Vísbending


Vísbending - 18.01.1990, Page 2

Vísbending - 18.01.1990, Page 2
VÍSBENDING sjó. Höfundar þeirra láta það iðulega á sér skiljast, að þeim þyki slík viðskipti vera óviðurkvæmileg. Hvað vakir fyrir þeim? Skiptir það máli í þessu viðfangi, hvort fiskurinn er óveiddur í sjónum eða kominn á land? Auðvitað ekki. Það er alvanalegt bæði hér heima og erlendis, að til dæmis verksmiðjuhúsnæði og leyfi til atvinnurekstrar ganga kaupum og sölum við verði, sem ræðst af væntan- legu verðmæti framleiðslunnar meðal annars. Þarna er að sjálfsögðu verið að verzla með “óframleidda” vöru og þjónustu, og þykir engum mikið. Oveiddur fiskur er með sama hætti sjálfsögð verzlunarvara ekki síður en veiddur fiskur. Hvað sem þessu líður, halda hagsmunasamtök í sjávarútvegi og bandamenn þeirra í stjórnmálaflokkun- um áfram að berjast gegn sölu veiði- leyfa fyrst og fremst vegna þess, að útvegsmönnum geðjast ekki að því að þurfa að greiða fyrir veiðileyfi, sem þeir hafa fengið afhent ókeypis til þessa. Enginn stjórnmálaflokkanna hefur hug til þess að bjóða hags- munasamtökunum birginn, ekki enn, þótt almannahagur krefjist þess. Það er kjami málsins. Málið er þó ekki alveg svo einfalt. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því, að hér á Iandi gætir trúlega meiri tortryggni gagnvart frjálsum búskapar- háttum yfirleitt en í nokkru öðru landi í allri Vestur-Evrópu. Það er til dæmis engin tilviljun, að við íslendingar búum við minni samkeppni og meiri ríkisafskipti á búvörumarkaði og peningamarkaði en aðrar Vestur- Evrópuþjóðir. Astæðan er einkum sú, að áhrifamiklir íslenzkir stjórnmála- menn og voldug hagsmunasamtök hafa iðulega ennþá meiri trú á ríkisforsjá en markaðsbúskap, þegar á reynir. Til gamans má geta þess, að jafnvel framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands hefur lýst sig andvígan auknu innflutningsfrelsi í búvöruviðskiptum, eins og fram hefur komið meðal annars í Bœndablaðinu. Þá er fokið í flest skjól. Annars er þessi vantrú á markaðs- búskap landlæg í öllum stjórnmála- f'lokkum, og hún er sérstaklega eftirtektarverð nú, þegar Evrópu- bandalagsþjóðirnar eru í þann veginn að efla markaðsviðskipti sín á milli mjög verulega í því skyni að bæta lífskjör í álfunni og þegar heilbrigður markaðsbúskapur virðist loksins vera í sjónmáli í Austur-Evrópu. Svo virðist til dæmis sem Pólverjar ætli að verða fyrri til að veita erlendri samkeppni inn í bankakerfið þar í landi en við íslendingar hér heima. Svo virðist líka sem Pólverjar ætli að verða fyrri til að afnema gjaldeyrishöft. Jafnvel Rússar hafa nú í hyggju að opna öflugan hlutabréfamarkað í Moskvu. Hvenær skyldu verðbréfaviðskipti og frjáls viðskipti yfirleitt hætta að vekja óhug meðal íslenzkra stjórnmálamanna? RÍKISHAILI, VEXTIR OG VIÐSKIPTA- JÖFNUÐUR Ólafur ísleifsson Fyrri hluti Á síðustu árum hefur hallarekstur ríkissjóðs færst í aukana hér á landi. Ríkishallinn gín við á sama tíma og ríkisstjórnir hafa haft að markmiði að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Mönnum mun í fersku minni síðasta tilraun til að eyða hallanum: fjárlög fyrir árið 1989 kváðu á um afgang á rflcissjóði en í reynd myndaðist rekstrarhalli, sem nálgast tífalda fjárhæðina sem afgang- urinn skyldi nema. Á alþjóðlegum vettvangi hefur athygli manna einkum beinst að ríkishallanum í Bandaríkjunum, enda þótt ýmis Evrópulönd hafi kljáðst við halla á ríkissjóði á sama tíma. í upphafi níunda áratugarins tók að myndast mikill halli á ríkissjóði Bandaríkjanna, og hefur hann reynst þrálátur viðureignar. Oft hefur því verið haldið fram, að ríkishallinn bandaríski væri undirrót ýmissa vandamála í heimsbúskapnum, þ.á.m. hárra raun- vaxta, hágengis og lággengis dalsins (eftir aðstæðum hverju sinni), og óhagstæðum viðskiptajöfnuði Banda- ríkjanna. I þessari grein og annairi, sem birtast mun að viku liðinni, verður leitast við að gera helstu viðhorfum sem gætir í þessu efni einhver skil. Ymsar skoðanir eru uppi um áhrif ríkishalla á þjóðarbúskapinn, en e.t.v. má greina þrjá meginstrauma í kenningum fræðimanna. í fyrsta lagi er hin nýklassíska kenning, sem svo er nefnd, og hefur hún að líkindum flesta áhangendur. Samkvæmt henni hefur ríkishalli að öðru jöfnu skaðvænleg áhrif með því að stuðla að hækkun vaxta, samdrætti í fjárfestingu og minni hagvexti. I öðru lagi er kenning keynesverja, en þeir telja að ríkishalli geti stuðlað að aukinni atvinnu, neyslu og fjárfestingu. Þriðja kenningin, sem VERKAMANNAKAUP OG LANDSFRAMLEIÐSLA Á föstu verölagi Landsfr./ Landsfr./ Verkam. 1966 1968 1970 1972 1974 1976 1978 1980 1982 1984 1986 1988 Heimildir: Þjóöhagsstofnun, Kjararannsóknarnefnd. Landsframleiðsla á mann tvöfaldaðist á tímabilinu 1966-1989. Á sama tíma jókst landsframleiðsla á ársverk um 50%, en heildarlaun verkamanns nánast ekkert. Landsframleiðsla ársverk vex hægar en landsframleiðsla á mann vegna fjölgunar útivinnandi kvenna (34% 1960; 72% 1985) og vegna þess að fleiri eru á starfsaldri en áður (57% 1960; 65% 1987). Ástæður fyrir minni vexti heildarlauna verkamanna eru m.a. styttri vinnutími og lægra hlutfall verkamanna af heildarvinnuafli.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.