Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.08.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI ÁgÚSt Tíðarfarið í mánuðinum var talið heldur lélegt. Sæmilega hlýtt var en sólarlítið og votviðra- samt. Hirðing þurrheys gekk illa og berjaspretta var fádæma léleg. Þ. 1. var hiti 1° yfir meðallagi. Lægð var á Grænlandshafi á leið norðaustur og hæg suðaust- læg átt, súld og rigning vestan- og sunnanlands en þurrt fyrir norðan nema við ströndina. Dagana 2. - 7. var hiti í meðallagi. Hæðarhryggur var yfir Norðaustur-Grænlandi og þok- aðist austur. f>. 2. var norðvestanátt og súld við vesturströndina. Þ. 3. var norðan gola og skúrir eða þokuloft við norðurströndina fram eftir degi en síðan létti til. t>. 4. var þurrt en skýjað nema austast þar var bjartara. Veður var svipað þ. 5. en þokubakkar voru við austur- og norðurströndina og súld á Vestfjörðum. Þ. 6. var súld eða rigning vestantil á landinu og um kvöldið vaxandi suðaustanátt, er smá lægð nálgaðist úr suðvestri. Rigndi víða þ. 7. nema norðaustan- og austanlands. Þ. 8. var hiti 1° yfir meðallagi og skil þokuðust yfir landið með talsverðri úrkomu víða um land. Dagana 9. -14. var hiti í meðallagi. Þ. 9. var lægð að þokast austur fyrir sunnan land og var hæg austlæg átt og víða rigning við austur- og suðurströndina en léttskýjað á Vestur- og Norðvesturlandi. Aðfaranótt þ. 10. þykknaði upp fyrir norðan með vaxandi norðaustanátt og fór að rigna þar, en birti til syðra en skúrir voru á stöku stað. Þ. 11. var austan strekkingur og dýpkandi lægð suðaustur af landinu á leið norður. Mikið vatnsveður var austanlands í kjölfar- ið en aðeins smá skúrir vestantil. Þ. 12. stytti upp austanlands en rigning var á annesjum norðvestanlands og súld eða skúrir við suðurströndina. Þ. 13. -14. var austanátt á landinu og skúrir eða súld víða nema á Vesturlandi og innsveitum norðvestanlands þar var þurrt og léttskýjað. Þ. 15. dýpkaði lægð við Skotland og þokaðist norður. Var norðlæg átt og hiti 1° undir meðallagi dagana 15. -18. Strekkingsvindur var þ. 15. og rigning eða súld norðan- og austan- lands en skýjað annars staðar. Þ. 18. var súld víða um land nema syðst þar var bjartviðri og stundum léttskýjað. Síðdegis þ. 18. gekk norðanáttin niður og þornaði. Þ. 19. var hiti í meðallagi og hæg suð- austanátt. Var bjart veður nema á Austfjörðum þar var þoka um kvöldið. Aðfaranótt þ. 20. þykknaði upp og lægð nálgaðist landið. Rigndi lítið nema við suður- og suðausturströndina. Hiti var 2° yfir meðallagi þ. 20. og var það annar af tveim hlýjustu dögum mánaðarins að tiltölu. Dagana 21. - 23. var lægð að þokast austnorðaustur um sunnanvert landið. Hiti var 1° yfir meðallagi þ. 21. og var suðlæg átt og víða léttskýjað norðantil en skúrir sunnantil á landinu. Þ. 22. var hiti í meðallagi og vindátt smám saman að snúast til norðurs. Skúrir eða súld voru víða nema á Suðvesturlandi þar létti til. Þ. 23. var hiti 1° undir meðallagi og norð- vestanátt að færast inn á landið. Rigning og súld var norðantil en víða léttskýjað á Suður- og Suðausturlandi. Dagana 24. - 27. var hæg breytileg átt á landinu og víða léttskýjað nema við ströndina norðantil, þar var þokuloft einkum þ. 25. Hiti var í meðallagi þ. 24. og 1° undir því þ. 25. - 26. og aftur í meðallagi þ. 27. Síðdegis þ. 27. nálgaðist landið úrkomusvæði úr suðvestri. Var suðaustlæg átt og rigning þ. 28. og hiti 1° yfir meðallagi. Þ. 29. var víðast þurrt og sums staðar léttskýjað norðanlands og hiti 2° yfir meðallagi sem var hinn af tveim hlýjustu dögum mánaðarins. Aðfaranótt þ. 30. dýpkaði lægð skammt suðvestur af landinu og þokaðist norðaustur. Hiti var 1° yfir meðallagi þ. 30. og rigndi um allt land en um kvöldið snerist vindur til norðurs og létti til syðra. Var hiti 2° undir meðallagi þ. 31. og var það kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. Var norðanátt og rigning norðantil en skúrir sunnantil þann dag. Loftvægi var 8.2mb undir meðallagi. Frá 8.6mb undir meðallagi á Dalatanga að 6.8mb undir því á Galtarvita. Meðalloftvægi í Stykkishólmi var 999.8mb, sem er það lægsta í ágúst- mánuði frá upphafi mælinga 1845. Hæst stóð loftvog 1024.7mb á Hjarðarnesi þ. 26. kl. 21 og 24, en lægst 972.7mb á Reykjanesvita þ. 26. kl. 21. Vindáttir milli norðvesturs og austurs voru tíðastar í mánuðinum. Norðaustanáttir voru langalgengastar en suðvestanáttir mun fátíðari en venja er. (57)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.