Vísbending


Vísbending - 08.08.1985, Blaðsíða 1

Vísbending - 08.08.1985, Blaðsíða 1
VÍSBENDING j VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 31.3 8. ÁGÚST 1985 Frakkland Lítill hagvöxtur, atvinnuleysi og vaxtabyrði helstu vandamálin Minni verðbólga en aukið atvinnuleysi Lítill hagvöxtur og þungar vaxta- greiðslur hins opinbera eru nú orðin helstu einkenni þjóðarbúskaparins í Frakkland. Hagvöxtur var 1,7% í fyrra og var aukinn útflutningur helsta ástæða framleiðsluaukningar- innar. í ár er ekki búist við að landsframleiðsla aukist nema um 1,2% og er það aðeins helmingur meðaltalsaukningar í Evrópubanda- lagslöndunum. Innlend eftirspurn jókst ekkert í fyrra og jafnvel þótt von sé á lítils háttar aukningu í ár mun hún naumast bæta að fullu minni aukn- ingu útflutnings en í fyrra og minni fjárfestingarútgjöld. Á hinn bóginn hefur verðbólga minnkað verulega. Hún varð mest á árunum 1980 og 1981 og var þá um 14%. Á árinu 1984 var verðbólga í Frakklandi 7% og búist er við minni verðbólgu í ár, ef til vill um 6%. Mjög hefur dregið úr launahækkunum og launakostnaður í framleiðslu hefur ekki hækkað umfram verðlag á síð- ustu tveimur árum. Á árunum frá 1979 hefur orðið veruleg aukning á atvinnuleysi sem og í flestum öðrum ríkjum Evrópu. í fyrra dró heldur úr atvinnuleysi í ríkjum Evrópubanda- lagsins að jafnaði en fjöldi atvinnu- lausra í Frakklandi jókst úr 8,3% vinnufærra manna í 9,7%. Nýjustu tölur benda þó til að nokkuð hafi dregið úr atvinnuleysi aftur. Frakk- land sker sig úr hópi annarra Evr- ópulanda að því leyti hve hátt hlutfall atvinnulausra er ungt fólk. Um 45% atvinnulausra í Frakklandi eru undir 25 ára aldri en aðeins 27% atvinnu- lausra í Pýskalandi. Hafa frönsk stjórnvöld af þessum ástæðum gripið til alveg sérstakra ráðstafana til að auka vinnuþjálfun ungs fólks. Skuldir ríkisins, vaxtabyröin og viöskiptajöfnuöur Markmið stjórnvalda í fyrra var að fjárlagahallinn yrði ekki meiri en sem næmi 3% af VLF. Hallinn varð í reynd mun meiri og var það einkum vegna hærri vaxtagreiðslna en reikn- að hafði verið með. Á árinu 1980 námu vaxtagreiðslur hins opinbera 1,6% af VLF en í fyrra hafði þetta hlutfall tvöfaldast og var 3,2% af VLF. Þegar á árinu 1980 voru bæði nafnvextir og raunvextir orðnir hærri en sem nam aukningu framleiðslu að nafnvirði og raunvirði en við þær aðstæður aukast skuldir sem hlutfall af framleiðslu án þess að til frekari lántöku komi. Á hinn bóginn hefur verulega dregið úr hallanum í viðskiptum við önnur lönd allt frá árinu 1982 og er jafnvel búist við afgangi í ár. Á ár- unum frá 1982 hefur útflutningur aukist um samtals 8% en engin aukning hefur orðið á innflutningi til landsins. Á síðustu þremur árum hefur Frökkum tekist að ná í 3% af aukningu innflutnings til Bandaríkj- anna og hefur útflutningur þeirra þangað aukist við það úr 5,3 millj- örðum dollara 1982 í 7,5 milljarða dollara í fyrra. Gengi og vextir Gengi franska frankans hefur fallið verulega gagnvart dollara frá árinu 1980 en það á raunar við um myntir allra Evrópulandanna. Gagnvart þýsku marki hefur gengi frankans verið nokkurn veginn stöðugt síðan um mitt ár 1983. í síðustu kross- gengistöflu (Vísbending, 17. júlí sl.) kemur fram að þýskt mark hefur kostað um 3,04 franka að meðaltali síðustu 12 mánuði en um 3,05 franka síðasta mánuðinn (þ.e. í júní). Gengi franska frankans féll hins vegar verulega gagnvart marki frá árslokum 1980 til miðs árs 1983. Um áramótin 1980/1982 kostaði hvert mark um 2,35 franka en hækkaði síðan jafnt og þétt í liðlega 3 franka í marki. Afar erfitt er að sjá fyrir hvenær leiðrétt- ingar eru gerðar á viðmiðunargengi EMS-myntanna, eins og best sást af gengisfellingu lírunnar sem kom öllum í opna skjöldu. Fremur er talið ósennilegt að gengi frankans verði leiðrétt (lækkað lítillega gagnvart marki) fyrr en eftir kosningarnar í Frakklandi vorið 1986. Vextir í Frakklandi og af lánum í Euro-frönkum hafa lækkað stöðugt síðustu árin með lækkandi verðbólgu í Frakklandi. í lok ársins 1983 voru grunnvextir franskra banka („Prime Rate“) 12,25% en héldust um 12% lengst af í fyrra. Nú eru þessir vextir liðlega 1 1%. Vextir á Euro-frönkum eru rétt innan við 1 1%. Þótt hluta- bréfamarkaðurinn í Frakklandi sé ekki hinn stærsti eða fullkomnasti hefur orðið meiri verðhækkun á hlutabréfum í Frakklandi en víðast annars staðar í Evrópu á síðustu tveimur árum. Sé vísitala hlutabréfa- verðs í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi sett jöfn og 100 í janúar 1982 verða niðurstöðurnar eftirfar- andi í árslok 1982-1984 og um mitt ár 1985: árslok Frakk- land Þýska- land Bretl- and 1982 99 110 121 1983 148 151 148 1984 177 161 184 mitt ár 1985 223 205 197 Þennan árangur er án efa ekki síst að þakka sérstökum ráðstöfunum Frakka til að efla þátttöku almenn- ings í hlutabréfaviðskiptum en þeim ráðstöfunum var ætlað að efla eigið fé franskra fyrirtækja og lækka láns- fjárhlutfall þeirra (sjá nánar í Vís- bendingu 2. maí 1985). Efni: Frakkland 7 Stjórn peningamála 2 Fjármögnun fyrirtækja ÍBelgiu 4 Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.