Vísbending - 30.09.1987, Blaðsíða 3
VÍSBENDING
3
skil eru samin, sé til þess fallin aö villa
lesanda ársreikningsins sýn um af-
komu og efnahag, og skiptir þá engu
máli, hvort átt er við gömlu eða nýju
skattalögin, þótt það eigi að vísu síður
við um þau síðarnefndu.
í reikningshaldi er að því stefnt, að
hagnaður fyrirtækis sé til frásagnar
um hversu miklu betur fyrirtæki er
sett í lok tímabils en það var í upphafi
þess. Skattalegan hagnað er á hinn
bóginn ekki hægt að túlka á þann
hátt, enda hafa skattalög gjarnan ver-
ið notuð til þess að ietja fyrirtæki eða
hvetja til tiltekinna aðgerða eftir því
sem samrýmist pólitískum markmið-
um stjórnvalda hverju sinni. Um
þetta hvort tveggja mætti nefna mörg
dæmi en hér skulu aðeins tvö kölluð
til. Fyrirtæki geta fengið frádrátt á
móti skattskyldum tekjum með sér-
stökum niðurfærslum eigna, sem
ekkert eiga skylt við reikningshalds-
Ieg gjöld, t.d. má nefna niðurfærslu
birgða og viðskiptakrafna. Þá hefur
verið unnt að fresta skattgreiðslum
með því að leggja ákveðinn hluta
tekna í skattfrjálsa sjóði, t.d. varasjóð
eða fjárfestingarsjóð. Þessar skatta-
legu aðgerðir geta vel átt við rök að
styðjast, en kjósi fyrirtæki að færa
þær í rekstrarreikning, en svo er
raunar mælt fyrir um í hlutafélaga-
lögum, þá verður afkoman sýnd lak-
ari en hún er í raun og veru.
Fram til ársins 1979 var algengast,
að skattalegar ráðstafanir af því tagi,
sem nefndar voru hér að framan,
væru færðar í rekstrarreikning. Á því
er ekkert vafamál, að sá háttur,
ásamt raunar ýmsum skekkjum af
völdum verðbólgu, olli því, að niður-
stöður reikningsskila fyrirtækja um
afkomu, sérstaklega á árunum 1973-
78, voru marklausar. Frá árinu 1979
hafa að vísu flest fyrirtæki fært þessar
skattalegu ráðstafanir fram hjá
rekstrarreikningi, en þrátt fyrir það
getur reikningurinn verið villandi.
Fyrirmæli skattalaga um t.d. afskrift-
ir og verðbreytingarfærslu geta
nefnilega leitt til rangrar niðurstöðu
um afkomu fyrirtækis. Það var því
orðið brýnt að víkja til hliðar for-
skrift skattalaganna um afkomumæl-
ingar fyrirtækja, eins mikilvægar og
þær eru. Ég tel, að einmitt þetta hafi
verið að gerast og það megi lesa úr
ársreikningum sumra íslenskra fyrir-
tækja á síðustu árum. Þessi þróun hér
á landi um minnkandi áhrif skatta-
laga á reikningagerð er ekkert eins-
dæmi, því víða erlendis hefur það
sama verið að gerast. Það eru t.d.
meira en 30 ár síðan mörg hinna
stærri fyrirtækja í Bandaríkjunum
hófu að semja tvö uppgjör, eitt fyrir
skattyfirvöld og annað fyrir eigendur
og stjórnendur til að þeir fengju sem
skýrasta mynd af afkomu og efnahag.
Nú vil ég beina athygli lesandans
aftur að fyrsta tímabilinu, sem nefnt
var, en það stóð til ársloka 1978, eins
og fram hefur komið. Á þessu tíma-
bili voru reikningsskil fyrirtækja í
öllum meginatriðum byggð á hefð-
bundnum reikningsskilavenjum.
Mikilvægastar í þessu sambandi eru
kostnaðarverðsreglan og sú forsenda
þeirra venja, að verðlag sé stöðugt. Á
verðbólguskeiði er sennilegast, að
afkoma fyrirtækis sé sýnd betri en
raun er á, þegar þessum reglum er
beitt. Á þessu tímabili var nokkur
verðbólga og því var nauðsynlegt að
setja sérstakar reglur til að koma í
veg fyrir ofsköttun fyrirtækjanna.
Nefna má nokkur dæmi um þessar
reglur. Þar sem ekkert ákvæði var í
skattalögum á þessum tíma um reglu-
legt endurmat eigna, var sennilegast
að fram kæmi verulegur söluhagn-
aður við sölu fastafjármunar, þar sem
bókfært verð hans var miklu lægra en
söluverð. Slíkur söluhagnaður var
yfirleitt óraunverulegur og því var
ákveðið, að söluhagnaður skyldi
undanþeginn skatti, ef fjármunurinn
hafði verið í eigu seljandans í tiltek-
inn árafjölda. Þá má nefna, að fyrir-
tækjum var heimilað að endurmeta
fasteignir sínar og afskrifa af endur-
metnu verði. Hér var um einskiptis
endurmat að ræða og kom það a.m.k.
tvisvar til framkvæmda. Með þessum
hætti fengust hærri afskriftir en ef
stuðst hefði verið við upphaflegt
kostnaðarverð. Loks má nefna, að
undir lok þessa tímabils, voru heim-
ilaðar svonefndar verðstuðulsfyrn-
ingar, sem ekki skertu fyrningar-
stofna eigna en veittu frádrátt. Öll
þessi dæmi eru til vitnis um það, að
afkomuhugtak skattalaganna hafi
verið gallað, en í stað þess að gera
grundvallarbreytingu á því var lapp-
að upp á ársreikninginn með þessum
leiðum, en þær voru að mínu mati
hálfgert kák. Þrátt fyrir þessar leið-
réttingar er ekkert vafamál, að á ár-
unum frá 1973 til 1978, en á þessum
árum var verðbólgan talsverð, var
veruleg hætta á að fyrirtæki væru
annaðhvort ofsköttuð eða vanskött-
uð vegna galla í fyrirmælum skatta-
laga um útreikninga á skattstofnum.
Það fór annarsvegar eftir því hversu
gamla fjármuni fyrirtækin voru með í
rekstri og hins vegar eftir því hvernig
þau voru fjármögnuð, hvort þau
högnuðust eða töpuðu á gömlu
skattalögunum að þessu leyti. Þær
leiðréttingar á afkomu fyrirtækjanna,
sem hér voru nefndar, er kannski
erfitt að kenna við
verðbólgureikningsskil, en það er þó
án tvímæla, að þær voru gerðar til að
reyna að leiðrétta tekjuskattsstofn-
inn fyrir eyðileggingaráhrifum verð-
bólgunnar. Fróðlegt er, að í gögnum
frá Alþjóðlegu reikningsskilanefnd-
inni kemur fram, að við skilyrði óða-
verðbólgu, sem vissulega ríkti á ár-
unum 1973 til 1978, séu niðurstöður
hefðbundinna reikningsskilavenja
um afkomu fyrirtækja vita gagns-
lausar.
Það var við þessar aðstæður, sem
ný skattalög tóku gildi 1. janúar
1979, og hófst þá annað tímabilið í
þeirri sögu verðbólgureikningsskila á
íslandi, sem hér er rakin. Því var
haldið fram í upphafi þessarar grein-
ar, að þetta tímabil megi kalla eitt
mesta framfaraskeið í sögu reikn-
ingsskila á Islandi og það vil ég skýra
með þremur atriðum. í fyrsta lagi var
aðferð hinna nýju laga til útreiknings
á afkomu mun áreiðanlegri en þær
aðferðir, sem áður höfðu verið not-
aðar. Með lögunum var að því stefnt,
að grundvöllur tekjuskattsálagningar
skyldi vera raunveruleg afkoma fyrir-
tækjanna. í raun var með lögunum
samið nýtt reikningsskilakerfi, sem
tók tillit til áhrifa verðbólgunnar,
ekki aðeins á verðmat efnislegra
fjármuna, eins og til dæmis fasteigna,
heldur einnig á peningalega liði, svo
sem skuldabréf og viðskiptaskuldir.
Þetta kerfi er ekki gallalaust en það
var stórkostleg endurbót í afkomu-
útreikningum miðað við fyrri háttu. í
öðru lagi höfðu nýsett hlutafélagalög
einnig mikil áhrif í upphafi þessa
tímabils. í þeim lögum var að finna
ýmis nýmæli um gerð ársreikninga