströndina á skilum, sem lágu yfir Norðausturlandi og olli hún talsverðri úrkomu austan-
lands á leið sinni norðureftir. Þ. 26. nálgaðist enn á ný lægð landið og sameinaðist þeirri,
sem fyrir var á Grænlandshafi, en skilin fóru hratt norðaustur árdegis þ. 27. Hiti var
yfir meðallagi, 3%°-4%° þ. 23.-25., 2%° þ. 26. og 1° þ. 27. Næstu daga var vindur
suðvestlægur á landinu nema á Vestfjörðum var norðaustanátt. Samskil lágu um Vest-
firði og þokuðust aðeins suður á bóginn. Éljagangur var norðanlands og víðast hvar
smáskúrir sunnanlands, en léttskýjað á milli. Hiti var undir meðallagi 1%° þ. 28., 3%°
þ. 29. og 30. Þ. 30. hvessti að austan og lægð þokaðist austur með suðurströndinni.
Hitinn var %° undir meðallagi þ. 31. og nokkur úrkoma á Suðurlandi.
Loftvægi var 0.7 mb undir meðallagi, frá 2.7 mb undir því á Reykjanesvita að 1.7
mb yfir því á Vopnafirði. Hæst stóð loftvog, 1025.8 mb, á Hornbjargsvita þ. 9. kl. 18
til 24, en lægst, 965.8 mb, í Vestmannaeyjum þ. 15. kl. 15.
Hiti var 0.2° yfir meðallagi. Hiti var víðast hvar lítið eitt hærri en venja er, nema
á Reykjanesi, norðanverðum Vestfjörðum og við sjávarsíðuna á Norðaustur-, og Austur-
og Suðurlandi, þar sem hiti var rétt undir meðallagi. Hitafrávikið var innan við eina
gráðu á öllum stöðvum.
tJrkoma var 94% miðað við meðalúrkomumagn í október. Minnst að tiltölu, eða tæp-
lega helmingur af því sem venjulegt er, var úrkomumagnið í innsveitum norðan jökla
frá Hrútafirði að vestan að Seyðisfirði að austan, og í uppsveitum Árnessýslu. Úrkomu-
magn var tæplega i meðallagi á Vestfjörðum og á Suðurlandi, en annars staðar rétt
yfir meðallagi, nema í Austur-Skaftafellssýslu, þar sem úrkomumet voru slegin, bæði
sólarhringsmet og mánaðarmet. Á Kvískerjum mældust 242.7 mm þ. 1. og mánaðar-
(73)