Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1982, Blaðsíða 32

Veðráttan - 02.12.1982, Blaðsíða 32
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1982 Veðurstöðvar. Athugunarmenn: Kristbjörn Guðlaugsson að Arnarstapa andaðist í maí og var stöðin lögð niður í október. Hann hafði annast veðurathuganir frá 1936. I Flatey á Breiða- firði tók Árni Sigmundsson við veðurathugunum af Svanhildi Jónsdóttur. Á Hamra- endum tók Sigvaldi G. Guðmundsson við veðurathugunum af Guðmundi Baldvinssyni, en hann hafði annast þær frá upphafi, 1936. Að Hólum í Hjaltadal tók Erla Friðjóns- dóttir við veðurathugunum af Sigurlaugu Ólafsdóttur. Á Hæli tók Árni Einarsson við af föður sínum, Einari Gestssyni. Á Höfn í Hornafirði tók Sólveig U. Eysteinsdóttir við af Svanhvíti Pálsdóttur. Að Kollaleiru tók Halla Kjartansdóttir við af Guðmundi M. H. Beck. 1 Kvígindisdal tök Fríða Guðbjartsdóttir við veðurathugunum og skeyta- sendingum af Henríettu F. Thoroddsen. 1 Lerkihlíð tók Guðrún Jónsdóttir við af Guðna Þorsteini Arnþórssyni. Á Mánárbakka tók Aðalgeir Egilsson við af Elísabet Bjarnadóttur. Á Þingvöllum tók Heimir Steinsson við af Eiríki J. Eiríkssyni. Nýjar stöövar og breytingar á eldri stöövum: Tvær stöðvar voru lagðar niður á árinu. Voru það Stóri-Botn þ. 1. júlí og Arnarstapi þ. 1. október. Ekki voru stofnaðar nýjar veðurathugunarstöðvar. Öreglulegar stöövar: Athuganir voru gerðar í Heiðmörk mánuðina mai til október og á Korpúlfsstöðum maí til september. Eftirlitsferöir: Starfsmenn Veðurstofunnar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu: Akureyri (lögreglustöð), Akureyri (Vökuvelli), Búðardal, Eyvindará, Hamraenda, Haukatungu, Heiðarbæ, Heiðmörk, Hellu, Hvanneyri, Hveravelli, Höfn, Irafoss, Kolla- leiru, Korpu, Miðfell, Möðrudal, Möðruvelli, Reykhóla, Reyki, Sámsstaði, Stórhöfða, Þingvelli, Þverholt og Önnupart. Ýmsar athuganir. Athuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar veðurathuganir og skeyti send: Apríl, Álafossi, Arnarfelli, Árna Friðrikssyni, Bakkafossi, Bjarna Sæmundssyni, Bæjarfossi, Dettifossi, Dísarfelli, Eldvik, Engey, Eyrarfossi, Fjaílfossi, Freyfaxa, Goða- fossi, Goðanum, Grundarfossi, Guðsteini, Hafþóri, Harðbak, Helgafelli, Helgey, Höfsjökli, Hvassafelli, Ingólfi Arnarsyni, Irafossi, Isnesi, Jökulfelli, Kaldbak, Keflavík, Lagar- fossi, Langá, Laxá, Laxfossi, Ljósafossi, Mánafossi, Múlafossi, Mælifelli, Rangá, Sögu, Selá, Selnesi, Skaftafelli, Skaftá, Skeiðfossi, Sléttbak, Snorra Sturiusyni Stuðlafossi, Suðurlandi, Svani, Úðafossi, Urriðafossi, Vesturlandi, (Val frá 25/10 1982), Viðey, Vigra og Ögra. Auk þess komu skeyti frá skipum Landhelgisgæslunnar, Óðni, Tý, Þór og Ægi. Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli. Heildarfjöldi athugana var 727, athuganir á vindi voru 726. Jaröskjálftamcelar voru á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Síðúmúla, Botni í Reykja- fjaz-ðarhreppi, Hrauni á Skaga, Hveravöllum, Grímsey, Akureyri, Leirhöfn, Eyvindará, Miðfelli í Nesjahreppi, Kvískerjum og Kirkjubæjarklaustri. Þenslumœlar voru á eftirtöldum stööum á Suöurlandi: Stórólfshvoli, Hellu, Saurbæ í Holtum, Búrfellsvirkjun, Gljúfui'leit við Þjórsá, Jaðri i Hrunamannahreppi, og í Skálholti. Mælar þessir eru steyptir niður í djúpar borholur, og eru tengdir við skrifara á yfirborðinu, og er tilgangurinn með þeim, að meta hægfara breytingar á spennu- ástandi jarðskorpunnar á þessu svæði. Um haustið voru settir niður hitamælar með mælinákvæmni 1/10000° í sömu borholur og þenslumælarnir. Þeir skrá smávægilegar breytingar á jarðvatnshita. Útvarp veðurfregna. Útvarpstímar veöurfregna voru sem hér greinir: Kl. 0100 (eingöngu á langbylgju), 0430 (um loftskeytastöðina í Reykjavík), 0700 (nema á sunnudögum), 0815,, 1010, 1245, 1615, 1845 og 2215. Kl. 0100, 0700, 1010 og 1845 var bæði útvarpað veðurlýsingu frá einstökum veður- stöðvum (kl. 0700 aðeins innlendar stöðvar), almennu yfirliti og veðurspá fyrir landið, miðin og djúpin. Á öðrum tímum var útvarpað almennu yfirliti og veðurspá. Bætt var við nýju spásvæði, Vesturdjúpi, 22. febr., en það afmarkast af 62% °N og 65% °N og 26°V og 31°V. (128)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.