Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Maí. Tíð var talin þokkaleg á stöku stað um austanvert landið, en annars var ka!t, umhleypinga- samt og suðvestanlands var fádæma úrkomusamt. í Reykjavík hefur ekki mælst jafn mikil úrkoma í maí síðan samfelldar mælingar hófust þar 1920. Snjór var víða fádæma mikill. Fyrstu 7 dagana var hiti nærri meðallagi. P.l. þokaðist lægð til norðausturs um austanvert landið. Rigning var austanlands, þokuloft víða fyrir norðan, en þurrt um vestanvert landið. Þ.2. var smálægð fyrir suðvestan land og önnur fór til norðausturs við Austurland. Sums staðar var þurrt um norðan og noðvestanvert landið en smáskúrir eða rigning annars staðar. Þ.3. var smálægð yfir Vesturlandi. Víða norðanlands var alvegþurrt en rigning annars staðar. Pessa fyrstu þrjá daga var vindátt mjög breytileg. Þ.4. var suðvestlæg átt með skúrum um vestanvert landið, en þurru austanlands. Þ.5.- 7. þokuðust lægðir norðaustur Grænlands- sund. Talsvert rigndi sunnanlands, en nyrðra var úrkomulítið. Nú varð hiti 2-3° undir meðallagi allt fram til þ. 18. Þ.8. var smálægð fyrir suðaustan land. Sunnanlands létti til en él voru á Norður og Austurlandi. Þ.9. kom hæðarhryggur úr vestri inn á landið með björtu veðri framan af degi, en síðan myndaðist lægð á Grænlandssundi og þá þykknaði upp og síðdegis fór að rigna, fyrst vestanlands. Lægðin fór yfir landið þ.10. Á Austfjörðum var talsverð úrkoma ýmist rigning eða slydda, en sunnanlands létti til í norð- austan strekkingi. Þ.ll. og 12. voru smálægðir í námunda við landið. Talsvert rigndi sunnan- lands, en minna í öðrum landshlutum. Þ.13. dýpkaði lægð mikið fyrir suðvestan land. Aðfaranótt þ. 13. snjóaði um suðvestanvert landið, en rigndi austar. Undir kvöld hvessti talsvert af austri um mestallt land og þ. 14. var vonskuveður á landinu.þó nokkuð lygndi og hlýnaði þegar á daginn leið. Um norðvestanvert landið var slydda, en rigning í öðrum landshlutum Þ.15. fór lægðin norðaustur um austanvert landið. Noróaustan strekkingur með slyddu og snjókomu var á Vestfjörðum, en annars voru skúrir eða slydduél. Þ.16. þokaðist lægðin norðaustur í haf og þá létti til sunnanlands, en slydduél voru nyrðra. Þ.17. var aðgerðarlítið veður,smáskúrir sunnanlands þegar á daginn leið, en þurrt annars staðar. Um kvöldið var lægð fyrir suðaustan land á leið norðaustur. Þá rigndi talsvert á Suð- austur og Suðurlandi. Þ.18. var breytileg átt og smáskúrir syðra en slydduél nyrðra. Dagana 19. - 26. var hiti nærri meðallagi, þó 2° undir því þ.24. Þ.19. var lægðasvæði að dýpka fyrir suðvestan land og vindur varð suðaustlægður með rigningu á Suður- og Vesturlandi,en úrkomulítið var norðaustanlands. Þ.20. var alldjúp lægð fyrir vestan land og sunnan strekkingsvindur á landinu. Mjög mikið rigndi á Suðurlandi t.d. mældust 122,2mm á Kvískerjum að morgni þ.20. Um hádegi þann dag komust skil austur fyrir land og við tók sunnanátt með skúrum sem héldust sunnanlands fram yfir hádegi þ.21., en þá kom nýtt regn- svæði að landinu og fór það austur fyrir land aðfaranótt þ.22. Norðanlands hékk þó víða alveg þurrt. Smálægð fór yfir vestanvert landið að morgni þ.23 og þá rigndi um meginhluta lands- ins. Úrkoma norðanlands var þó lítil. Dagana 23. - 26. voru suðvestan og vestanáttir ríkjandi. Skúrir voru um vestanvert landið en úrkomulítið eystra. Síðdegis þ.26. kom lægð að landinu og fór austur með Norðurlandi aðfaranótt þ.27. Þá rigndi um mestallt land. Vindur snerist nú til norðurs með rigningu eða slyddu norðanlands, en sunnanlands létti til. Dagana 27. - 30. var hiti 2-3° undir meðallagi, en í meðallagi þ.31. Smálægð fór suðaustur yfir landið þ.28. og þá rigndi á víð og dreif, síst suðaustanlands. Þ.29. - 31. var hæg vestlæg átt og úrkomulítið um mestallt land. Suðvestanlands voru þó smáskúrir eða dálítil súld. Loftvœgi var 6,6mb undir meðallagi. Frá 7,3mb á Hbv að 5,5mb í Vm. Hæst stóð loftvog á Gfsk þ.29. kl. 09 1030,9mb, en lægst í Vm. þ.15. kl.03,977,2mb. Vindáttir. Sunnan, suðvestan og vestanáttir voru talsvert tíðari en að meðaltali, en norðan, norðaustan og austanáttir að sama skapi fátíðari. Logn var fremur sjaldan. Veðurhœð náði 12 vindstigum í Vm þ. 13. og þ. 14. og í Æð þ. 15. Að auki voru 11 vindstig á Tgh þ. 14. og Hvrv þ.20. (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.