Vísbending - 30.09.1987, Page 1
VÍSBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL
29.5 30. SEPTEMBER 1987
Dr. Þorvaldur Gylfason
Verðbólga í 40 ár
Verðbólga er flókið fyrirbæri.
Yfirleitt er hún ofin saman úr mörg-
um þráðum, sem liggja um alla inn-
viði samfélagsins. Stundum er einn
þráðurinn sterkastur, stundum ann-
ar, stundum margir í einu. Því getur
oft verið erfitt að greina raunveru-
legar orsakir verðbólgu.
Oft er þó enginn vafi á, hvernig
verðbólgufaraldur byrjaði. Þannig
má rekja óðaverðbólguna í Þýzka-
landi milli stríða beint til skaðabót-
anna, sem Frakkar og bandamenn
þeirra gerðu Þjóðverjum að greiða
eftir heimsstyrjöldina fyrri, enda sáu
Þjóðverjar enga leið færa út úr
ógöngunum aðra en að prenta pen-
inga. Eins var upphaf verðbólguöld-
unnar, sem reið yfir heimsbúskapinn
1973-74, bersýnilega bein afleiðing
olíuverðshækkunar í Arabalöndum
eins og flestir muna. Og verðbólgu-
hrinan hér heima eftir 1977 kom
beint í kjölfar óraunhæfra kaup-
samninga á vinnumarkaði það ár,
þótt ýmislegt annað legðist á sömu
sveif.
En jafnvel þótt kveikjan að hverj-
um verðbólgufaraldri geti verið
sæmilega Ijós eins og í þessum þrem
dæmum, ryður verðbólgan sér einatt
farveg um hagkerfið með þeim hætti,
að erfitt getur reynzt að skilja orsakir
frá afleiðingum, þegar frá líður. Þess
vegna vandast greiningin, þegar
verðbólguferillinn hér er skoðaður
allur aftur í tímann. Allir helztu
gangráðar verðbólgunnar í öðrum
löndum, peningaþensla, gengisfall,
hallarekstur ríkisins, kaupþrýstingur
og utanaðkomandi skellir eins og t.d.
hækkun olíuverðs, virðast hafa
komið við sögu verðbólgu á íslandi.
Samanburður við önnur lönd
Verðbólga hér á landi hélzt nokk-
urn veginn stöðug allt frá 1946 til
1970 og var um 10% á ári að meðal-
tali 1946-60 og um 11% 1961-70 á
mælikvarða verðlags einkaneyzlu. Á
sama tíma var verðbólgan í ná-
grannalöndunum yfirleitt á bilinu 2%
til 4% á ári að meðaltali.
Á áttunda áratugnum tók verð-
bólgan kipp og var þá um 35% á ári
að meðaltali á sama kvarða, en hélzt
þó yfirleitt vel innan við 10% á ári í
nágrannalöndum. Hún jókst enn eftir
það og var um 45% á ári hér heima
að meðaltali 1981-86. Verðbólgan
hefur að vísu hjaðnað síðan 1983 og
er nú á bilinu 20% til 30% og virðist
stefna hærra. Hins vegar hefur verð-
bólgan í nágrannalöndunum víða
lækkað aftur niður í um 3% á ári. Um
þessar mundir er því meiri hlutfalls-
munur á verðbólgunni hér heima og
erlendis en oftast áður.
Sveiflugangur
Á því er engin einföld skýring,
hvers vegna verðbólgan hefur verið
margfalt meiri hér en í grannlönd-
unum öll þessi ár. Því hefur stundum
verið haldið fram, að þetta misræmi
megi að miklu Ieyti rekja til ýmissa
bresta í innviðum efnahagslífins hér
og ekki aðeins til agaleysis og mis-
taka við hagstjórn frá ári til árs.
Eftir einni slíkri kenningu er verð-
bólgan rakin til einhæfni íslenzks at-
vinnulífs gegnum tíðina og mikils
sveiflugangs í þjóðarbúskapnum af
hennar völdum. Hugmyndin er sú, að
voldugar uppsveiflur í sjávarútvegi
hafi aukið verðbólgu með því að ýta
undir eftirspurn í hagkerfinu og
niðursveiflur hafi að sínu leyti líka
kynt undir verðbólgu á kostnaðarhlið
hagkerfisins með því að knýja fram
víxlverkun gengis og kauplags.
Fyrir þessari skoðun er hægt að
færa ýmis gild rök, en um þau þarf þó
að hafa a.m.k. tvo mikilvæga fyrir-
vara. í fyrsta lagi hafa rannsóknir
erlendra hagfræðinga ekki enn leitt í
ljós, að önnur lönd með einhæfa
atvinnuvegi (svo sem ýmis Afríku-
lönd) hafi búið við áberandi meiri
verðbólgu en hin fjölhæfari yfirleitt. I
öðru lagi er ekki víst, að verðbólga sé
óumflýjanlegur fylgifiskur einhæfs
efnahagslífs, því að stjórnvöldum er í
sjálfsvald sett, hvort þau safna sjóð-
um, t.d. með því að reka ríkissjóð
með afgangi eða stofna tekjujöfn-
unarsjóði, eða hækka gengi krón-
unnar í góðum árum til að búa í
haginn fyrir hallæri. Hvorugt hefur
þó verið gert hér að neinu ráði,
heldur hefur stefnt í neyðarástand í
næstum hverri niðursveiflu, svo að
stjórnvöld hafa gripið til gengisfell-
ingar. Þannig virðast einhæfni og
öldugangur atvinnulífsins hér hafa
boðið verðbólguhættunni heim.
Vanþroski
Eins hafa hagfræðingar látið sér
detta það í hug, að vanþroski pen-
ingamarkaðsins hér hafi verið verð-
bólguvaldur. Með þessu er fyrst og
fremst átt við það, að sparifjáreig-
endur hafa ekki fyrr en allra síðustu
ár átt þess kost að varðveita og
ávaxta fé sitt með viðunandi hætti,
heldur hafa þeir neyðzt til að eyða
því jafnharðan og þess var aflað.
Þetta ástand hefur að sjálfsögðu kynt
undir verðbólgu, annað hvort beint
Efni: Efnahagsmál: Verðbólga í 40 ár 1-2
Reikningshald: Verðbólgureikningsskil fyrri hluti 2-4