Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐ U RSTOFUNNI Apríl Tíðarfar var þokkalegt, en mikill snjór á jörðu um allt vestan og norðanvert landið,og óvenju mikill snjór var talinn á hálendi. Varla vottaði fyrir gróðri. Úrkoma var óvenju mikil á sumum verðurathugunarstöðvum. Smálægð hreyfðist austur eftir landinu aðfaranótt þ.l. og úrkomusvæði var yfir því austan- verðu þ.l.- 3. Norðanlands snjóaði en á Austur og Suðausturlandi var rigning eða slydda. Úrkoman var mest um suðaustanvert landið. Á Suður- og Vesturlandi mældist víða mikil úrkoma að morgni þ.l., en síðan var þar að mestu þurrt, þar til að hitaskil nálguðust úr suðvestri að kvöldi þ.3. Hitaskilunum fylgdi hvöss suðaustan og sunnanátt og mikil rigning sunnanlands. Pau fóru norður yfir land um nóttina,og daginn eftir fóru kuldaskil austur yfir það. Þ. 1.-3. var hiti frá meðallagi að l°yfir því, en þ.4. var 4° hlýrra en í meðalári, og var það hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Þ.5.- 10. var hiti frá meðallagi að 2° yfir því. Grunn lægð var á Grænlandshafi þ.5,- 8. og úrkomusvæði yfir landinu tvo fyrstu dagana. Þá daga var úrkoman mest á Suðausturlandi. Þ.7.- 8. var þurrt að mestu, nema á Suðurlandi. Þ.9. var smálægð við suðurströndina og skil fóru vestur yfir landið. Vestast á landinu var allhvöss norðanátt á undan þeim, en síðan gekk vindur til suðurs. Lægðin fór norður með vesturströndinni og eyddist þar næsta dag. Vindur var suðlægur og þó nokkur úrkoma sunnanlands,en lítil norðanlands. Daginn eftir var vindur austanstæður og víða slydda eða rigning,mest á Austfjörðum og Suðurlandi. Þ.ll. kom lægð úr suðri inn yfir Austurland, og daginn eftir var lægðardrag yfir landinu. Veður var heldur kólnandi, og snjókoma eða slydda norðan til á landinu báða dagana, en skúrir eða él sunnanlands. Vestanlands var norðlæg átt þ.ll. en annars var vindur hægur þ. 11 .-14. Lægð var vestan við land þ. 13. og 14., suðlæg átt og él á Suður og Vesturlandi, en hæg breytileg átt norðanlands. Hiti var frá meðallagi að 1° undir því þessa 4 daga. Þ.15. nálgaðist lægð Austurland, og þar og á Norðausturlandi gekk í allhvassa norðanátt með snjókomu. Lægðin var út af Norðausturlandi þ. 16. og norðanlands var hvöss norðan og vestanátt með snjókomu um morguninn, en birti síðan. Suðvestanlands voru él síðdegis af völdum lægðar suðvestan við land. Hiti var l°-2° undir meðallagi. Þ.17,- 20. var hiti frá 1° yfir meðallagi að 1° undir því. Lægð fór norður með Vesturlandi þ. 17. og úrkomusvæði norður yfir land. Daginn eftir rigndi mikið sunnanlands, en þá nálguð- ust skil úr suðaustri. Skilin voru yfir landinu þ,19.,norðan þeirra var norðanátt og hvasst vestast á landinu. Norðanlands var snjókoma, en rigning syðra. Þ.20 þokuðust skilin suður af landinu* Þá var vaxandi hæð norðan við land og yfir því. Þ. 21-29 var kalt í veðri. Kaldast varð að tiltölu í mánuðinum þ.24. og 25., hiti 6° undir meðallagi. Aðra daga þessa tímabils var 2°-5° kaldara en í meðalári. Úrkomulaust var að mestu nema norðaustantil á landinu,og lengst af stillt veður um mest allt landið. Þ.22. og 26. var þó norðanstrengur yfir austanverðu landinu, og þ.23. náði norðanátt sér upp sums staðar sunnanlands. Lægð suðvestur í hafi olli suðaustanátt suðvestanlands þ.29.,og síðdegis byrjaði að rigna sunnanlands. Síðasta dag mánaðarins var hæg austan átt með rigningu á Austfjörðum og hiti 1° yfir meðallagi. Loftvœgi var0.3mb yfir meðallagi, fráO.lmb undir meðallagi í Keflavík að l.Omb yfir því á Galtarvita. Hæst stóð loftvog 1044.9mb á Hornbjargsvita þ.21. kl. 18-24, en lægst í Grímsey 967.Omb þ.ll kl. 16. Vindáttir milli suðurs og vesturs voru fátíðari en á árunum 1971-1980, en aðrar áttir tíðari. Veðurhæð náði hvergi 11 vindstigum í mánuðinum. Þrumur heyrðust á Nesjavöllum þ.7. og í Hjarðarnesi og Grindavík þ.8. (25)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.