Vísbending


Vísbending - 21.11.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 21.11.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 einn mælikvarða. Til að forðast áhrif af hagsveiflum — þ.e. áhrif af góðum árum og vondum sem ekki lenda á sama stað á sama tíma — eru tekin tíu árin frá 1974 til 1984. Á þessu skeiði hurfu m.a. aðrar þjóðir af fiskimiðum íslendinga og þrátt fyrir viðskiptakjaraskell vegna olíuverðshækkana var verðlag á út- flutningsafurðum okkar á erlendum markaði yfirleitt gott. Af 93 þjóðum stóðu aðeins níu sig verr á þessu tímabili en íslendingar sem urðu nr. 84. Þær eru: Uruguay (85), Úganda (86), Perú (87), Brasilía (88), Zaire (89), Ghana (90), Bólivía (91), ísrael (92) og Argentína (93). Löndunum 109 er skipt í tvo flokka, iðnþróuð lönd og þróunar- lönd, og er ísland meðal þeirra fyrrnefndu. í flokki 27 þjóða á menningarstigi íslendinga er að- eins frammistaða Israelalakari — en þar ríkti hernaðarástand megin- hluta tímabilsins. Báðar þjóðirnar lenda í hópi tíu verstu verðbólgu- þjóða heims. Auk þess er íslenska krónan meðal þeirra tíu gjaldmiðla heims sem hafa fallið mest gagn- vart SDR á tímabilinu 1974-84. Meðallækkun á ári á þessu tímabili er 28,02% samkvæmt upplýsingum Euromoney. Þess er ekki að vænta að þjóð- arbúskapur sem er tíundi lakastur af níutíu og þremur geti boðið upp á sambærileg kjör og efnahagslíf þeirra þjóða sem oftast er miðað við hér á landi. Sá mælikvarði sem hér er notaður er auðvitað ekki algildur — hann mælir eingöngu efnahags- leg gæði og vel má vera að unnt sé að njóta lífsins án þeirra. Ekki eini dómurinn Þessar dapurlegu niðurstöður eru ekki þær einu sem birst hafa um Islendinga á síðustu vikum. í nóv- emberhefti Euromoney Currency Review, sem fjallar um gengis- og gjaldeyrismál, er greint frá nýgerð- um kjarasamningum hér á landi og afleiðingum þcirra að dómi blaðs- ins. Blaðið telur að ,,íhaldsstjórnin“ hafi beðið lægri hlut í átökunum við verðbólguna. Með því að afnema verðbindingu á laun hafi tekist að lækka verðbólgu verulega. En fimm vikna verkfall opinberra starfs- manna hafi neytt forsætisráðherra til að fallast á launahækkanir og skattalækkanir sem jafngildi 22% hækkun í árslok 1985; og til að viðurkenna að ekki sé unnt að rýra lífskjör enn um 5% á næsta ári eftir 20% lækkun síðustu tvö ár. „Priv- ate economists" búist nú við að verðbólga á næsta ári verði yfir 30%. Þar sem viðskiptahalli sem hlutfall af VÞF sé þegar um 5% sé engin leið að rýra samkeppnis- stöðuna frekar og þess vegna megi búast við 15-20% gengisfellingu. Þetta er ekki eina klausan í þess- um dúr sem birst hefur í erlendum blöðum vegna verkfalls prentara og opinberra starfsmanna. Ef til vill er ekki hægt að búast við því að er- lendir blaðamenn beri virðingu fyrir þjóð sem hafnar í tíunda neðsta sæti af níutíu og þremur í efna- hagslegum samanburði. Sumir láta sig ef til vill engu varða hvaða álit útlendingar hafa á okkar háttalagi. En á meðan við erum að eyða peningum erlendra sparenda (með- an viðskiptahalli er meira en 2,5% af þjóðarframleiðslu) og búum við óvenjulega hátt hlutfall erlendra skulda miðað við aðrar þjóðir get- um við ekki skammtað okkur laun, vexti og gengi (verð á vinnu, fjár- magni og erlendum gjaldeyri) eins og okkur sýnist. Erlendir vextir Vextir á fyrstu tíu mánuðum ársins 6,2% umfram lánskjaravísitölu Lán í einni, tveimur eða fjórum myntum Hér á eftir eru birtir vextir á eriendum lánum eins og þeir reiknast hér á landi og eru þeir settir fram sem vextir umfram hækkun lánskjaravísitölu en þannig eru þeir sambærilegir við vexti á verðtryggð- um innlendum lánum. Þessir erlendu vextir eru reiknaðir með sömu aðferð og vísitala lánskostnaðar vegna erlendra lána sem af og til hefur verið birt í Vísbendingu. Reiknað er með að höfuðstóll erlends láns sé 100 í upphafi. Mánaðarlega eru reiknaðir áfallnir vextir og höfuðstóll með vöxtum sióan umreiknaður i krónur á viðeigandi gengi. Þá er tekið tillit til hækkunar lánskjaravísitölu til aó finna lánskostnað erlends láns umfram hækkun lánskjaravísitölu. I meðfylgjandi töflu er sýndur saman- burður á vöxtum umfram lánskjaravísitölu á lánum í fjórum myntum, þ.e. i dollurum, Erlendir vextir umfram hækkun lánskjaravísitölu Janúartil október 1984, umreiknaðir til ársvaxta í % dollarar sv. frankar þýskmörk yen dollarar 20,10 sv. frankar 8,21 -3,47 þýskmörk 10,38 -1,34 0,79 yen 13,79 2,01 4,16 7,55 Allar myntirsaman, fjóröungur í hverri: 6,18%. svissneskum frönkum, þýskum mörkum og yenum. Þannig er hægt að lesa úr töflunni vexti á lánum i hverri þessara fjögurra mynta og einnig vexti af lánum sem tekin eru í hverjum tveggja þessara mynta þannig að helmingur láns sé i hvorri mynt. Að lokum eru í töflunni vextir af láni sem tekið væri í öllum fjórum myntum, fjórðungur í hverri mynt. Miðað er við LIBOR vexti á 90 daga lánum i hverri mynt og 1% álag. Vextirnir breytast mánaðarlega og eru teknir þannig að vextir á erlendum markaði í lok hvers mánaðar gilda fyrir næsta mánuð þar á eftir (vextir i nóvemberlok gilda fyrir desember). Breytilegir vextir til viðmið- unar innanlands Niðurstöðurnar sýna annars vegar þann lánskostnað sem erlendir lántakendur mega búast við að bera á viðeigandi tímabilum en hins vegar hvernig vextir á erlendum lánum eru i samanburði við vexti

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.