Veðráttan - 02.12.1979, Page 29
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1979
þar eru geröar veðurathuganir kl. 9,15 og 21 og athugunarmaður er Guðmundur Stefáns-
son bóndi.
Veðurathugunarstöðin að Vöglum II var flutt að Lerkihlið snemma í septembermán.
Veðurfarsathuganir lögðust niður í Krísuvík um miðjan desembr.
Öreglulegar stöövar: Athuganir voru gerðar í Heiðmörk mánuðina mai til október
og á Korpúlfsstöðum maí til september.
EftirlitsferÖir 1979: Starfsmenn Veðurstofunnar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu:
Akranes, Akureyri (lögreglustöð), Blönduós, Búð, Búrfell, Fitjar, Grundartanga, Heiðar-
bæ, Heiðmörk, Hrauneyjarfoss, Hvanneyri, Hæl, Jaðar, Kalmannstungu, Keflavíkur-
flugvöll, Korpúlfsstaði, Máskeldu, Miðfell, Nautabú, Raufarhöfn, Reykhóla, Reyki í
ölfusi, Sámsstaði, Sigöldu, Síðumúla, Skriðuklaustur, Skógargerði, Stardal og Þingvelli.
Athuganir á skipum 1979: Á eftirtöldum skipum voru gerðar athuganir og skeyti send:
Arnarfelli, Álafossi, Árna Friðrikssyni, Bakkafossi, Berglind, Bifröst, Bjarna Bene-
diktssyni, Bjarna Sæmundssyni, Brúarfossi, Bæjarfossi, Dettifossi, Dísarfelli, Eldvík,
Engey, Fífli, Fjallfossi, Freyfaxa, Goðafossi, Goðanum, Grundarfossi, Guðsteini, Háa-
fossi, Harðbak, Helgafelli, Hofsjökli, Hvassafeili, Ingólfi Arnarsyni, Irafossi, Jóni Dan,
Jóni Finnssyni, Júní, Jökulfelli, Kaldbak, Kljáfossi, Lagarfossi, Langá, Laxá, Lax-
fossi, Mánafossi, Múlafossi, Mælifelli, Rangá, Reykjafossi, Selá, Selfossi, Sigurði, Skafta-
felli, Skaftá, Skeiðsfossi, Skógafossi, Sléttbak, Snorra Sturlusyni, Stuðlafossi, Suð-
urlandi, Svani, Tungufossi, Urriðafossi, Úðafossi, Vesturlandi, Vigra og ögra. (Alls 61).
Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli. Heildarfjöldi
athugana varð 720 og athuganir á vindi voru 718.
VeÖurstofan starfrækti jaröskjálftamæla á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Síðumúla,
Hrauni á Skaga, Hveravöllum, Grimsey, Akureyri, Eyvindará, Kirkjubæjarklaustri og
Kvískerjum. Á árinu voru hafnar jarðskjálftamælingar i Leirhöfn.
Frá haustinu 1979 hefur Veðurstofan rekið 8 þenslumælastöðvar á eftirtöldum stöð-
um á Suðurlandi: Stórólfshvoli, Hellu, Saurbæ í Holtum, Búrfellsvirkjun, Gljúfurleit
við Þjórsá, Jaðri í Hrunamannahreppi, Skálholti og Riftúni í ölfusi. Mælar þessir
eru steyptir niður í djúpar borholur og eru tengdir við skrifara á yfirborðinu, og er
tilgangurinn með þeim að meta hægfara breytingar á spennuástandi jarðskorpunnar
á þessu svæði.
Ýmislegt.
Þ. 1. júli urðu breytingar á rekstri Veðurstofunnar. Flugveðurþjónustan á Kefla-
víkurflugvelli, sem hefur verið starfrækt síðan 1952, var flutt til Reykjavikur og sam-
einuð veðurspádeildinni þar. Á veðurspádeild fjölgaði um 3 veðurfræðinga og 2 rann-
sóknamenn. Álþjóðaflugmálastofnunin greiðir laun þessara starfsmanna. Þessar breyt-
ingar stöfuðu af samdrætti Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) á flugveðurþjón-
ustu við alþjóðlegt flug yfir Norður-Atlandshaf.. Frá sama tíma tók Veðurstofan að
sér allar veðurathuganir á Keflavíkurflugvelli.
Fyrri hluta ársins dvaldi hér á landi, í þrjá mánuði, veðurfræðingurinn Ernest Hov-
möller, sem er að góðu kunnur fyrir fyrri sérfræðingsaðstoð sína við Veðurstofuna. Hann
vann hér við að undirbúa 3—5 sólarhringa veðurspár, sem ætlað er að gera i náinni
framtið.
Guðmundur Hafsteinsson sótti námskeið í veðurspágerð fyrir svifflug í Oberpfaffen-
hofen við Miinchen 1.—16. mai.
Otvarp veðurfregna og útgáfustarfsemi.
Útvarpstlmar veöurfregna voru sem hér greinir: Kl. 100, 430, 700 (nema á sunnu-
dögum), 815, 1010, 1225 (1245 frá 1. maí), 1615, 1845 og 2230 (2215 frá 1. nóv.).
Kl. 100, 700, 1010 og 1845 var bæði útvarpað veðurlýsingu frá einstökum veðurstöðv-
um (kl. 700 aðeins innlendar stöðvar), almennu yfirliti og veðurspá fyrir landið, miðin,
Austurdjúp og Færeyjadjúp. Á öðrum tímum var útvarpað almennu yfirliti og veður-
spá. Kl. 100 og 1245 (1225) var einnig útvarpað spá fyrir hafið sunnan og suðvestan
við landið.
1 veðurlýsingu frá einstökum veðurstöðvum var frá 19. apríl tekin upp sú nýbreytni
að lesa loftvægi á stöðvunum Reykjavík, Galtarvata, Raufarhöfn, Dalatanga, Stórhöfða,
Kristjánssundi, Angmagsalik, Tóbinhöfða, Jan Mayen og síðar á árinu einnig á veður-
(125)