Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1979, Blaðsíða 30

Veðráttan - 02.12.1979, Blaðsíða 30
1979 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit dufli á u.þ.b. 62° N og 29° V. Þess er þá ennfremur getið, hvort loftvaegi var hækkandi eða lækkandi síðustu 3 klst. Sé breyting á 3 klst. 5.0 mb eða meiri er hún lesin. Spá var gerð fyrir Norðurdjúp 8. jan. — 8. mars og 25. ág .— 10. nóv. Spá var gerð fyrir Jónsmið 20. júlí — 15. ágúst. Veðurhorfum á öðrum degi var útvarpað í lok lesturs kl. 1845 og 2230 til júníloka, en í lok lesturs kl. 1245 og 1615 frá 1. júlí. Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir djúpmið útvarpað á islensku og ensku í loftskeytalykli kl. 530, 1130, 1730 og 2330. Frá og með 1. des. var útvarp veðurspáa frá strandarstöðvum Póst- og símamálastofn- unar aukið. Fá nú stöðvamar á Isafirði, Siglufirði, Neskaupstað, Hornafirði og í Vest- mannaeyjum sent almennt yfirlit og stormaðvaranir i upphafi viðurspár svo og spá fyrir þau spásvæði sem næst eru, og er þessu útvarpað á ákveðnum tímum fyrir sjófar- endur. Að næturlagi er útvarpað frá Isafirði, Neskaupstað og Vestmannaeyjum kl. 133 og 503 en frá Siglufirði og Hornafirði þrem minútum siðar í báðum tilvikum. Að degi til er útvarpað frá Neskaupstað kl. 1045, 1645 (aðeins mánuðina okt. — mars), og 2245, og hverju sinni þrem mínútum siðar frá Siglufirði og Hornafirði. Útvarpað er á aðalvinnutíðnum stöðvanna að undangengnu tilkynningakalli á 2182 kílóriðum. Útvarp veðurfregna um loftskeytastöðina í Reykjavík er óbreytt frá því sem verið hefur. Veðurfréttir birtust í sjónvarpi alla daga sem sjónvarpað var. VeOráttan: Prentuð voru mánaðaryfirlit fyrir júní 1978 til júní 1979. Mánaðaryfirlit fyrir 4 stöðvar voru unnin sérstaklega um hver mánaðamót og send áskrifendum. Á árinu voru gefin út 63 vottorð til notkunar í opinberum málum. JarÖskjálftaskýrslur: Vikuleg yfirlit um mælingar meiriháttar jarðskjálfta voru send til ýmissa stofnana. Haldið var áfram útgáfu á mánaðarskýrslum um jarðskjálfta hér á landi, Skjálftabréfi, í samvinnu við Raunvisindastofnun Háskóla Islands. Þá voru einnig gefnar út heildarskýrslur um jarðskjálfta, er mældust hér á landi á árunum 1965 og 1966. Á árinu var gefin út skýrslan: „Hafís viö strendur Islands, október 1970 — september 1971“. Skýrslan er 97 síður og er texti bæði á íslensku og ensku. önnur rit gefin út á árinu: „Greinargerð um veðurfar vegna skipulags Áslands og Setbergslands í Hafnarfirði" eftir Flosa Hrafn Sigurðsson og Markús Á. Einarsson. „Skýrsla um vindmælingar að Syðra-Lóni á Langanesi" eftir Flosa H. Sigurðsson og Eyjólf Þorbjörnsson. , „Um veðurfarsleg áhrif Blöndulóns og greinargerð Orkustofnunar um það efni“ eftir Flosa H. Sigurðsson og Eyjólf Þorbjörnsson. Qreinar í erlendum ritum: „Climatic conditions of Lake Mývatn area" eftir Markús Á. Einarsson, birt í Oikos 32 bls. 29-37. „Catastrophic earthquakes in Iceland" eftir Ragnar Stefánsson, birt i Tectonophysics 53 (1979) bls. 273-278. Alþjóðasamstarf. Hlynur Sigtryggsson sótti fund veðurstofustjóra í Vestur-Evrópu í Bordeaux 27,—30. mars, allsherjarþing Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) í Genf 30. apríl — 25. maí, fund I stjómarnefnd um rekstur veðurskipa á Norður-Atlantshafi í Genf 26.-29. júní og fund veðurstofustjóra á Norðurlöndum í Kaupmannahöfn 18.—20. september. Páll Bergþórsson sótti fund í norrænni veðurgagnanefnd í Hyvinge í Finnlandi 23.-25. janúar. Markús Á. Einarsson tók þátt í alþjóðaráðstefnu um veðurfar á vegum Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar í Genf 12,—16. febrúar. Borgþór H. Jónsson tók þátt í tækniráðstefnu um flugveðurfræði á vegum Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar I Genf 5.-9. nóvember og Flosi H. Sigurðsson tók þátt i tveim- ur fundum um rekstur veðurathugunardufla á Norður-Atlantshafi í Brussel 17. og 18. des. Samstarf við norsku veðurstofuna um rekstur veðurathugunardufls fyrir suðvestan land hélt áfram með sama sniði og áður. 1 samvinnu við Carnekie Institution of Washington var komið fyrir 8 þenslumæl- um (borehole-strainmeters) á Suðurlandi til að fylgjast með breytingum á spennu- ástandi jarðskorpunnar. Vonir standa til að með þessum mælingum verði hægt að segja fyrir um jarðskjálftahorfur. Stöðvarnar eru tilgreindar í kaflanum um veður- stöðvar. Carnegie Institution lagði til mælitækin og tekur nokkurn þátt 5 rekstri þeirra. (126)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.