Vísbending


Vísbending - 16.11.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.11.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING ERLENDAR SKULDIR Síðbúin athugasemd við grein í Vísbendingu IngiiiniiiáurFnMsson Opinberar skuldir og skuldir einkaaöila_____________________________ í Vísbendingu hinn 10. febrúar s.l. birtist grein eftir Þorvald Gylfason prófessor og bar hún yfirskriftina „Skuldugasta þjóð heims“. í henni eru birtar ýmis konar skuldatölur og skuldahlutföll ríkja með mikla skulda- byrði og upplýsingar fyrir fsland til samanburðar. Heimild Þorvaldar um önnur lönd en ísland var „The Eco- nomist: The World in Figures 1987“. Það tók mig nokkuð langan tíma að út- vega þessa bók og því hefur dregist úr hömlu að gera athugasemdir við grein hans. Skoðun á heimild Þorvaldar staðfestir það sem raunar mátti ráða af orðalagi greinarinnar, þ.e. að fyrir öll önnur lönd en ísland er aðeins miðað við opinberar skuldir og ábyrgðir opin- berra aðila. Tölurnar um Island ná hins vegar til allra erlendra skulda ís- lenskra aðila, ekki aðeins hins opin- bera. í einni taflnanna, sem fylgir grein Þorvaldar, er listi yfir þær tíu „sæmi- lega stöndugu" þjóðir, sem sagðar eru skuldugastar ef miðað er við hlutfall erlendra skulda og landsframleiðslu. Þar er ísland númer sjö. Önnur lönd á listanum eru Marokkó, Perú, Chile, ísrael, Portúgal, Argentína, Filipps- eyjar, Malaysía og Indónesía. Skuldugri en þessi lönd á sama mæli- kvarða eru ýmsar blásnauðar þjóðir. Athygli vekur að ekki skuli vera á listanum lönd eins og írland. Erlendar skuldir íra í heild mældar á þennan mælikvarða eru einhverjar hinar mestu í heiminum þótt erfitt sé að henda reiður á hversu miklar þær eru nákvæmlega þar sem litlar sem engar upplýsingar eru til um erlendar skuldir írskra einkaaðila. Þó má ætla að heild- arskuldirnar í hlutfalli við þjóðarfram- leiðslu séu tvisvar til þrisvar sinnum meiri en erlendar skuldir íslendinga. Þá er Nýsjálendinga hvergi að finna á lista Þorvaldar, en erlendar skuldir þeirra eru talsvert meiri en skuldir ís- lendinga m.v. landsframleiðslu. í annari töflu er listi yfir þær tíu þjóðir, sem skulda mest í dollurum talið. Brasilía er þar efst á blaði með 86 milljarða dollara. Enda þótt tölurnar séu frá árslokum 1985 vekur það at- hygli að Bandaríkin skuli ekki vera á listanum, en þau eru nú orðin lang- skuldugasta þjóð heims á þennan mælikvarða, skulda um þessar mundir 500 milljarða dollara erlendis. Misgóðar upplýsingar og ólíkar aðferðir____________________________ Samanburður skuldahlutfalla á milli landa er vandasöm íþrótt vegna þess hve misgóðar upplýsingar geta verið og hversu litla sögu einstök hlutföll segja. Á íslandi eru jafnan til mjög ít- arlegar upplýsingar um erlendar skuldir innlendra aðila, ekki aðeins hins opinbera, heldur líka einkaaðila. Víða eru takmarkaðar upplýsingar til- tækar um skuldir einkaaðila og jafnvel þótt þær séu til er ekki víst að mönnum sé tamt eða gjarnt að telja þær með þegar fjallað er um erlendar skuldir og skuldahlutföll. Umfram allt verður að gæta þess við samanburð hagstærða á milli landa að byggt sé á sambærileg- um tölum. Skuldahlutfallið sjálft segir heldur ekki alla söguna. Greiðslubyrði skuld- anna ræðst m.a. af umfangi útflutn- ingstekna og af lánstímanum. Utan- ríkisviðskipti eru mjög þýðingarmikil hér á landi og erlendar skuldir íslend- inga eru yfirleitt til lengri tíma en títt er með nágrannaþjóðunum. Einkum leggja opinberir aðilar mikið upp úr löngum lánstíma. í lok greinar sinnar segir Þorvaldur Gylfason að skuldabyrði okkar íslend- inga sé „miklu þyngri en skuldabyrði grannþjóða og annarra efnaþjóða, sem við berum okkur yfirleitt saman við“. Hér er heldur djúpt í árinni tek- ið. Ýmsar grannþjóðir og efnaþjóðir þ.m.t. önnur Norðurlönd skulda mik- ið erlendis og er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við það. Nefna má að sem hlutfall af landsframleiðslu eru erlend- ar skuldir Dana mjög svipaðar erlend- um skuldum íslendinga. Ályktunin, sem draga má af framan- sögðu, er því sú að enda þótt erlendar skuldir íslendinga séu miklar og ástæða til að fara varlega í þeim efn- um, þá erum við ekki á heljarþröm. Ástæðulaust er því að gera því skóna að skuldabyrðin hér sé svipuð og í þeim ríkjum, sem átt hafa í miklum erfiðleikum síðustu árin með að standa skil á afborgunum og vöxtum af erlendum lánum. Meiri lántökur, lakari kjör___________ íslendingar geta varla talist skuldug- asta þjóð heims, a.m.k. ekki enn. Hins vegar hefur mikið verið tekið af er- lendum lánum að undanförnu og verð- ur fyrirsjáanlega á næstu mánuðum. Skuldahlutföllin munu því hækka verulega á ný frá því sem þau voru í árslok 1987, bæði vegna vaxandi lán- taka og samdráttar í þjóðarframleiðslu eins og Þorvaldur Gylfason bendir réttilega á í grein sinni í Vísbendingu 2. nóvember s.l. Þessi þróun ætti að vera alvarlegt umhugsunarefni, og ef menn kjósa að bera sig saman við “grannþjóðir og aðrar efnaþjóðir" þá má nefna að flest nágrannalandanna eru nú að endurgreiða erlendar skuld- ir, þau taka minna að láni erlendis en sem nemur afborgunum af útistand- andi lánum. íslendingar ættu að keppa að því að komast í hóp þessara ríkja og það sem fyrst. Ört vaxandi lántökur og skuldabyrði munu fyrr eða síðar leiða til lakari kjara á erlendum lánum. Leiðrétting: Tvisvar á undanförnum vikum hafa Ivö tölublöð í röð fengið sama númer. Vís- bending þann 5. október hefur réttilega númerið 39 en Vísbending þann 12 okt- óber hefur fengið sama númer. 1 síðustu viku, þann 9. nóvember, urðu sömu mis- tök. Þetta blað ber því réttilega númerið 45. Ef um tilvlsanir í blöð frá tímabilinu 12. október til 9. nóvember verður að ræða, þá verður dagsetningar getið í stað númers. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.