Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁN AÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Janúar Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur. Gæftir voru óvenju erfiðar. Lengst af var snjólétt á austan- og suðaustanverðu landinu. Fyrri hluta mánaðarins var snjólétt á Norðausturlandi og austanlands var sums staðar talin þokkaleg tíð. Vestanlands og á Vestfjörðum var snjóþungt og tíðarfar erfitt. Undir lok mánaðarins mynduðust víða svell norðaustanlands. Fyrstu fjóra daga mánðarins var hiti yfir meðallagi, 5° þ. 1., 3° þ. 2. og 2° þ. 4. Þ. 3. var hiti 7° yfir meðallagi og varð það hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Fyrstu dagana var mikið lægðasvæði fyrir suðvestan l.md og úrkomusvæði fóru yfir landið. Oft var þurrt norðaustanlands. Úrkoman var ýmist rigning, slydda, eða snjór. Þ. 4. fór lægð yfir landið. Vindur snerist til vesturs sunnanlands, en til norðausturs fyrir norðan. Verulega kólnaði og frost var á Vestfjörðum allan daginn. Nóttina eftir var kominn norðanstrekkingur með frosti um land allt. Él voru norðaustanlands, en sunnanlands létti til. Þ. 5. var hiti 4° undir meðallagi. Þá var dálítill hæðarhryggur yfir landinu með dálitlum éljum um norðanvert landið, en sunnanlands var sums staðar léttskýjað. Þ. 6. hlýnaði með úrkomusvæði úr suðvestri. Hiti var 1° undir meðallagi þann dag, en 6° yfir því þ. 7. f fyrstu snjóaði en síðan rigndi á Suður- og Vesturlandi. Þ. 7. fór allkröpp lægð til norðausturs um Vestfirði. Víða var nokkuð hvasst af suðvestri. Um kvöldið var komin norðaustanátt á Vestfjörðum með frosti, en vindur gekk niður í öllum landshlutum. Þ. 8. var hiti 1° undir meðallagi, en 4° undir því þ. 9. Alldjúp lægð var fyrir austan land, en lægðardrag undan Suðurlandi. É1 voru víða norðanlands og dálítið snjóaði að kvöldi þ. 8. suðvestanlands. Þ. 9. var fremur hæg norðanátt. Smáél voru á víð og dreif um landið norðanvert, en léttskýjað syðra. Þ. 10. gekk í austan hvassviðri með snjókomu, en á eftir fylgdi hægari sunnanátt með rigningu eða skúrum. Dagana 10. til 20. var hiti oftast nærri meðallagi, þó 3° yfir því þ. 11. og 13. Lengst af var lægðardrag á Grænlandshafi, suðvestanátt ríkjandi með éljum á Suður- og Vesturlandi, en bjartara veðri norðaustanlands. Djúp lægð fór þó til norðausturs með suðausturströndinni þ. 13. og kröpp lægð fór til austurs fyrir sunnan land þ. 14. Úrkomusvæði fór yfir landið þ. 17. Þ. 20. fór kröpp smálægð yfir landið með talsveðri úrkomu, en þ. 21. var hæg norðanátt með éljum á norðausturlandi, en sunnanlands var bjartara veður. Þ. 21. var hiti 6° undir meðallagi. Aðfaranótt þ. 22. gerði austan hvassviðri með snjókomu um mestallt land. Hiti var 5° undir meðallagi. Undir kvöld lægði og hlýnaði, en enn komu skil að landinu þ. 23., en þá rigndi um mestallt land. Hiti var 3° yfir meðallagi þ. 23., 2° þ. 24., en nærri meðallagi dagana 25.-28. Síðdegis þ. 23. fór enn kröpp smálægð yfir landið. Suðlæg átt var ríkjandi, en oft þó norðaustanátt á Vestfjörðum. Þ. 24. og 25. var lægð á Grænlandshafi og aðfaranótt þ. 26. fór smálægð norður um Austurland. Suðvestanátt var ríkjandi og stundum þurrt norðaustanlands. Lægð dýpkaði við suðurströndinaþ. 27. og fór hún síðan yfir landið. Vindátt var mjögbreytileg, víða var hvasst og úrkoma ýmist rigning, slydda eða snjókoma. Þ. 28. fór lægðin yfir og vindur snerist til suðvesturs. Þ. 29. var lægðardrag á Grænlandshafi og hiti 3° undir meðallagi. Þ. 30. hvessti af austri með snjókomu, en síðan hlýnaði með sunnanátt. Hiti var um meðallag þ. 30., en þ. 31. var asahláka og hvasst. Kröpp lægð hreyfðist til norðausturs um Vestfirði. Um kvöldið snerist vindur til suðvestanáttar með frosti og éljum vestanlands. Loftvœgi var 12,5mb undir meðallagi, frá 13,5 í Sth og á Rfh að 10,6 í Vm. Lægst stóð loftvog í Hjrð þ. 13. kl. 24, 947,lmb, en hæst á Hbv þ. 22. kl. 02, 1022,3mb. Vindar. Sunnan-, og suðvestan- og vestanáttir voru mun tíðari en að meðaltali 1971-1980, en norðan-, norðaustan- og austanáttir að sama skapi fátíðari. Logn var talsvert sjaldnar en í meðalári. Vindhraði náði 11 eða 12 vindstigum sem hér segir: þ. 3. í Vm(l 1 vindstig), þ. 7. á Sd(l lv), þ. 10. í Vm(llv)ogáHvrv(llv),þ. 12. í Vm(l lv), þ. 13. í Vm(12 vindstig, 40.7m/s), á Búr(12v) og á Hæl(l lv), þ. 14. í Vm(l lv), þ. 20. í Vm(12v), þ. 22. í Fl(l lv), Æð(12v), á Fghm(12 vindstig, 38.6m/s), á Vtns(l lv) og í Vm(12 vindstig, 40.7m/s), þ. 24. á Sd(l lv), þ. 27. á Fghm(12v), Nrðh(l lv), Vtns(l lv) og í Vm(12 vindstig,42.2m/s),þ. 28. á Vtns(l lv) ogí Vm(12 vindstig, 34.0m/s),þ. 29. í Vm(12v),þ. 30. í Vm(12v) og þ. 31. í Strm(llv), Sth(llv), Brgs(llv), Strh(llv), Vm(12v, 34.5m/s) og á Hvrv(llv). Vindur náði 58.2m/s í snöggri hviðu í Vm þ. 13., 55.6m/s þ. 22. og 55.1m/s þ. 27. Snjódýpt var mæld á 86 stöðvum þá daga sem jörð var alhvít. Mest meðalsnjódýpt var í Strd, 45cm, en 43 á Hbv. Á 5 stöðvum öðrum var meðalsnjódýpt yfir 30cm, 21-30cm voru á 10 stöðvum, I l-20cm á 33 stöðvum, en minna á 36 stöðvum. Mest snjódýpt í mánuðinum mældist á Nsjv þ. 30. 122cm og 108 á Hbv þ. 31. (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.