Vísbending


Vísbending - 19.09.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.09.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Vextir Hvað bjóða bresku bankarnir? Vaxtakjör I bremidepli Mikil hækkun raunvaxta hefur átt sér stað hér á landi síðustu 12-15 mánuðina. Mun stærri hluta þeirrar hækkunar er að rekja til minni verðbólgu heldur en til hækkunar vaxta á ágústmánuði sl., gagnstætt því sem margur virðist halda. Aukið frjálsræði í vaxtaákvörðunum innlánsstofnana hefur valdið vaxandi samkeppni á markaðinum og vakið fóik að nokkru til vitundar um þýðingu hárra vaxta. En þeir eru eirmig til sem iagst hafa gegn frjálsun vöxtum og þeirri hækkun vaxta sem upphaflega leiddi af fjálsræðinu. Heyrist oft að vextir hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Af þeirri ástæðu kynni að vera fróðlegt að kanna þau kjör sem almenningi bjóðast í breskum bönkum og bera þau saman við vexti hér á landi. í Vísbendingu eru reglulega birtir LIBOR vextir á helstu gjalchiiðlum og annað veifið grunnvextir I helstu viðskiptalöndunum. Hér á eftir er hins vegar lýst svokallaðri smásöluþjónustu breskra banka - þ.e. þjónustu þeirra við einstaklinga og lítil fyrirtæki. Innlánsvextir A undanförnum árum hafa bresku viðskiptabankarnir aukið mikið starfsemi sína á smásölumarkaðinum. Talið er að samtals bjóði þeir upp á allt að tvö hundruð mismunandi form á þjónustu sinni - allt frá heföbundnum ávísana- og sparisjóðsreikningum tii krítarkorta, tryggingarþjónustu og kaupleiguviðskipta. Venjulegir ávísanareikningar bera enga vexti og auk þess þarf að greiða sérstakt þjónustugjald nema innistæðan sé að jafnaði yfir 100 pund. Utan þeirra eru það almennir innlánsreikningar sem bera lægstu vextina. Ekki er hægt að taka út af þessun reikningum nema með 7 daga fyrirvara og vextirnir í flestum bönkum eru 7,25% (sjá efstu línu I töflu). Verðbólgan í Bretlandi er um 4,5% og hefur farið minnkandi síðustu mánuði. Stjórnvöld þar telja að verðbólguhraðinn minnki áfram en aðrir telja að hann fari heldur vaxandi. A næstu 6 til 12 mánuðum er þó ólíklegt að verðbólga fari yfir 5%. Segja má því að lægstu vextir í breskum bönkum séu um 2-2,25% umfram verðbólgu (17% á almennum sparisjóðsbókum hér á landi, verðbólga á næstu 12 mánuðum 15-20% en óvissa í verðlagsmálum er meiri en í Bretlandi). Óþarft er að tíunda allar tegundir innlánsreikninga, taflan talar sínu máli. Þess má þó geta að til að njóta sérstakra vaxta, 8,5-10%, á ávísanareikningum þarf fyrst að leggja inn allháa fjárhæð, t.d. um 2.500 pund. Bundnir reikningar til 6 mánaða bera 10,25% vexti hæst og verður að telja þá ávöxtun svipaða og á óverðtryggðum 6 mánaða reikningum hér á landi - um 5-6% raunvexti. Útlán Mismunurinn á kjörum í íslenskum og breskum bönkum er fyrst og fremst í útlánum. Ódýrustu lán í breskum bönkum eru yfirdráttarlán á 13,5-15,5% vöxtum. Við þetta bætast fleiri gjöld svo að kostnaðurinn verður nokkru hærri - ef til vill um 15-17%. Dýrustu lánin eru yfirdráttarlán á krítarkortum en vextir á því fé eru nú 2% á mánuði eða 26,8% á ári (lækkun í 1,75% pr. mán. mun þó I vændum um næstu mánaðamót). Þar á milli eru lán til einstaklinga með um 20-21% vöxtum og lán til kaupa á húsnæði með 12,5-14,5% vöxtum. Það vekur athygli hve vaxtamunurinn á milli inn- og útlána er mikill, jafnvel þótt veitan í breska bankakerfinu sé margföld velta íslensku bankama. Einnig er Ijóst að skuldarar hér á landi mega prísa sig sæla að skulda fremur hér, þótt lánin þyki dýr, en ekki I breskum banka þar sem vextir umfram verðbólgu á lánum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja eru sennilega á bilinu 7,5-21%. Verðbólgan frh. viðskiptum við útlönd náist með þessum verðhlutföllum. í reikningunum er gert ráð fyrir litlum verðhækkunum erlendis frá á þessu ári og því næsta. Kaupmáttur kauptaxta á síðasta ársfjórðungi þessa árs yrði nokkurn veginn sá sami og á fyrsta fjórðungi ársins. Kaupmáttur kauptaxta var ívið hærri á öðrum ársfjórðungi; að öðru leyti hefur hann haldist nokkuð stöðugur á árinu. Kaupmáttur mældur á þennan hátt yrði um 1% lægri á fyrsta ársfjórðungi næsta árs en að meðaltali í ár. Eftir það tæki við nokkur lækkun samkvæmt þessum forsendum svo að kaupmáttur kauptaxta á næsta ári yrði ef tii vill um 3-4% lægri að meðaltali en í ár. Horfumar óvissar Þessar niðurstöður verða að teljast afar óvissar af tveimur ástæðum. Forsendan er sú að allir launagreiðendur geti tekið á sig um 10% launahækkun á tímabilinu september 1984 tii janúar nk. og velt henni áfram út 1 verðlagið. Sé tekið mið af markaðri stefnu í gengismálum og verðlagi á útflutningsmarkaði sjávarafurða hlýtur að teljast ólíklegt að fyrirtæki í sjávarútvegi geti greitt umræddar iaunahækkanir. Við núverandi aðstæður virðist allt eins líklegt að launahækkanir verði til þess að fyrirtæki dragi úr framleiðslu og segi upp starfsfólki. Það er ekki aðeins rýr afkoma til sjávar sem þessu veldur, ásamt þeim ásetningi stjórnvalda að hvika ekki frá markaðri stefnu í gengismálum, heldur hefur afar mikil hækkun raunvaxta á síðustu misserum þrengt að í rekstri fyrirtækja og dregið úr getu þeirra til að greiða hærri laun. Meðan raunvextir voru neikvæðir fluttust fjármunir frá sparifjáreigendum (launþegum) til launþega (aftur) því

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.