Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1993, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.1993, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMH) Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Desember Tíðarfarið í mánuðinum var talið fremur gott þrátt fyrir talsverða kulda. Hægviðrasamt var nema á norðaustanverðu landinu þar var viðloðandi næðingssöm norðaustanátt með snjókomu. Þ. 1. var lægð við suðurströndina á hreyfingu norðaustur og frá henni lægðardrag suðvestur á Grænlandshaf. Nokkuð hvöss norðaustanátt og snjókoma var á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum var breytileg átt og skúrir syðra en dálítil slydda nyrðra. Um morguninn þ. 2. hvessti að vestan með éljagangi á Suður- og Suðvesturlandi, en með kvöldinu gekk í stífa norðan- og norðvestanátt með slyddu og snjókomu norðantil og létti þá til um sunnanvert landið. Dagana 4.-5. var fremur hæg norðaustlæg átt á landinu. Smáél vora við norðurströndina en víða bjart í öðrum landshlutum. Undir kvöld þ. 5. nálgaðist lægð suðvesturstöndina með snjókomu og þokaðist hún norðaustur. Snjóaði um nóttina sunnan- og vestanlands og síðar einnig um austan- og norðanvert landið. Víða var hvöss austanátt og síðar norðaustanátt. Þ. 7. dró úr veðurhæðinni og létti til en smaél voru við norður- og austurströndina. Dagana 8.-11. var fremur hæg austan- og norðaustanátt á landinu. Víðáttumiklar lægðir voru langt suður í hafi á hægri hreyfingu austur yfir Atlantshaf. Léttskýjað var víða um land en þó voru stöku él við ströndina austantil og einnig var nokkuð hvöss austanátt og slydda eða snjókoma við suðurströndina aðfaranótt þ. 10. og fram eftir degi. Aðfaranótt þ. 12. myndaðist smálægð við vesturstöndina. Snjóaði víða á vestan- og norðanverðu landinu um leið og lægðin þokaðist austur og grynntist. í kjölfarið fylgdi hæg norðaustlæg átt. Aðfaranótt þ. 13. þokaðist hæð austur yfir landið. Lægði og létti til á öllu landinu um tíma. Síðdegis þ. 13. þykknaði upp með vaxandi austanátt á landinu þegar dýpkandi lægð nálgaðist landið úr suðvestri. Lægðin þokaðist austur með suðurströndinni þ. 14. með mikilli snjókomu og slyddu við suðurströndina en snjókomu varð vart í öllum landshlutum. Mjög hvöss austan- og norðaustanátt var á annesjum norðanlands og á Vestfjörðum síðegis þ. 14. en næstu nótt dró verulega úr veðurhæðinni. Dagana 15.-16. var norðaustlæg átt á landinu, sums staðar allhvöss austast. El voru á Norður- og Austurlandi en bjart að mestu suðvestanlands. Síðdegis þ. 17. nálgaðist víðáttumikil lægð landið úr suðri og þokaðist austur fyrir sunnan land. Mjög hvasst var við suðurströndina og víða snjókoma en einnig var allvíða hvasst í öðrum landshlutum og éljagangur og skafrenningur einkum á Austur- og Norðausturlandi. Síðdegis þ. 18. snerist til norðaustanáttar og létti þá til um suðvestanvert landið en talsverður skafrenningur var. Aðfaranótt þ. 19. dró verulega úr veðurhæðinni og létti til. Um kvöldið þ. 19. myndaðist smálægð við Vestfirði og þokaðist hún suðaustur um nóttina og snjóaði víða. Síðdegis þ. 20. snerist vindur til norðurs og síðar norðvesturs og var nokkuð hvasst austantil á landinu. Létti til um allt sunnanvert landið. Hélst veður þannig þar til síðdegis þ. 22. þegar gekk í hvassa norðanátt um leið og kröpp lægð sem var við Jan Mayen þokaðist suðaustur. Snjókoma og éljagangur var um allt norðanvert landið þ. 23. og víða skafrenningur syðra. Aðfaranótt þ. 24. lægði og létti víða til. Dagana 24. og 25. var hæg breytileg átt og léttskýjað víðast hvar á landinu nema við suðvesturströndina þar var suðaustlæg átt og skúrir eða él. Aðfaranótt þ. 26. dýpkaði lægð á sunnanverðu Grænlandshafi og þokaðist í átt að landinu. Úrkomusvæði fór norðaustur yfir landið og rigndi í öllum landshlutum. í kjölfarið fylgdi suðlæg átt og létti til norðantil en smáskúrir eða él voru sunnantil á landinu. Undir kvöld þ. 27. hvessti af austri syðst á landinu er ný lægð nálgaðist landið úr suðri. (89)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.