Veðráttan - 01.10.1983, Side 1
VEÐRÁTTAN 1983
MÁNauahyfiui.it samiu á vebvrstofvnni
Október
TíOarfar var talið hagstætt fyrri hlutann um mest allt land, en síðari hlutann var
mjög umhleypingasamt. Snjó festi yfirleitt ekki fyrr en um miðjan mánuð, og snjór á
jörð var lítill i byggð, nema í innsveitum norðantil á landinu.
Fyrstu 6 dagana var tiltölulega hlýtt. Meðalhiti allra stöðva 4°—6%° og hlýjast
þ. 4. Á Austfjörðum var fádæma vatnsveður fyrstu þrjá dagana, og mældist úrkoman
380 mm á Neskaupstað og 361 mm á Dalatanga frá kl. 9. þ. 1. til kl. 9 þ. 4.
Viðáttumikil lægð var sunnan við land þ. 1.—3. Hvöss austanátt var ríkjandi, en
norðvestan til á landinu var vindur þó lengst af milli norðausturs og norðurs. 1 inn-
sveitum á Austurlandi var úrkoman miklu minni en við ströndina, aðeins 3.6 mm á
Hallormsstað frá kl. 9 þ. 1. til kl. 9 þ. 4. Á Suður- og Vesturlandi var úrkoma mjög
breytileg, og svo til úrkomulaust á sumum stöðvum. Á Norðurlandi rigndi víða talsvert,
einkum þ. 1. og 2.
Þ. 4. lægði og stytti upp, og daginn eftir var bjartviðri um mikinn hluta landsins og
vindur hægur, en lægð við Suður-Grænland olli hvassri austan og suðaustanátt við
suður- og vesturströndina, er á daginn leið. Úrkomusvæði lægðarinnar færðist inn yfir
landið um nóttina, og fór norðaustur yfir það daginn eftir. Úrkoma var viða mikil.
Þ. 7. og 8. fór kólnandi, og var meðalhiti allra stöðva 1% ° siðari daginn. Vindur var
hægur og úrkoma ekki teljandi fram undir kvöld siðari daginn, en þá var komin
suðaustanátt með rigningu við suðvesturströndina, og um nóttina rigndi frá sunnan-
verðum Austfjörðum til Breiðafjarðar.
Þ. 9. barst hlýrra loft inn yfir landið, en grunnar lægðir voru sunnanvert við það og
vindur hægur. Hitinn hækkaði um 2°, og var siðan frá meðaltali áranna 1971—80 að
1° yfir þvi til þ. 13. Þ. 9. og aðfaranótt 10. var úrkoma víða mjög mikil suðaustanlands.
Frá Skagafirði til Norðausturlands var þurrt, en annars staðar rigndi. Þ. 10. og 11. var
vindur áfram hægur og áttin breytileg, en á Vestfjörðum var þó lengst af norðaustanátt,
og að kvöldi þ. 11. var komin austanátt við suðurströndina. Aðfaranótt 11. var talsverð
úrkoma víða vestantil á landinu og nokkuð rigndi, einnig á Austur- og Suðurlandi.
Þ. 12. var djúp lægð á hreyfingu austur sunnan við land, og næstu tvo daga fór hún til
norðausturs og norðurs. Þ. 12. var austanátt, nema á Vestfjörðum, þar var norðaustanátt,
og þ. 13. var norðanátt á landinu. Víða var hvasst en ekki teljandi úrkoma, nema norð-
austantil á landinu og á Vestfjörðum, og einnig vestast á Norðurlandi siðari daginn.
Þ. 14.—16. var norðanátt, rigning, slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, og
kólnandi veður, en meðaltal allra stöðva þó yfir frostmarki. Allan síðari hluta mánaðar-
ins var kaldara en að meðaltali árin 1971—80, nema þ. 29. og 31.
Þ. 17. lægði, lítils háttar él voru norðanlands, og undir kvöld kom úrkomusvæði inn
yfir suðvestanvert landið. Daginn eftir var víða hvöss austan eða norðaustanátt framan
af, en þ. 19. var fremur hæg norðanátt. É1 voru áfram norðanlands. Þ. 20. þokaðist
hæðarhryggur austur yfir landið og úrkomusvæði kom inn yfir það úr vestri. Sunnan-
lands og vestan var víða mikil úrkoma. Vindur var milli suðurs og suðvesturs, og sums
staðar hvasst. Dagana 17.—20. var meðalhiti allra stöðva %°—1° undir frostmarki.
Þ. 21. hlýnaði um 4° á öllu landinu, og daginn eftir var einnig fremur milt. Hæð var
yfir Bretlandi á hreyfingu austur, en lægðir komu úr suðvestri og vindur var milli
suðurs og vesturs. Mikil úrkoma var sunnanlands og vestan þ. 20.
Aðfaranótt 22. kom lægðarmiðja inn yfir landið, og fór norðaustur yfir það um daginn.
Úrkoma var um allt land, rigning, snjókoma og slydda, og víða mikil. Vindur snerist
til norðurs, sums staðar varð hvasst, en daginn eftir var vindur hægur og áttin vestlæg.
Þessa 2 daga kólnaði í veðri, og var 5%° kaldara þ. 23. en þ. 21. Þ. 23. var meðalhiti
allra stöðva —2°, og var það kaldasti dagur mánaðarins. Úrkoma var ekki teljandi fyrr
en undir kvöld, þá kom úrkomusvæði inn yfir vesturströndina.
Þ. 24.-26. var meðalhiti allra stöðva yfir frostmarki, og úrkoma um allt land. Þ. 24.
var lengst af hæg suðvestanátt, en gekk til suðausturs við suðurströndina, og úrkoma
var mest sunnanlands. Á Vestf jörðum var norðanátt og snjókoma þ. 25., en víðast rigning
í öðrum landshlutum, og síðasta daginn gekk í norðanátt á öllu landinu. Þá var úrkoman
mest á Norður- og Austurlandi. Lægð kom úr suðvestri þ. 24., og fór austur yfir sunnan-
vert landið daginn eftir, og önnur lægð fór sömu slóð þ. 26.
Þ. 27. var hæð yfir landinu og yfirleitt þurrt veður, en kalt, hiti 1%° undir frostmarki.
Hitaskil komu inn yfir landið vestanvert þ. 28., og fóru austur yfir landið aðfaranótt
29., og undir kvöld þann dag kom djúp og kröpp lægð inn yfir Suðvesturland. Hiti var
%° undir frostmarki þ. 28., en þ. 29. hlýnaði um 5°. Tvo síðustu dagana var aftur heldur
(73)