Vísbending


Vísbending - 25.01.1990, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.01.1990, Blaðsíða 1
VIKURITUM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 8.04. 25. JANÚAR 1990 s AÐLOGUN I SAMDRÆTTI Lægri vinnuaflskostnaður, færri ársverk Aðstæður á yfirstandandi samdrátt- arskeiði eru verulega frábrugðnar þeim sem ríktu á fyrri samdráttarskeiðum. Auk heldur lakari ytri skilyrða í sjávarútvegi eru raunvextir t.d. mun hærri en áður og eru líkari því sem gengur og gerist í viðskiptalöndunum, og sjaldan eða aldrei ltafa eins miklar breytingar átt sér stað í umheiminum sem óumflýjanlegt er að taka tillit til. Þessar breyttu aðstæður hafa þegar kallað á vissa uppstokkun eða aðlögun hjá fyrirtækjum. Þau hafa sameinast í hrönnum, mörg hafa verið gerð upp og eigendur og lánadrottnar eru væntanlega reynslunni ríkari. Lægri vinnuaflskostnaður Hins vegar hefur ekki síður átt sér stað aðlögun á vinnumarkaði. Þelta sést m.a. af því, að þótt atvinnuleysi hafi aukist fráþensluárunum '86 og '87 þá hefur það langt í frá náð því stigi sem margar svartsýnisspár bentu til að yrði raunin og almennt mátti vænta að öðru óbreyttu. Veigamesta ástæðan er vafalítið sú, að kaupmáttur launa hefur minnkað töluvert. Vinnuaflskostnaður fyrirtækjanna hefur minnkað í hlutfalli við tekjur þeirra og þau eiga þess vegna auðveldara með að halda í starfs- kraftinn. Þetta er raunar það sama og gerst hefur á fyrri samdráttarskeiðum og útskýrir hversu atvinnuleysi hefur verið lítið í gegnum tíðina þótt illa ári. Og skýrir einnig miklu meiri kaupmáttarsveiflur hér samanborið við viðskiptalöndin. Útflutt vinnuafl En það er fleira sem spilar inní. Fólk hefur t.d. flust búferlum til annarra landa í ríkara mæli en áður og væntan- lega í von um betri afkomu. Þannig voru íslenskir rtkisborgarar erlendis þann 1. desember s.l. alls 15.324 en 13.838 ári áður. Og alls fluttu á sl. ári 1.100 fleiri Islendingar út en fluttu til landsins. Þetta er heldur betur breyting frá næstu árum á undan, en árið 1988 fluttu 1.500 fleiri til landsins en úr því og árið 1987 voru þeir 1.200 fleiri sem fluttu inn. Við þekkjum það raunar vel frá fyrri árum að’ það kemur sér vel að eiga greiðan aðgang að vinnumörkuðum annarra þjóða þegar illa árar og raunar ekki síður þegar vel árar og hægt er að fá vinnuafl annars staðar frá. Þetta mættum við vel hafa í huga þegar við göngum til samningaviðræðna við EB ásamt hinum EFTA þjóðunum unr frjálst flæði vinnuafls. höfð til hliðsjónar. Lánin eru bæði skattfrjáls og vaxtalaus og heimilis- tekjur geta þess vegna orðið býsna háar ef fólk í hjónabandi eða sambúð er hvort tveggja í námi og á börn. Vanmetin aðlögunarhæfni Fækkun ársverka, t.d. vegna útflutts vinnuails, fjölgunar námsmanna og e.t.v. fjölgunar heimavinnandi fólks, hefur væntanlega dregið úr því atvinnuleysi, sem annars hefði orðið. Hins vegar er því ekki að neita, að í því ljósi og vegna þess að samdráttur- inn getur ekki kallast mjög mikill virðist atvinnuleysið eftir sem áður vera talsvert hátt á sögulegan mæli- kvarða. Ef til vill má rekja það til einhverra strúkturbreytinga á vinnu- Fjöldi atvinnulausra Brottfluttir Lánþegar í mánuði í % af umfram hjá L.Í.N.* að meðaltali vinnuafli aöflutta 1986 823 0.7 300 5.977 1987 588 0.5 -1.200 5.791 1988 814 0.7 -1.500 6.408 1989 2.123 1.6 1.100 (7.000) * Byrjun námsárs; '89 er ágiskun út frá fjölgun umsækjenda Heimildir: Þjóðhagsstofnun, Hagstofan, L.Í.N. Fjölgun námsmanna Svo er eitt í viðbót. Þegar að kreppir og atvinnuástand versnar er hægt að hugsa sér ýmislegt annað en að skrá sig atvinnulausan. Hugsanlega hafa ýmsir, sem voru áður heimavinnandi en höfðu freistast til að fara út á vinnumarkaðinn þegar þenslan var sem mest, horfið aftur til heimilanna. Þar að auki er augljóst að fjöldi þeirra sem sækir um námslán hefur vaxið mikið á undanförnum misserum. Umsóknum fyrir yfirstandandi námsár hetur t.d. fjölgað um hvorki meira né minna en þúsund frá árinu áður. Enda eru námslán um þessar mundir langt í frá slætnur kostur fyrir marga þegar kjör á hinum almenna vinnumarkaði eru markaðinum og væri fróðlegt að kanna það. Yfir höfuð má þó ætla að menn hafi tilhneigingu til að vanmeta aðlögunar- hæfni í efnahagslífinu. Framreikna þá dæmið miðað við aflabrest, verð- Efni:__________________________ #Aðlögun í samdvœtti *Lœrum af reynslunni • Ríkishalli, vextir og viðskiptajöfnuður ( seinni hluti) • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.