Vísbending - 25.11.1987, Blaðsíða 4
VÍSBENDING
4
Dr. Þorvaldur Gylfason
Skipulagsvandinn á vinnumarkaðnum
Síðustu ár hefur verklýðshreyfing-
unni tekizt að tryggja launþegum
ýmislegar kjarabætur án beinna
kauphækkana, til dæmis með því að
fá ríkisstjórnina til að hækka niður-
greiðslur, lækka tekjuskatta og efla
húsnæðislánakerfið. Áherzla alþýðu-
samtakanna á kjarabætur af þessu
tagi hefur tvímælalaust dregið bæði
úr átökum á vinnumarkaði og beinu
víxlgengi kaupgjalds og verðlags. Það
er framför. Þessi þróun virðist líka
hafa sljóvgað áhuga margra á að bæta
skipulag vinnumarkaðsins. Umbóta-
þörfin er eigi að síður brýn að mínum
dómi. Núgildandi vinnumarkaðslög-
gjöf er meira en hálfrar aldar gömul
og var sett handa allt öðru þjóðfélagi
en við lifum í nú.
Gallar núverandi skipulags
Meinsemdin í núverandi skipan er
tvíþætt. í fyrsta lagi er samið þannig
um kaup og kjör, að vinnuveitendur
og verklýðsforingjar ákveða fast
tímakaup og vikukaup, hvað sem
öðru líður. Ef fyrirtæki verða fyrir
tekjumissi, t.d. vegna þess að minna
selst af íslenzkum fiski erlendis,
verða þau að draga úr kostnaði til að
komast hjá gjaldþroti, ef þau eiga
ekki gilda varasjóði og ef ríkið neitar
að prenta peninga eða fella gengið.
Þar eð vinnulaun eru yfirgnæfandi
hluti framleiðslukostnaðar, verða
fyrirtækin því annað hvort að lækka
kaup eða fækka fólki. Ef kaupið er
fast samkvæmt kjarasamningi og því
verður ekki haggað, er því óhjá-
kvæmilegt að fækka fólki. í þessu
kerfi hafa fyrirtæki því ekki svigrúm
til að bregðast við áföllum öðruvísi
en með uppsögnum. Þetta er ein
aðalástæðan til atvinnuleysisins í
mörgum Evrópulöndum síðustu ár.
Hér á landi hefur ríkið hins vegar
yfirleitt velt vandanum á undan sér
með því að veita áföllum út í verð-
lagið með peningaprentun og gengis-
falli.
Hinn höfuðgalli núverandi skipu-
Iags er sá, að samið er um kaup og
kjör eftir starfsgreinum eins og í
Bretlandi og Danmörku, en ekki í
hverju fyrirtæki fyrir sig. Þannig er
starfsfólk ólíkra fyrirtækja í einu og
sama verklýðsfélagi. Af þessu leiðir,
að venjulegur verklýðsfélagi hefur
óljósan hag af hófsamlegum kaup-
kröfum. Þar eð fulltrúar hans við
samningaborðið semja við fulltrúa
margra ólíkra fyrirtækja, veit hann,
að einhver þessara fyrirtækja geta að
vísu komizt í kröggur, ef boginn er
spenntur hátt, en hann veit líka, að
fyrirtæki hans er yfirleitt óhætt.
Þannig geta kaupkröfur eins teflt at-
vinnu annars í voða í núverandi kerfi.
Ekki sízt af þeim sökum hefur samn-
ingakerfið hér kallað á meiri ríkisaf-
skipti af kjarasamningum gegnum
tíðina en æskilegt hefði verið og
meiri verðbólgu.
Japanska kerfið
Japanir hafa annan hátt á. í Japan
semja vinnuveitendur og launþegar
ekki aðeins um fast kaup, heldur
einnig um fastan hlut starfsfólksins í
hagnaði fyrirtækjanna. Þegar jap-
anskt fyrirtæki verður fyrir skakka-
föllum og hagnaður minnkar, þá
lækkar hlutur hvers vinnandi manns í
samræmi við það, og enginn
missir vinnuna. Þegar þetta er haft í
huga, þarf engan að undra, að
atvinnuleysi og verðbólga í Japan
hafa verið miklu minni en í Evrópu
og Ameríku á undanförnum árum og
hagvöxtur miklu meiri.
I Japan er þar að auki samið um
kaup og kjör í hverju fyrirtæki fyrir
sig. Þegar japanskir launþegar gera
kaupkröfur, vita þeir, að þeirra eigið
fyrirtæki kemst í vandræði, ef þcir
spenna bogann of hátt, og þeir geta
sjálfir misst vinnuna. Þess vegna hafa
japanskir Iaunþegar beinan hag af að
gæta hófs í kaupsamningum.
Þegar japanskt fyrirtæki eða hag-
kerfið í heild verður fyrir áfalli, þá
lækkar hlutur livers og eins sem
áfallinu nemur, svo að enginn þarf að
missa vinnuna. Allir missa eitthvað.
Enginn missir allt. En þegar evrópskt
eða amerískt fyrirtæki kemst í sams
konar kröggur, halda allir öllu sínu
nema þeir, sem missa vinnuna. Þeir
missa allt. Meiri hlutinn, sem heldur
öllu sínu, trúir því kannski,að hann
hafi hag af óbreyttu ástandi og hinir
súpi seyðið. En það er skammsýni.
Núverandi vinnumarkaðsskipulag er
bæði atvinnuleysis- og verðbólgu-
valdur og bitnar því á meiri hlutanum
líka, þegar til lengdar lætur.
Niöurlag
Skipulagsvandinn á vinnumark-
aðnum hér er ekki séríslenzkt fyrir-
bæri. Flestar grannþjóðir okkar eiga
við svipaðan vanda að etja. Þessi
vandi hefur kveikt líflegar umræður
vestan hafs og austan um kosti og
galla hlutaskipta á vinnumarkaði að
japanskri fyrirmynd. Höfuðkostir
hlutaskipta eru þeir, að (a) þau veita
fyrirtækjum svigrúm til að bregðast
við áföllum án þess að fækka fólki
eða heimta verðbólguráðstafanir af
ríkinu og (b) þau treysta sambandið
milli launþega og vinnuveitenda og
draga úr líkum þess, að launþegar
sjái sér hag í því að knýja fram
óraunhæfar kauphækkanir, sem ríða
fyrirtækjum að fullu, nema ríkið
skakki leikinn og veiti vandanum út í
verðlagið. Höfuðgallinn er hins vegar
sá, að hlutaskipti stangast á við
hagsmuni þeirra, sem tekst að halda
hlut sínum óskertum við núverandi
aðstæður, þótt harðni á dalnum.
Það er brýnt, að íslendingar fylgist
vandlega með þessum umræðum er-
lendis. Hlutaskipti hafa verið við lýði
í íslenzkum sjávarútvegi um langt
skeið og gefið góða raun. Það er
tímabært, að íslendingar velti því
fyrir sér í fullri alvöru, hvort hluta-
skipti af einhverju tagi gætu ekki átt
jafnvel við í öðrum atvinnugreinum
landsmanna.
Ritstj. og ábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Simi68 69 88. Umbrotog útlitshönnun: Kristján Svansson.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða i heild sinni án leyfis útgefanda.