Vísbending


Vísbending - 08.06.1989, Blaðsíða 2

Vísbending - 08.06.1989, Blaðsíða 2
VÍSBENDING ÓDÝRARI ÞJÓNUSTA FJÁRMÁLA- FYRIR1ÆKJA í kjölfar sameiginlegs markaðar EB Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um þann ávinning fyrir neytendur sem af því hlytist ef innflutningshömlur væru afnumdar og samkeppni fengi að njóta sín. Fyrst sýndi Þorvaldur Gylfason fram á sparnaðinn sem fylgja mundi óheftum innflutningi á kartöflum og síðan bætti hann við eggjum og kjúklingum. í þessu tölublaði gerir Þórólfur Matthíasson því næst tilraun til að meta ávinninginn af því að afnema innflutningshömlur á allar búvörur. Af þessari umræðu hafa jafnframt og ósköp eðlilega sprottið hugmyndir um að afnema innflutningshömlur á fleiri sviðum og hafa bankaþjónusta og tryggingar verið nefndar í því sambandi. Næsta skref verður væntanlega að reyna að meta ávinninginn fyrir neytandur af því að opna landið fyrir erlendri samkeppni á þessum sviðum einnig. Hliðstætt mat hefur einmitt nýlega farið fram á vegum Evrópu- bandalagsins. Er þar sýnt fram á mögulega verðlækkun á þjónustu banka, verðbréfafyrirtækja og tryggingarfélaga hjá sjö stærstu þjóðunum í EB eftir að sameiginlegi markaðurinn er orðinn að veruleika. Af súluritinu má ráða að neytendur allra landanna eiga eftir að njóta verulega góðs af aukinni samkeppni í fjármálaþjónustu. Mest hagnast Spánverjar og ítalir, en Hollendingar virðast samkvæmt þessu reka hagkvæmustu fjármálaþjónustuna af löndunum sjö. HVAÐ KOSTAR INNFLUTN- INGSVERND Þórólfur Matthíasson Undanfarna mánuði hefur orðið gleðileg breyting á umræðu um stuðning við landbúnað og verð- lagningu afurða þeirrar atvinnugreinar hér á landi. Umræðan snýst nú minna um með hvaða hætti fjármunum er veitt úr ríkissjóði til atvinnu- greinarinnar og meira um hvert tap neytenda er vegna lögfestrar innflutningsvemdar. Þessi breyting er gleðileg vegna þess að innflutnings- verndin er neytendum mun dýrari en niðurgreiðslurnar eru skattgreiðend- um. Þorvaldur Gylfason hefur sýnt fram á að bann við innflutningi kartaflna, eggja og kjúklinga kosti neytendur jafnvirði a.m.k. 2ja milljarða króna á ári. Nú eru egg, kartöflur og kjúklingar aðeins brot af þeim landbúnaðarafurðum sem framleiddar eru innanlands. Innflutningsverndin eykur ekki síður tekjumöguleika svínabænda, kúabænda og sauðfjárbænda en kartaflna- og kjúklingabænda. Það er því fróðlegt að velta fyrir sér hver heildarkostnaður neytenda og samfélagsins alls er af innflutningsvemdinni. 10-15 milljarðar Þetta er ekki auðvelt ágiskunar. Skv. nýlegri athugun í Svíþjóð" er talið að heildartekjuábati framleiðenda vegna innflutningsverndar og annarra opinberra aðgerða til stuðnings land- búnaðinum nemi 55% af framleiðslu- virði (brúttótekjum) greinarinnar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.