Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1992, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.07.1992, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI JÚlí Tíðarfar var talið sæmilegt en fremur svalt. Norðanlands var vætusamt síðari hluta mánaðarins. Spretta var yfirleitt nokkuð góð en sums staðar léleg. Þ.1.-4. var hæð fyrir norðan land og breytileg vindátt. Þ.l. var þurrt og bjart en sums staðar súld, en skúrir hina dagana. Aðfaranótt þ.5. nálgaðist lægð úr suðvestri. Vindur varð austlægur, allhvass eða hvass sunnanlands og um allt land rigndi. Hiti var nálægt meðallagi 1.-5. Þ.6. og 7. var lægðin fyrir suðvestan land og suðaustanátt og súld eða rigning, einkum á Suður- og Vesturlandi. Við suður og austurströndina var þokuloft. Þ.6. var hlýjasti dagur mánaðarins, hitinn 3° yfir meðallagi en 2° yfir því 7. og í meðallagi 8. Þ.8. var útsynningur og rigning, mest á Suður- og Vesturlandi. Þ.9.-10. var lægð fyrir norðaustan land og lægðardrag yfir því og vestan- eða norðvestanátt. Víða rigndi. Þ.ll. og 12. var norðaustanstrekkingur og rigning á Norður- og Austurlandi. Skúrir voru suðvestanlands 11. en bjart veður þ.12. Hiti var 1-2° undir meðallagi 9.-11. og nálægt meðallagi 12.-20. Þ. 13.-15. var hæð fyrir sunnan land og breytileg eða vestlæg átt og víða léttskýjað 13, en skýjað við vesturströndina 14. Þ.16. snerist vindur í vestanátt með súld eða rigningu. Lægð var fyrir norðan land á austurleið og 17. og 18. var austanstrekkingur og rigning. Nokkuð djúp lægð var suður af landinu. Þ. 19.-27. var vindur yfirleitt norðaustlægur, strekkingur 19.- 21. og sums staðar hvass 20. Lægðir voru fyrir sunnan og austan land og hæð yfir Grænlandi. Á Norður- og Austurlandi var rigning, víða mikil 19.-21. Suðvestanlands var lítil úrkoma þessa daga. Þ.21.-31. var hitinn 1-3° undir meðallagi, lægstur 22. og 23. og voru það köld- ustu dagar mánaðarins. Að kvöldi 27. snerist vindur til austurs á Suðvesturlandi. Næstu tvo daga gekk lægð norðaustur yfir land með suðaustlægri átt og rigningu og síðan breytilegri átt og skúrum. Þ.30. fjarlægðist lægðin og norðaustanlands var norðvestanátt og rigning en vestanlands stytti upp. Þ.31. var breytileg átt og súld eða dálítil rigning á Suður- og Vesturlandi. Loftvægi var 1.0 mb fyrir neðan meðallag áranna 1931-60, frá 0.2 mb á Galtarvita til 1.7 mb á Raufarhöfn. Hæst stóð loftvog 1027,9 mb á Hjarðarnesi þ.4. kl.15, en lægst 991,3 mb á Kirkju- bæjarklaustri þ.19. kl.12 og á Egilstöðum þ.29. kl.15 og sama dag kl.03 á Keflavíkur- flugvelli. Vindar: Norðaustan-, norðan- og norðvestanáttir voru algengari en meðaltal ár- anna 1971-80 en aðrar áttir fátíðari. Veðurhæð náði 11 vindstigum á Stórhöfða þ.5. Þrumur heyrðust og/eða rosaljós sáust þ.29. á Þrv og Vpn. Skaðar og hrakningar: Þ.3. fórst lítil flugvél og með henni einn maður í dimmviðri skammt suðaustur af Heklu. Þ.18.-21. var úrhellisrigning á Bakkafirði. Nokkurt tjón varð er vatn flæddi í kjallara grunnskólans. Þ.25. fauk hey á Snæfellsnesi. Þ.28. strandaði danska flutn- ingaskipið Erik Boye fyrir utan höfnina á Breiðdalsvík á lágfjöru. Jarðskjálftar: Þann 9. kl 1653 fannst jarðskjálftakippur í Hveragerði, á Reykjum, (49)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.