Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Mars Marsmánuður var óhagstæður einkum sökum snjóþyngsla og kulda. Gæftir voru stopular og samgöngur mjög erfiðar. Þ. 1. var hiti 7° undir meðallagi. Hæð var yfir austanverðu landinu og lægðardrag út af Vestfjörðum. Þurrt var víðast hvar nema við suður- og suðvesturströndina þar fór að snjóa síðdegis, er smálægð myndaðist þar. Að kvöldi þ. 2. fór að snjóa á annesjum fyrir norðan og vestan og lægðardragið þokaðist suðaustur yfir landið. Hiti var 3° undir meðallagi þ. 2. en frostið herti aftur þ. 3. og var hiti 5° undir meðallagi. É1 voru á annesjum norðanlands en annars var bjart veður og fremur hæg norðaustanátt. Að morgni þess 4. þykknaði upp með vaxandi austanátt syðst á landinu og gekk í hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum. Dagana 4.-6. var hægfara lágþrýstisvæði fyrir sunnan land og strekkings austan- og norðaustanátt á landinu. Snjókoma var í útsveitum norðanlands en slydda við suður- og austurströndina. Hiti var 2° undir meðallagi þ. 4. og í meðallagi þ. 5. Síðdegis þ. 5. nálgaðist lægð Suðausturland og þokaðist norður með austurströndinni. Rigndi á Austur- og Suðausturlaiidi en hvöss norðaustanátt og snjókoma var á Norð- vestur- og Norðurlandi. Þ. 6. þokaðist lægðardrag sem var yfir austanverðu landinu austur og gerði hvassa norðanátt og snjókomu víða um land. Hiti var 2° undir meðallagi. Næstu nótt lægði og var víðast bjart fram eftir degi þ. 7. og hiti 5° undir meðallagi. Síðdegis þ. 7. nálgaðist landið mjög djúp lægð úr suðvestri. Hvessti að suðaustan og fór að rigna en skil þokuðust inn á landið um nóttina. Voru þau komin austur yfir síðdegis þ. 8.1 kjölfar skilanna lægði heldur en vindátt var áfram suðaustlæg. Hiti var 4° yfir meðallagi þ. 8. og var það annar af tveim hlýjustu dögum mánaðarins. Þ. 9. var hiti 1° yfir meðallagi og veðurhæðin að ganga niður. Dálítil él voru við suður- og suðvesturströndina en annars staðar þurrt og bjart. Dagana 10,-11. var hiti í meðallagi. Lægð var að grynnast á Grænlandshafi og var suðaustlæg átt og smá él vestantil á landinu en bjart austantil. Þ. 12. var hiti 1° undir meðallagi. Lægðin þokaðist norðvestur og varð kyrrstæð við strönd Grænlands. Vindur var suðvestlægur og smá él við vestur- og suðvesturströndina. Að kvöldi þess 12. myndaðist lægð við suðvesturströndina og þokaðist hún austur með suðurströndinni og snjóaði í kjölfarið. Lægðin þokaðist síðan norðaustur og fór að snjóa á Norður- og Norðausturlandi síðdegis þ. 13. og var hiti 2° undir meðallagi. Þ. 14. tók lægðin við Grænlandsströnd að þokast austur og var komin austur fyrir land um nóttina. Vindátt varð norðlæg og snjóaði víða norðanlands. Hiti var 5° undir meðallagi þ. 14. og 15. Þ. 16. var stillt og bjart á landinu og hiti 8° undir meðallagi og var það kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. Smá él voru þó við suðausturströndina. Um kvöldið þykknaði upp suðvestanlands er lægð nálgaðist landið úr suðvestri. Skil þokuðust yfir landið þ. 17. og var snjókoma og slydda á Suður- og Vesturlandi en úrkomulítiðnorðaustanlandsen talsverðurskafrenningur. Hiti varí meðallagi þ. 17. og l°yfirþvíþ. 18. og var þá hæg suðvestlæg átt og smá él á Suður- og Vesturlandi en við ströndina austan- og norðaustanlands var suðaustlæg átt og dálítil súld og slydda. Dagana 19.-24. var ríkjandi norðaustan- og austanátt. Lægð myndaðist suður af landinu þ. 19. og þokaðist hægt norðnorðaustur en lægðardrag lá vestur með suðurströndinni. Þ. 19. var hæg austlæg átt og bjart fram eftir degi og hiti 2° undir meðallagi. Um kvöldið gerði hvassa norðaustanátt og fór að snjóa um allt norðan- og austanvert landið. Víða var mikill skafrenningur. Þ. 20. var stíf norðanátt og víða snjókoma á landinu en að morgni þess 21. dró víða úr veðurhæðinni og úrkoman minnkaði nema á norðanverðum Vestfjörðum. Hiti var í meðallagi þ. 20.-21. Að kvöldi þ. 21. hvessi að vestan syðst á landinu er smálægð myndaðist þar og þokaðist austur. Dagana 21.-22. var strekkings norðan- og norðaustanátt og víða él, en þ. 23. dró heldur úr veðurhæðinni og létti til sunnanlands. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 22. en 2° undir því þ. 23.-24. Þ. 25. var hiti 3° undir meðallagi og norðanáttin gekk niður. Var bjart og gott veður víðast hvar nema nyrst á Vestfjörðum þar batnaði veðrið ekki fyrr en næstu nótt þegar smálægð þokaðist í átt að landinu úr suðri og vindátt varð austlæg. Þ. 26.-27. var hiti í meðallagi. Austanátt var á landinu og víða slydda syðst og él á annesjum fyrir norðan þ. 26., en þ. 27. hvessti með norðaustanátt og voru él á annesjum norðan- og norðvestanlands, en mun hægara og víða bjart í öðrum landshlutum. Aðfaranótt 28. gekk norða istanáttin niður og var hæglátt og bjart veður þann dag og hiti 1° undir meðallagi. Aðfaranótt 29. þykknao upp suðvestanlands með hægri suðaustanátt, þegar smálægð þokaðist í átt til landsins. Dálítil él voru á víð og dreif um landið sunnan- og austanvert fram eftir degi þ. 29. en undir kvöld var farið að rigna syðst. Þ. 30. fór að hlýna til muna þegar djúp lægð kom inn á Grænlandshaf síðdegis og var hiti 3° yfir meðallagi. Víða var súld eða rigning (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.