Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐU RSTOFUNNI Október Tíðarfar var hagstætt og gróður stóð vel. Snjór var mjög lftill. Úrkoma var víðast óvenju lítil, en sunnanlands var fremur stormasamt. Fyrstu 4 dagana var hiti 3°-4° yfir meðallagi, og var hlýjast í mánuðinum þ. 3. og 4. Há- mark komst víða í 13°-15° þ. 2. - 4. og í Vopnafirði í 18.5°. Aðfaranótt þ. 1. var víða vestan stormur og austanlands var sandfok, en um daginn lygndi, og þ. 2. var víðast fremur hæg suðlæg átt. Úrkoma var vestanlands þessa tvo daga. Þ. 3. og 4. var lægð vestanvert við landið og úrkomusvæði bárust norður og austur yfir það. Úrkoman var mest á Suðausturlandi og syðst á Vestfjörðum. Við suðurströndina var hvasst. f>. 5. var lægðasvæði yfir landinu og úrkoma um allt land. Hiti fór niður í meðailag, og var frá meðallagi að 2° yfir því næstu 3 daga. Lægðasvæðið þokaðist austur fyrir land, og vindur varð norðlægur með úrkomu norðanlands og austan, en sunnan og vestaniands birti til í svip. Grunnar lægðir voru í nánd við landið eða yfir því þ. 6. - 7., en þ. 8. kom hæðarhryggur inn yfir það úr vestri. Þessa daga var að mestu þurrt austanlands, en einhver úrkoma í öðrum landshlutum. Víða var allhvöss norðvestanátt þ. 6. og þ. 8. var allhvöss norðanátt á Aust- fjörðum, en annars var vindur yfirleitt hægur þessa dgaa. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 9. og 10. Vindur var hægur þ. 9. og sumsstaðar súld. Þ. 10. kom úrkomusvæði inn yfir land úr suðvestri og vindur gekk til suðausturs suðvestanlands. Hitaskil fóru austur yfir land þ. 11. og hiti varð 1° yfir meðallagi, en síðan fór kólnandi. Hiti var í meðallagi þ. 12. en l°-3° undir því þ. 13. -15. Lægð var milli Islandsog Grænlandsþ. 11. og hitaskil fóru austur yfir landið. Vindátt snerist úr suðaustri til suðvesturs og víðast rigndi, en mest á Suður- og Vesturlandi. Þ. 12. fór lægðin austur yfir landið og vindur gekk til norð- urs. Daginn eftir var norðan og norðaustanátt framanaf, en síðan lygndi, og þ. 14. var hæg- viðri nema syðst á landinu, þar hvessti af austri og tók að rigna vegna lægðar, sem nálgaðist úr suðvestri. Norðantil á landinu var víða talsverð úrkoma þ. 12. - 13. Skil voru yfir landinu þ. 15., austanátt og rigning, nema á Vesturlandi. Áfram var hvasst við suðurströndina. Þ. 16. og 17. var fremur grunn lægð vestanvert við landið. Vindur var suðlægur og veður fór hlýnandi. Hiti var l°-3° yfir meðallagi þessa tvo daga, og síðan frá meðallagi að 2° yfir því til þ. 24. Úrkoma var um allt sunnan og austanvert landið þ. 16. - 18. og mest á Suðausturlandi. Norðanlands og vestan var úrkomulítið og undir kvöld þ. 18. birti til sunnanlands. Þ. 19. hvessti af austri sunnanlands af völdum djúprar lægðar, suðvestur í hafi, og úrkomusvæði kom inn yfir landið. Daginn eftir var hvöss austan og nórðaustanátt. Mikil úrkoma var á Austurlandi þ. 19. og 20., og einnig um allt norðanvert landið síðari daginn. Þ. 21. og 22. var hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum, en annarsstaðar hægari vindur. Lægðasvæði var austan og sunnan við land. Suðvestanlands var að mestu þurrt, en talsverð úrkoma í öðrum lands- hlutum. Norðvestanlands var víða snjókoma. Þ. 23. var norðlæg átt, yfirleitt hæg, og víða skúrir eða él. Mikil lægð var suðvestur í hafi, og aðfaranótt 24. gekk í hvassa austanátt með rigningu suðvestanlands, en norðaustanlands snjóaði. Lægðin fór austur með suðurströnd- inni um daginn, og vindur snerist til norðurs. Skammvinnt kuldakast gerði dagana 25. - 28. Kaldast í mánuðinum varð þ. 26. og 27., hiti 5° undir meðallagi, en þ. 25. og 28. var l°-2° kaldara en í meðalári. Þ. 25. var norðanátt með snjókomu norðanlands. en síðan var áttin breytileg, vindur hægur og sumsstaðar él næstu 2 daga. Þ. 28. var hæg suðlæg átt og að mestu úrkomulaust, nema vestast á landinu. Djúp lægð var suðvestur í hafi þ. 29., og þá hvessti af austri við suðurströndina. Hiti var 1° yfir meðallagi, og tvo síðustu daga mánaðarins var 2°-3° hlýrra en í meðalári. Skil fóru yfir landið aðfaranótt 30., og víða var óvenju hlýtt þá nótt. Vindur snerist til suðurs á eftir skilun- um. Skil fóru aftur yfir landið næstu nótt og áfram var hvasst suðvestanlands fram eftir degi þ. 31. Sunnanlands og austan var þrumuveður og víða veruleg úrkoma þessa daga, en norðan- lands að mestu þurrt. Loftvœgi var 2.9mb undir meðallagi, frá 3.8mb í Keflavík að 2.1mb á Raufarhöfn og Vopnafirði. Hæst stóð loftvog 1029.4mb í Vestmannaeyjum þ. 1. kl. 21, en lægst 971.7mb á Gufuskálum þ. 30. kl 24 og í Vestmannaeyjum þ. 20. kl. 15. (73)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.