Vísbending


Vísbending - 30.09.1987, Síða 2

Vísbending - 30.09.1987, Síða 2
VÍSBENDING 2 Stefán Svavarsson lektor Um þróun íslenskra verðbólgureikningsskila, fyrri hluti Eitt erfiðasta vandamál, sem reikningshaldarar hér á landi hafa á síðustu árum átt við að glíma, er verðbólgan, eða öllu heldur áhrif hennar á mælingar á afkomu og efnahag fyrirtækja. Mér virðist, að skipta megi þróun verðleiðréttinga í íslenskum reikningsskilum í þrjú tímabil. A fyrsta tímabilinu, sem stóð til ársloka 1978, voru gerðar tilraunir til að leiðrétta vissa Iiði í uppgjörum fyrirtækjanna án þess að víkja frá meginreglum hefðbundinna reikn- ingsskilavenja. Þessar leiðréttingar, sem gerð verður stutt grein fyrir hér á eftir, voru gerðar á grundvelli fyrir- mæla í þágildandi skattalögum. Á öðru tímabilinu, sem vafalaust er eitt mesta framfaraskeið í sögu reiknings- skila fyrirtækja á Islandi, voru mæl- ingar á afkomu og efnahag fyrirtækja byggðar á nýjum skattalögum, sem tóku gildi 1. janúar 1979, og nýjum hlutafélagalögum, sem samþykkt voru á Alþingi á árinu 1978. Þriðja tímabilið í þeirri þróun íslenskra verðbólgureikningsskila, sem ætiunin er að rekja hér, hefst á árunum 1982 og 1983 og stendur enn. Raunar er öðru tímabilinu ekki lokið því mörg fyrirtæki haga enn reikningsskilum sínum í fullu samræmi við ákvæði nefndra laga. Það sem helst einkenn- ir þriðja tímabilið er viðurkenning á því, að sitt er hvað, skattaleg afkoma fyrirtækis og reikningshaldsleg af- koma þess. Sú aðferð, sem gerð reikningsskila fyrirtækja á þessu tímabili byggir á, hlaut í öndverðu heitið fráviksaðferð og verður það heiti notað hér á eftir, enda er annað ekki tiltækt, en vissulega færi betur á að nota önnur heiti, eins og vonandi verður ljóst eftir lestur þessarar greinar. Áður en nánar verður gerð grein fyrir þessum þremur tímabilum, er rétt að fara nokkrum orðum um áhrif skattalaga á reikningagerð . fyrir- tækja. Á íslandi, eins og í öðrum löndum, hafa skattalög haft mikil áhrif á reikningsskilagerð fýrirtækja. Raunar er það svo, að Iengst af hefur ekki verið gerður greinarmunur á skattalegri afkomu fyrirtækja og þeirri, sem skýrt er frá í ársreikning- um. Ársreikningar hafa iðulega verið settir þannig fram, að birtur hagnaður fyrir skatta var í raun sá stofn, sem tekjuskattur skyldi reiknast af. Það er mat flestra kunnáttumanna á sviði reikningsskila, að blind tryggð við forskrift skattalaga, þegar reiknings- með því að auka eftirspurn eftir inn- lendri vöru og þjónustu og knýja þannig verðlag upp á við eða óbeint með því að örva innflutning og ýta með þeim hætti undir viðskiptahalla og gengisfall. Reynslurök frá öðrum löndum virðast styðja þessa skoðun. Verð- bólga hefur verið landlæg í mörgum þróunarríkjum og er enn langt um- fram það, sem tíðkast í iðnríkjunum. Ein höfuðástæðan er kannski einmitt sú, að í fátækraríkjunum, þar sem peningamarkaðurinn er vanþróaður eins og hann var lengstum hér á landi líka og er enn, hefur ríkið ekki haft tök á að standa straum af hallarekstri öðruvísi en með peningaprentun og erlendum lántökum, meðan ríkis- stjórnir iðnríkjanna hafa átt þess kost að draga úr verðbólguáhrifum halla- búskapar ríkisins með því að taka lán fyrir hallanum innan lands með út- gáfu ríkisskuldabréfa. Af þessu má ráða, hversu mikilvægu hlutverki áframhaldandi uppbygging verð- bréfamarkaðs á Islandi gegnir í bar- áttu þjóðarinnar við verðbólgu. Vinnumarkaöur og bankakerfi Enn fleiri skýringar koma til greina, og væri of langt mál að gera þeim nákvæm skil í einum stuttum pistli. Ein slík kenning varðar skipu- lag vinnumarkaðsins, þar sem fyrir- tækin hafa ekki svigrúm til að takast á við tekjumissi öðruvísi en með því að fækka fólki eða heimta verðbólgu- ráðstafanir af ríkisvaldinu og þar sem launþegar hafa iðulega hag af því að knýja fram kauphækkanir, sem ríða fjölda fyrirtækja að fullu, nema ríkis- valdið hleypi vandanum út í verð- lagið. önnur hugsanleg skýring á þrálátri verðbólgu hér varðar uppbyggingu bankakerfisins, þar sem ríkisvið- skiptabankar hafa verið langsamlega fyrirferðarmestir og ekki alltaf beitt viðskiptavini sína tilhlýðilegum arð- semisaga, heldur hafa bankarnir að því er virðist iðulega séð sér hag í því að þenja útlán til einstakra verkefna og í heild umfram það, sem ætla má, að góðir einkabankar teldu hyggilegt. Um þessar tvær verðbólguskýringar eru þó skiptar skoðanir meðal hag- fræðinga. Hvaö þarf? Ef verðbólgan hér á rætur sínar að rekja að einhverju Ieyti til þess konar bresta í innviðum efnahagslífsins, sem lýst var að framan, dugir ekki að skella skuldinni einvörðungu á aga- leysi í ríkisfjármálum og peninga- málum, heldur verður að bæta úr brestunum, ef hægt á að vera að ná varanlegum árangri í baráttunni við verðbólguna. Þannig væri vert (1) að athuga vandiega, hvort ekki væri hyggilegt að reyna að draga úr sveiflugangi efnahagslífsins með stofnun öflugra verð- eða tekjujöfn- unarsjóða til að draga úr þrýstingi á gengið í góðærislok; (2) að stuðla að eflingu verðbréfamarkaðsins til að tryggja almenningi greiðari aðgang að fjölbreyttum og öruggum sparn- aðarkostum og hamla þannig á móti eftirspurn eftir vörum og þjónustu; (3) að kanna vandlega, hvort vinnu- markaðslöggjöfin þarfnist ekki endurskoðunar, t.d. að japanskri fyrirmynd; og (4) að höggva á hnút- inn, sem nú hefur verið bundinn í bankamálum, og kanna, hvort ekki sé rétt að stefna að enn frekari einka- væðingu í bankakerfinu. Engu að síður er mikilvægt eins og sakir standa nú að taka ríkisfjármál og peningamál föstum tökum og halda fastgengisstefnunni til streitu til að stemma stigu við verðbólgunni, ekki sízt í ljósi þeirrar þenslu, sem ríkisbúskapurinn hefur valdið að undanförnu. Þá dugir að sjálfsögðu ekki að einblína á A-hluta ríkissjóðs, heldur verður að taka ríkisbúskapinn allan með í reikninginn.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.