Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1982, Blaðsíða 33

Veðráttan - 02.12.1982, Blaðsíða 33
1982 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Veðurhorfum á öðrum degi var útvarpað í lok lesturs kl. 1245 og 1615. Frá strandarstöðvum Póst- og símamálastofnunar var útvarpað almennu yfirliti, stormaðvörunum og spám fyrir þau spásvæði sem næst eru hverri stöð, sem hér segir: Áð næturlagi var útvarpað frá Isafirði, Neskaupstað og Vestmannaeyjum kl. 0133 og 0503, en frá Siglufirði og Hornafirði þrem mínútum síðar í báðum tilvikum. Að degi til var útvarpað frá Neskaupstað kl. 1045, 1645 (aðeins mánuðina okt.—mars) og 2245, og hverju sinni þrem mínútum síðar frá Siglufirði og Hornafirði. Otvarpað var á aðal- vinnutiðnum stöðvanna að undangengnu tilkynningakalli á 2182 kílóriðum. Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir miðin útvarpað á islensku og ensku í loftskeytalykli kl. 0530, 1130, 1730 og 2330. Veðurkort voru send til skipa kl. 1000 og 2300. Sent var á 6482 kílóriðum og með 120 snúningahraða á mínútu. Otsendingartímar voru kl. 1000 og 2300. Veðurfréttir birtust í sjónvarpi alla daga sem sjónvarpað var. Útgáfustarfsemi og fleira. VeSráttan: Prentuð voru mánaðaryfirlit fyrir janúar til desember 1981. Mánaðar- yfirlit fyrir 4 stöðvar voru unnin um hver mánaðamót og send áskrifendum. HafíssTcýrslur: Gefnar voru út skýrslur um hafís við strendur íslands fyrir tímabilið október 1974 til september 1980. JarSskjálftaskýrslur: Gefin voru út skjálftabréf í samvinnu við Háskóla Islands. Preliminary Seismogram Readings var gefið út vikulega. Að beiðni Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, var reiknað út viðmiðunarár fyrir 5 veðurstöðvar til notkunar við útreikninga á rekstrarkostnaði húsa og áætlunar- gerð fyrir hitaveitur. Handrit til útgáfu var afhent Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Fiskifélag Islands gaf út ritið ,,Allra veðra von“, en þar eru greinar eftir 11 veður- fræðinga og einn haffræðing. Starfskynning: I 24 daga, á timabilinu febrúar til apríl, var tekið á móti skólafólki á Veðurstofunni. Ýmist var um að ræða heimsóknir hópa eða starfskynningu fyrir einstaklinga. Alþjóðasamstarf. Fram var haldið þátttöku í COST-43, samstarfi Evrópurikja á sviði tækni og vísinda og samstarfi við Chr. Michelsens Institutt í Bergen og Meteorological Office i Bracknell, um rekstur veðurdufls (ODAS-451) tæpar 200 sjómílur SSA af Hornafirði. Samstarf var við frönsku og norsku veðurstofurnar um sjósetningu rekdufla til veður- athugana, suðvestur af Islandi, sem hér segir: Dags. StaSur °N, °W Fjöldi Frönsk dufl 14.08 60.0 35.0 2 16.08 56.1 47.1 2 29.08 65.0 30.0 1 Norskt dufl 29.10 63.1 29.8 1 Borgþór H. Jónsson sótti sameiginlegan fund tækniráða Alþjóðaveðurfræðistofnunar- innar og Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um tilhögun flugveðurþjónustu og fjarskipta- mál þar að lútandi. Fundurinn var haldinn í Montreal 14. apríl — 7. maí. Flosi Hrafn Sigurðsson var fulltrúi Islands á tveimur stjórnunarfundum COST-43 í Briissel 20.—23. maí og 8. desember. Hann sat ennfremur fund svæðisnefndar COST-43 7. des. og átti í báðum ferðum viðræður við samstarfsaðila um sjálfvirkar veðurathug- anir á sjó. Hlynur Sigtryggsson sótti fund veðurstofustjóra í Vestur-Evrópu í Helsinki 14.—16. maí, fund í stjórnarnefnd NAOS í Genf 6.-9. júlí, áttunda þing svæðissamtaka VI (Evrópu) innan Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar haldið í Róm 4.—16. október, fund stjórnarnefndar Evrópumiðstöðvar fyrir meðaldrægar veðurspár í Reading 18,—19. nóvember og fund veðurstofustjóra á Norðurlöndum í Kaupmannahöfn 29. nóvember. (129)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.