Vísbending - 22.05.1985, Blaðsíða 4
VÍSBENDING
Framhald af bls. 3.
krafðist endurbóta og þannig hófst starf-
semi NASDAQ á árinu 1971. Vinnslu
tölvukerfisins var skipt í þrennt. í fyrsta
lagi var unnt að kaila fram meðalgengi allra
hlutabréfa í kerfinu. alls um 4.700 talsins. í
öðru lagi voru skjámyndir sem sýndu kaup-
og söluverð allra verðbréfasala sem versla
með hvern hlutabréfaflok. I þriðja lagi gátu
„marketmakers" sett inn upplýsingar um
kaupverð og söluverð þeirra verðbréfa sem
þeir versluðu með. Með þessum breyting-
um tóku viðskiptin á OTC markaðinum
miklum stakkaskiptum. Munurinn á ntilli
kaupverðs ogsöluverðs minnkaði en á móti
kom að velta á markaðinum margfaldaðist
og ntun nú vera sextánfalt meiri en áriö
197 1 er NASDAQ byrjaði. Árið 1978 voru
40.000 skjáir tengdir kerfinu þannig að
unnt var að kalla fram upplýsingar unt
gengi hlutabréfa. Nú eru slíkir skjáir yfir
120.000 ogeru þeir dreiföir um allan heim.
NMS og tölvumarkaður
fyrir verðbréf
Frá því að starfsemi NASDAQ hófst á
árinu 197 1 hefur tvisvar verið farinn inn á
alveg nýjar brautir auk þess sem jafnt og
þétt hefur verið unnið að stækkun og
endurbótum á kerfinu. Aö tilhlutan verö-
bréfaráðsins (SEC) voru fáeinir flokkar
hlutabréfa á NASDAQ settir á sérstakan
markað sem kallaðist „National Market
System'' (NMS). Árið 1982 voru 40
stærstu flokkarnir í NASDAQ í NMSen nú
hafa 1.600 fyrirtæki sett hlutabréf sín í sölu
á þessum markaði.
Nýjasta skrefið í endurbótum á OTC
markaðinum var stigið í desember sl. Með
sérstökum búnaöi var þá hafin tölvu-
verslun með 25 stærstu hlutabréfaflokkana
í NASDAQ. Verðbréfasalar geta nú keypt
eða selt ákveöinn fjölda hlutabréfa í
þcssum flokkum (allt að 500 hluti) á besta
verði sem skráö cr í kerfinu — án þess að
hringja í mótaðilann. Meö þessu móti
sparast mikill tími og símakostnaður og
mun stefnt að því að um helmingur velt-
unnar á OTC markaðinum geti farið
þannig fram beint í gegnum tölvukerfið án
símasambands á nrilli kaupanda og selj-
anda.
Ekki laus viö gagnrýni
NASDAQ markaðurinn er þó engan
veginn fullkominn þótt til fyrirmyndar sé á
ýmsa vegu. Nýlegar blaðafréttir herma að
kostnaður vegna viðskipta þar geti veriö
allhár og hærri en í sambærilegum við-
skiptum í hefðbundnum kauphöllum.
Verðbréfafyrirtækin tilgreina kaupverð og
söluverö hlútabréfa og sá sem kaupir og
selur aftur nokkru síðar þarf aö sjálfsögðu
að greiða mismuninn á kaup- og söluverði
sem kostnað. Það aö auki taka verð-
bréfafyrirtækin þóknun fyrir að sjá um
viðskiptin. í Wall Street Journal var nýlega
vitnað til ummæla sérfræðings á þessu
sviði. Taldi hann að kostnaöur vegna kaupa
og sölu á hlutabréfum í NASDAQ gæti
numið 6-8% vegna mismunar á kaup- og
sölugengi auk þóknunar verðbréfasalans.
Formælandi NASDAQ heldur því hins
vegar fram að sjaldgæft sé aö þessi munur
sé nreiri en 1-2% (2-4% samtals þegar
keypt er og selt aftur) og að hann fari
minnkandi. Sá munur sem ,,marketmak<-
ers" taka á milli kaupgengis og sölugengis
er raunar hugsaöur sem áhættuþóknun.
Verö á mörgum flokkum hlutabréfaáOTC
markaðinum er óstöðugt og því algengt að
„marketmakers" veröi fyrir tapi í viö-
skiptum sínunt — sem jafnast ekki nema
með hagnaði af öðrum. Gífurleg aukning
hefur þó orðið á viðskiptum á OTC
markaðinum eins og aö ofan greinir og því
er augljóst að einhver hefur hag af við-
skiptunum. Sem dænti ntá nefna aö í síðasta
mánuði hafði vísitala hlutabréfaverðs á
OTC markaðinum hækkað um 12,7% frá
áramótum en á sama tíma hafði heildar-
vísitalan á NYSE aðeins hækkað um 7.4%
og hlutabréfavísitala Amex um 9.2%.
1 rcynd er nokkur niunur á OTC við-
skiptum og viðskiptum í hefðbundinni
kauphöll. í kauphöllinni í New York, svo
að dæmi sé tekið, er reynt að setja verð
þannig að ekki myndist mikill munur á
fjölda keyptra og seldra bréfa í hverjum
flokki. En ef siíkur munur myndast verður
kauphallaraðili að kaupa eða selja þannig
að dæmið gangi upp. Reglurnar eru
strangar og sveiflur í markaðsverði engan
veginn eins miklar og á OTC markaðinum.
Þótt verðbréfafyrirtækin þar starfi sem
„marketmakers", þ.e. kaupi og selji verð-
brét fyrir eigin reikning, þurfa þau í reynd
aðeins að kaupa eða selja 100 hluti á því
verði sem auglýst er — eftir það getur
verðið breyst. Reglur þær sem starfað er
eftir í NASDAQ eru nrun sveigjanlegri en
reglurnar í stóru kauphöllunum. t.d. NYSE,
og gengi því óstöðugra. Þetta stafar þó ekki
af mismunandi viðskiptaháttum eða mis-
munandi starfsreglum heldur aðallega af
því að fyrirtækin sem selja hlutabréf sín á
OTC eru oftast lítil í samanburði við
stórfyrirtækin sem selja hlutabréf sín ístóru
kauphöllunum.
</) c (0 JC 1 ■8 Gengisskráning og Euro-vextir
Gengl m.v. dollara (nema i efstu linu m.v. pund) Breyting i % til 20.5.85 frá: Euro-vextir
Maí 84 medalg. 30.6. 1984 31.12. 1984 M Vikan 13.5.-17.5.85 Þ M F 20.5. F 1985 Mai 1984 30.6. 1984 31.12. 90dagalán 1984 17.5.85
X 1 US$/UK pund 1,3891 1,3500 1,1625 1,2415 1,2595 1,2670 1,2255 1,2920 -6,99 -4,30 11,14
2 DKR/$ 10,0704 10,2241 11,2575 11,1274 11,0174 11,0225 11,2804 10,8574 7,81 6,19 -3,55
& 3 IKR/$ 29,723 30,020 40,600 41,800 41,540 41,470 42,120 41,370 39,19 37,81 1,90
4 NKR/$ 7,8140 7,9970 9,0840 8,9326 8,8624 8,8554 9,0175 8,7500 11,98 9,42 -3,68
s 5 SKR/$ 8,0823 8,1841 8,9660 8,9513 8,8951 8,8930 9.0799 8,8044 8,93 7,58 -1,80
g> 6 Fr. frankar/$ 8,4531 8,5520 9,6099 9,4350 9,3401 9,3551 9,5675 9,2249 9,13 7,87 -4,01
OJ 7 Sv. frankar/$ 2,2687 2,3305 2,5900 2,6085 2,5810 2,5820 2,6415 2,5410 12,00 9,03 -1,89
•c 8 Holl. gyll./$ 3,0963 3,1385 3,5500 3,4990 3,4613 3,4617 3,5420 3,4135 10,25 8,76 -3,85
$ 9 DEM/$ 2,7516 2,7866 3,1450 3,0960 3,0635 3,0625 3,1395 3,0200 9,75 8,38 -3,97
O) 10 Yen/$ 252,397 237,350 251,596 251,550 250,603 250,256 251,929 249,502 8,17 5,12 -0,83
•O Gengi íslensku krónunnar
© •O tO 1 Bandaríkjadollari 29,723 30,020 40,600 41,800 41,540 41,470 42,120 41,370 39,19 37,81 1,90 8,31
ri 2 Sterlingspund 41,287 40,527 47,198 51,895 52,320 52,542 51,618 53,450 29,46 31,89 13,25 12,75
£ 3 Kanadadollari 22,987 22,776 30,758 30,382 30,230 30,182 30,522 30,233 31,57 32,74 -1,71
© 4 Dönskkróna 2,9515 2,9362 3,6065 3,7565 3,7704 3,7623 3,7339 3,8103 29,10 29,77 5,65 9,50
z> 5 Norskkróna 3,8038 3,7539 4,4694 4,6795 4,6872 4,6830 4,6709 4,7280 24,30 25,95 5,79
LLJ 6 Sænskkróna 3,6775 3,6681 4,5282 4,6782 4,6700 4,6632 4,6388 4,6988 27,77 28,10 3,77
g1 5,1128 5,0855 6,2080 6,4666 6,4947 6,4908 6,4404 6,5417 27,95 28,63 5,38
Œ 8 Franskur franki 3,5162 3,5103 4,2248 4,4303 4,4475 4,4329 4,4024 4,4846 27,54 27,76 6,15 10,38
Q 9 Belgískur franki 0,5310 0,5294 0,6439 0,6708 0,6735 0,6723 0,6674 0,6795 27,98 28,35 5,53 9,50
10 Svissn. franki 13,1011 12,8814 15,6757 16,0245 16,0945 16,0612 15,9455 16,2810 24,27 26,39 3,86 5,25
11 Holl.avllini 9.5996 9,5651 11,4366 11,9463 12,0014 11,9795 11,8916 12,1195 26,25 26,71 5,97 6,88
§ 5 12 Vesturbvskt mark 10,8019 10,7730 12,9094 13,5013 13,5597 13,5412 13,4161 13,6987 26,82 27,16 6,11 5,63
■»2 13 Ítölsklíra 0,01750 0,01749 0,02106 0,02115 0,02112 0,02124 0,2109 0,02141 22,34 22,41 1,66 12,88
2 8 14 austurr. sch 1,5377 1,5359 1,8388 1,9218 1,9298 1,9261 1,9089 1,9477 26,66 26,81 5,92
11 15 Portug. escudo 0,2130 0,2049 0,2392 0,2382 0,2381 0,2397 0,2370 0,2391 12,23 16,69 -0,04
16 Sp. peseti 0,1931 0,1901 0,2341 0,2392 0,2403 0,2401 0,2383 0,2431 25,90 27,88 3,84
■a'0 17 Japansktyen 0,12886 0,12648 0,16137 0,16617 0,16576 0,16571 0,16719 0,16581 28,67 31,10 2,75 6,38
W >. 18 Irsktpund 33,221 32,962 40,255 42,302 41,516 42,382 42,078 42,859 29,01 30,03 6,47
■Ö É 19 ECU 24,149 24,085 28,826 30,274 30,399 30,394 30,105 30,764 27,39 27,73 6,72
E ? 20 SDR 30,933 30,936 39,826 41,395 41,311 41,268 41,523 41,392 33,81 33,80 3,93
© Q) 10 Meðalg. IKR 112,05 111,52 139,43 145,23 145,25 145,24 145,18 146,15 30,43 31,05 4,82
Ritstj. ogábm.: Dr. SiguröurB. Stefánsson. Otg.: Kaupþing hf. Húsi verslunarinnar, Kringlumýri 108, Reykjavik. Simi 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiöja hf.
öll róttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti svo sem meö Ijósritun, eöa á annan hátt, að hluta eöa i heild án leyfis útgefanda.