Vísbending - 17.09.1986, Blaðsíða 4
VÍSBENDING
4
Þjóðhagsspá framh. af bls. 2
langt frá þeirri fjárhæð sem talið er að skorti til að tekjur ríkissjóðs hrökkvi fyrir gjöldum. Margir munu ef til vill vera þeirrar skoðunar að þjóðarbú- skapurinn gangi svo vel um þessar mundir að ekki sé réttlætanlegt að búa við viðskiptahalla og auka enn við erlendar skuldir. Með nokkurri bjart- sýni má þó einnig líta svo á að þjóðar- búið hafi enn ekki náð sér að fullu eftir efnahagslægðina á árunum 1982 og 1983 (sjá myndirnar). f»ar sem landsframleiðslan virðist enn heldur minni en sú framleiðsla sem ætla má að unnt væri að halda að jafnaði er til lengdar lætur kynnu sumir að segja að enn sé í lagi að örva eftirspurn með smávægilegum hallarekstri ríkissjóðs og ekkert sé athugavert við að jöfn- uður náist ekki að fullu í viðskiptum við útlönd. Slík „fínstillingarsjónar- mið“ heyra þó sögunni til nú orðið. Flestir eru þeirrar skoðunar að hvorki sé nægileg vissa fyrir því hver áhrif hagstjórnartæki hafa á hinar ýmsu hagstærðir né hve langur tími líður frá því að gripið er til aðgerða og þar til áhrifanna tekur að gæta. Ef til vill má þó draga nokkuð úr áhyggjum manna af því að hérgæti of mikillar þenslu nú með því að setja framleiðslustigið á þessu ári í samhengi við það sem gæti verið hægt að framleiða er til lengdar lætur, þ.e. „potential growth“. Þetta er þó sett fram með þeim fyrirvara að hugmyndir Þjóðhags- stofnunar um að „almenn innflutn- ingseftirspurn virðist á hinn bóginn svipuð og fyrr var spáð“ standist. Nokkur hætta virðist á því að mikil hækkun atvinnutekna valdi meiri inn- flutningseftirspurn síðast á árinu en reiknað hefur verið með. Þrjú atriði vinna þó gegn aukinni eftirspurn eftir innflutningi: Skattbyrði er ef til vill nokkru þyngri en á fyrri árum og gengi Evrópumynta hefur hækkað mikið hér á íandi þótt meðalgengi hafi ekki breyst mikið (vegna mikillar lækkunar á gengi dollarans). Síðast en ekki síst verður að telja að hærri raun- vextir en um árabil sporni gegn inn- flutningseftirspurn. Þótt ekki liggi fyrir beinar tölur um aukið innstreymi fjár til bankanna er augljóst að útlán hafa aukist hlutfallslega minna en oft áður við svipaðar aðstæður. Útlána- aukning innlánsstofnana er nú að- eins Iitlu meiri en hækkun lánskjara- vísitölu undanfarna 12 mánuði og því er mun minni hætta á þenslu vegna innlendrar lánsfjáraukningar en oft- ast áður hér á landi. Skynsemissjónar- mið í vaxtamálum hafa loks sigrað hérlendis sem víðast annars staðar þar sem höft hafa ríkt á fjármagnsmark- aði. Raunvextir að jafnaði á fjár- magnsmarkaði eru nú ef til vill um 3-6% í stað -10 til - 20% oft áður á undanförnum árum. Svo kann að fara að breytingin í vaxtamálum verði ein styrkasta stoðin í efnahagsmálum þjóðarinnar á þessu ári og á næstu árum. Kjarasamningar, ríkisfjármál, fjár- magns- og gjaldeyrismarkaður Af öllu þessu er Ijóst að á næstunni er ekki þörf stórátaka í efnahagsmál- um á borð við aðgerðirnar frá í maí 1983 heldur markvissrar aðlögunar þjóðarbúsins að nýjum og betri að- stæðum. Raunvextir eru mun hærri en áður hafa þekkst hér á landi og verð- bólga er minni en á síðustu 15 til 20 árum. Jafnframt er framleiðsla á stigi sem ætla má að halda megi til lengdar. Enginn vafi leikur á að langmikilvæg- asta verkefnið í efnahagsmálum á næstunni er að ganga frá kjaramálum á þann veg að árangrinum sem náðst hefur á þessu ári verði ekki fórnað fyrir stundarhagsmuni. Gagnger end- urskoðun á fjármálum ríkisins, bæði tekju- og gjaldahlið, sem fjármálaráð- herra hefur oft vikið að í fjölmiðlum á síðustu mánuðum, og aukið frelsi í fjármagnsviðskiptum og í gjaldeyris- málum eru einnig brýn verkefni sem þurfa að skila árangri á næstu tveimur til þremur árum.
% Gengisskráning og Euro-vextir
c (0 Gengi m.v. dollara (nema í efstu línu m.v. pund) Breytingari % til 15. 9. 86 frá: Euro-vextir
flj Sept. 85 31.12. 30.06. Vikan 8.9. - 12.9.86 15.9. Sept. 31.12. 30.06. 90 daga lán
w medalg. 1985 1986 M Þ M F F 1986 1985 1985 1986 5.9.86
3 g1 1 $/GPB 1,36 1,44 1,53 1,49 1,49 1,48 1,48 1,46 1,49 8,86 3,21 -3,13
2 DKR/$ 10,29 8,97 8,14 7,80 7,82 7,80 7,82 7,95 7,75 -24,69 -13,63 -4,86
2 3 IKR/$ 41,87 42,12 41,27 40,65 40,74 40,74 40,74 41,04 40,73 -2,72 -3,30 -1,31
4 NOK/$ 8,33 7,58 7,50 7,34 7,36 7,36 7,37 7,46 7,32 -12,17 -3,44 -2,40
CJ) 5 SEK/$ 8,39 7,57 7,12 6,94 6,95 6,95 6,95 7,03 6,91 -17,68 -8,81 -2,92
0) 6 FRF/$ 8,66 7,54 7,00 6,74 6,76 6,74 6,76 6,86 6,70 -22,65 -11,14 -4,36
? 7 CHF/$ 2,33 2,07 1,79 1,68 1,69 1,68 1,68 1,70 1,66 -29,02 -20,13 -7,64
V.' 8 NLG/$ 3,19 2,77 2,47 2,32 2,33 2,32 2,33 2,37 2,31 -27,62 -16,58 -6,61
C7) 9 DEM/$ 2,84 2,46 2,20 2,06 2,07 2,06 2,07 2,10 2,05 -27,85 -16,70 -6,78
"D 10 JPY/$ 236,58 200,77 163,90 155,55 155,80 154,65 155 „25 156,95 154,87 -34,54 -22,86 -5,51
C <1) Gengi íslensku krónunnar
'ra 1 Bandaríkjadollari 41,870 42,120 41,270 40,650 40,740 40,740 40,740 41,040 40,730 -2,72 -3,30 -1,31 5,81
<D 2 Sterlingspund 57,133 60,621 63,288 60,733 60,621 60,236 60,385 59,877 60,504 5,90 -0,19 -4,40 10,00
ÍI 3 Kanadadollari 30,544 30,137 29,713 29,351 29,457 29,519 29,423 29,562 29,388 -3,79 -2,49 -1,09
4 Dönsk króna 4,0699 4,6957 5,0680 5,2140 5,2106 5,2256 5,2079 5,1631 5,2572 29,17 11,96 3,73 10,63
o 5 Norsk króna 5,0250 5,5571 5,5038 5,5393 5,5380 5,5350 5,5267 5,5024 5,5653 10,75 0,15 1,12
6 Sænsk króna 4,9899 5,5604 5,8000 5,8578 5,8640 5,8652 5,8606 5,8349 5,8965 18,17 6,04 1,66
7 Finnskt mark 6,9631 7,7712 8,0787 8,2354 8,2503 8,2511 8,2453 8,1941 8,2919 19,08 6,70 2,64
8 Franskurfranki 4,8364 5,5890 5,8945 6,0289 6,0293 6,0477 6,0244 5,9803 6,0823 25,76 8,83 3,19 7,31
(n 9 Belgískur franki 0,7291 0,8375 0,9192 0,9539 0,9520 0,9548 0,9523 0,9440 0,9611 31,81 14,76 4,56 7,50
-c0 10 Svissn. franki 17,9357 20,3037 23,0045 24,1964 24,1780 24,3079 24,2861 24,0704 24,5806 37,05 21,06 6,85 4,13
Tj o> 11 Hollenskt gyllini 13,1190 15,2099 16,6849 17,5019 17,4786 17,5301 17,4775 17,3325 17,6320 34,40 15,92 5,68 5,38
— rr. 12 Vesturþ. mark 14,7578 17,1411 18,7945 19,7498 19,7145 19,7767 19,7188 19,5536 19,8974 34,83 16,08 5,87 4,44
- 13 ítölsk líra 0,02201 0,02510 0,02736 0,02858 0,02858 0,02868 0,02858 0,02834 0,02884 31,03 14,90 5,41 11,50
14 Austurr. sch. 2,0992 2,4361 2,6723 2,8006 2,8014 2,8111 2,8024 2,7814 2,8309 34,86 16,21 5,93
«0 1= 15 Portug. escudo 0,2455 0,2674 0,2765 0,2765 0,2762 0,2762 0,2771 0,2745 0,2780 13,23 3,96 0,54
1° 16 Spánskur peseti 0,2482 0,2740 0,2942 0,3016 0,3014 0,3019 0,3013 0,2988 0,3034 22,24 10,73 3,13
‘8 u 17 Japanskt yen 0,17698 0,20979 0,25180 0,26133 0,26149 0,26343 0,26242 0,26149 0,26300 48,60 25,36 4,45 4,81
18 írsk pund 45,853 52,355 56,781 54,339 54,368 54,433 54,239 53,814 54,768 19,44 4,61 -3,55
19ECU 32,991 37,670 40,719 41,950 41,897 41,976 41,874 41,529 42,219 27,97 12,08 3,68 7,25
- f 20SDR 43,051 46,203 48,348 49,083 49,101 49,183 48,106 49,036 49,287 14,49 6,68 1,94 6,06
xo Meöalgengi IKR 152,95 165,94 172,92 173,99 174,01 174,10 173,15 173,44 174,72 14,23 5,29 1,04
Rltstj. og ábm.: Dr. Sigurður B. Stefánsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi verslunarinnar, Kringlumýri 108, Reykjavik. Simi 68 69 88 Umbrot og úthlshonnun Kristján Svansson Prentun: Isafoldarprentsmiöja hf.
öll róttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem meö Ijósntun. eöa á annan hátt, aö hluta eöa i heild án leyfis útgefanda.