Vísbending - 30.09.1987, Síða 4
VISBENDING
4
fyrirtækja, sem horfðu til mikilla
bóta. Þar var t.d. að finna kröfur um,
að upplýsingar skyldu fylgja hinum
hefðbundnu reikningsyfirlitum í
formi skýringa. Þessar upplýsingar
gerðu lesanda reikningsskila fyrir-
tækja kleift að skyggnast bctur inn í
rekstur og fjárhag þeirra en áður
hafði verið hægt. Loks má nefna, að
svokölluð reikningsskilanefnd á veg-
um félagsskapar löggiltra endurskoð-
enda stóð fyrir útgáfu álitsgerðar um
hvernig skyldi setja fram ársreikn-
inga fyrirtækja í samræmi við hin
nýju skatta- og hlutafélagalög. Þessar
hugmyndir fengu almenna viður-
kenningu og höfðu meiri áhrif til
samræmingar á reikningsskilum hér á
Iandi en áður höfðu þekkst, og var
ekki vanþörf á. Hér gefst ekki færi á
að gera nánari grein fyrir þessu máli,
en ég tel, að ofangreind atriði styðji
engu að síður fullyrðingu mína um,
að mikið framfaraspor hafi verið stig-
ið með samþykkt þessara laga í þcirri
list að skýra frá fjárhag og afkomu
fyrirtækja.
Nú er rétt að gera í stuttu máli
grein fyrir helstu efnisatriðum hinna
nýju skattalaga, sem raunar eru orðin
tíu ára gömul. Þau áhrif, sem verð-
bólga hefur til að brengla mælingar á
afkomu fyrirtækja, ef þær byggjast á
hefðbundnum reikningsskilareglum,
koma aðallega fram á þrennan hátt.
Fyrst skal nefnt, að við verðbólgu-
skilyrði verða afskriftir fastafjár-
muna of lágar, ef þær eru teknar af
upphaflegu kostnaðarverði fjármun-
anna. Þannig færast á móti tekjum
verðminni krónur til gjalda en lagðar
voru fram, þegar viðkomandi fjár-
munur var keyptur. Afleiðing þessa
er sú, að afkoma fyrirtækis verður
sýnd betri en raun er á. í skattalög-
unum var tekið á þessu máli þannig,
að árlega eru fastafjármunir endur-
metnir og afskrift tekin af fram-
reiknuðu kostnaðarverði á hverjum
tíma. I þessu sambandi er stuðst við
breytingar á meðaltalsbyggingarvísi-
tölu milli ára. Ekkert endurmat er
fært á kaupári fjármunar en á móti
kemur, að full afskrift er tekin á því
ári, jafnvel þótt fjármunurinn hafi
verið keyptur í lok árs. Á söluári
fjármunar fæst fullt endurmat en hins
vegar engin afskrift. Ljóst er að
þessar aðferðir voru hafðar með
þessum hætti til að auðvelda fram-
kvæmd laganna, en í þeim felst
nokkur einföldun, og verður gerð
stutt grein fyrir því hér á eftir.
I öðru lagi skekkir verðbólgan
útreikninga á raunverulegum ávinn-
ingi af sölu vara, ef saman er jafnað
söluverði þeirra og upphaflegu
kostnaðarverði. Sá sem selur vöru á
150 krónur, sem keypt var á 100
krónur, græðir ekki 50 krónur, ef
endurkaupsverð hennarer 130 krón-
ur þegar salan fór fram; gróðinn er
að sjálfsögðu 20 krónur. Þetta skilja
allir kaupmenn, en í reikningsskilum
og í skattalögum var öðru haldið
fram. Það getur verið býsna erfitt að
fylgjast nákvæmlega með endur-
kaupsverði seldra vara á hverjum
tíma, og óframkvæmanlegt hefði
verið að setja mjög flókna reglu í lög
til að glíma við þennan vanda. Af
þeim sökum var sú einfalda regla
ákveðin með nýju skattalögunum, að
við útreikning á verðbreytingar-
færslunni skyldi telja birgðir með í
þeim stofni, sem færslan er reiknuð
af. Það hefur þau áhrif, að verðbreyt-
ingatekjur verða lægri en ella en
verðbreytingagjöld hærri. Með þess-
um hætti tekst að nokkru leyti að
hækka kostnaðarverð seldra vara,
eins og það kemur fram miðað við
upphaflegt kostnaðarverð. Hið sama
má segja um þessa leiðréttingu á
reikningsskilum fyrirtækja og nefnt
var hér að framan um afskriftir og
endurmat fastafjármuna; þessar leið-
réttingar eru ekki gallalausar en
veruleg endurbót við útreikninga á
ágóða af vörusölu.
Þriðja leiðréttingin vegna áhrifa
verðbólgunnar, sem samþykkt var
með nýju skattalögunum, er verð-
breytingarfærslan. Vafalaust hafa fá-
ir liðir í ársreikningum fyrirtækja á
síðustu árum fengið eins mikið umtal
og þessi færsla, bæði vont og gott. Sá
sem vill skilja afkomuhugtak skatta-
laganna verður að vita til hvers þessi
færsla er gerð. í raun og veru er það
afar einfalt og lítið dæmi ætti að sýna
það. Hugsum okkur _ mann, sem
kaupir verðtryggt spariskírteini ríkis-
sjóðs í byrjun árs fyrir 1.000 krónur
og á það enn ári síðar, þegar það er
metið á 1.300 krónur. Ef verðlag
hefur hækkað um 20% á árinu, hefur
maðurinn ekki grætt 300 krónur, eins
og almennar bókhaldsreglur myndu
skýra frá, heldur aðeins 100 krónur,
þ.e.a.s. það sem skírteinið hefur
hækkað í verði umfram verðleiðrétt-
ingu á kaupverði þess í ársbyrjun.
Með verðbreytingarfærslunni, sem er
gjöld að fjárhæð 200 krónur í þessu
dæmi, er komið við leiðréttingu til að
útkoman verði 100 krónur. Þetta er í
hnotskurn það sem verðbreytingar-
færslunni cr ætlað að gera. Auðvitað
er dæmið einfaldað og fjárhagur
fyrirtækja er miklu flóknari en í þessu
dæmi og það gerir útreikning verð-
breytingarfærslunnar vandasamari,
en það breytir engu um, að tilgang-
urinn er sá sami. Hann er: að eyða
endurmati verðtryggðra peninga-
legra eigna, eins og í dæminu hér að
framan, eyða endurmati verðtryggð-
ra peningalegra skulda, viðurkenna
tap af óverðtryggðum peningalegum
eignum, svo sem peningaseðlum, og
loks að skýra frá hagnaði af óverð-
tryggðum skuldum. Þessi færsla á því
fullan rétt á sér. Hitt er svo annað
mál, að það má nálgast betur raun-
verleg áhrif verðbólgunnar á pen-
ingalega liði í reikningum fyrirtækja
en tekst með skattalögunum.
Að öllu samanlögðu eru ofan-
greindar leiðréttingar vegna áhrifa
verðbólgunnar býsna góðar. Það sem
fyrst og fremst veldur því, að galla
má finna á afkomuútreikningum
skattalaganna er, að sveiflur hafa
verið á undanförnum árum í verð-
breytingum milli ára og innan tiltek-
inna ára. Þessar sveiflur hafa valdið
því, að verðstuðull skattalaga hefur
verið annar en verðbreytingar innan
þess árs, sem reikningagerð fyrir-
tækja tekur til. Á síðasta ári hækkaði
t.d. vísitala byggingarkostnaðar um
rúmlega 17%, en meðaltalsverð-
breytingar milli áranna 1985 og 1986
voru hins vegar rúmlega 28%. Þetta
misvægi varð þess m.a. valdandi, að
brýnni þörf var á því að víkja frá
ákvæðum skattalaga við útreikning á
afkomu fyrirtækja fyrir árið 1986 en
áður hafði verið.
Síðari hluti greinarinnar verður í
nœsta blaði
Ritstj. og ábm.: Páll R. Pálsson. Utg.: Kaupþing hf, Húsi Verslunarinnar, Kringlumýri 103, Reykjavik. Simi 686988. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson.
Prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem Ijósritun, eöa áannan hátt aö hlutaeöa í heild án leyfis útgefanda.